Bréf 2 til Creditinfo

Creditinfo,

Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.

Reykjavík 6. febrúar 2017.

 ERINDI: Vegna áðursendrar fyrirspurnar um heimildalausa notkun á nafni konu minnar Ragnheiðar Benediktsdóttur kt: 141042-4329

 Sæl Auður og þakka þér svarið. 

Þú svarar því skilmerkilega að það hafi verið Íslandsbanki sem óskaði upplýsinga úr VOG vanskilaskrá hjá ykkur.  EN mér er enn spurn.  Á hvaða grundvelli og eftir hvaða lagaheimildum er Ragnheiður á vanskilaskrá hjá ykkur?  Eðlilegast hefði verið að þú hefðir sent með svar þínu afritið af beiðni Íslandsbanka en þar sem það var ekki gert, fer ég fram á að fá afrit af framangreindri beiðni Íslandsbanka. Mig langar mikið til að sjá í hvaða lagaheimildir þeir vísa, því öll fjármálaumsvif Ragnheiðar fara fram hjá Íslandsbanka og forverum hans, allt aftur til Alþýðubanka.  

Í svari þínu nú segir þú að í bréfi ykkar dags. 7. jan. 2017, hafi komið fram að Íslandsbanki hafi sett fram beiðnina um upplýsingar úr VOG vanskilaskrá.  Þetta er ekki rétt. Bréfið frá 7. jan. 2017 hefst á þessum orðum: 

„Með þessu bréfi tilkynnum við að leitað hefur verið upplýsinga  um stöðu þína í neðangreindum skrám.“

Neðangreindar skrár eru svo:

  1. VOG vanskilaskrá,
  2. fyrirtækið Íslandsbanki,
  3. og skrá um lánshæfismat. 

Með venjulegum lesskilningi á íslensku máli er sem sagt leitað að „upplýsingum“. Frá þessum aðilum, en ekkert getið um fyrir hvern leitað var, eða samkvæmt hvaða lagaheimildum leitin er framkvæmd. 

Í bréfi Creditinfo frá 7. jan. 2017, segir enn fremur: 

Heimildir til uppflettinga eru mismunandi eftir tegund þeirra upplýsinga sem eru sóttar hverju sinni og má sjá frekari upplýsingar um þær á bakhlið þessarar tilkynningar.“ 

Á bakhlið bréfsins sem þið kallið TILKYNNINGU er að finna upptalningu eftirtalinna uppflettinga:

„Lánshæfismat: - Skuldastöðukerfi: - Kennitöluleit í fasteigna og ökutækjaskrá: - Vanskilasskrá: - Aðrar upplýsinga:“ Til nánari skýringa á því síðast talda segir í texta:

„Einstaklingar geta sótt ýmiss konar upplýsingar um sig sjálfa á þjónustuvef einstaklinga á creditinfo.is. Þessi tilkynning, sem og aðrar tilkynningar sem kunna að verða sendar síðar, birtast á vefsvæði viðkomandi (Mitt creditinfo) undir rafræn skjöl.“

Litabreytingar í texta eru áhersluatriði frá undirrituðum.

Að þið rekið „þjónustuvef fyrir einstaklinga“, hlýtur að tákna að þið rekið einhverja þjónustustarfsemi sem einstaklingar geti keypt aðgang að. Að þið bendið konu minni á, sem aldrei hefur stofnað til viðaskiptasambands við fyrirtæki ykkar, „að hér eftir verði uppflettingar um þig sendar rafrænt á vefsvæði þitt á www.creditinfo.is og birtist þar undir Rafræn skjöl.“

Þessar upplýsingar verða ekki skildar öðruvísi en svo að þið teljið ykkur hafa heimild til að fara inn í friðhelgisumhverfi hennar og sækja þangað upplýsingar sem þið seljið þeim sem eftir leita. Þið hafið nú að eigin frumkvæði upplýst að þið hafið farið inn í friðhelgi einkalífs hennar, sem varið á að vera með 71. gr. stjórnarskrár. Ragnheiður kannast ekki við að hafa veitt ykkur heimild til afskipta, njósna eða upplýsingasölu úr sínu einkalífi. Augljóslega hafið þið því játað á ykkur alvarlegt brot á skýru friðhelgisákvæði stjórnarskrár með því að vera með konu á vanskilaskrá, sem hvergi hefur verið í vanskilum í áratugi.

Þessu til viðbótar upplýsið þið síðan að þið takið ófrjálsri hendi (án heimildar hennar) kennitölu Ragnheiðar og stofnið vefsvæði hennar innan ykkar fyrirtækistölvu, eins og hún sé viðskiptaaðili ykkar. Ragnheiður kannast ekki við að hafa veitt neinum heimild til notkunar á kennitölu sinni, öðrum en þeim þjónustuaðilum sem hún er í viðskiptasambandi við vegna fastra útgjalda heimilisins. Af þeirri ástæðu er gerð krafa á ykkur að loka nú þegar umræddum viðskiptavef hennar innan fyrirtækis ykkar og eyða þegar í stað öllum upplýsingum um Ragnheiði sem kunna að vera í tölvukerfum ykkar. Að lokinni þeirri aðgerð er farið fram á að þið sendið henni keyrslupplýsingar tölvukerfis ykkar um að vefsvæði hennar og öllum gögnum um hana hafi verið eytt úr tölvukerfi ykkar, þar sem þið hafið aldrei fengið heimild til að fá afrit af neinum persónulegum gögnum hennar. Og eðlilega hljótið þið að sjá að slíkt viðskiptasamband mun ekki verða tekið upp við ykkur á næstu áratugum. 

Af öllum framangreindum ástæðum tel ég augljóst framferði ykkur geti ekki annað en verið utan lagaheimilda, þar sem fyrirtæki ykkur hefur ALDREI verið veitt heimild til að hafa nafn Ragnheiðar á einhverri skrá hjá ykkur, en þar er það greinilega án hennar vitundar og samþykkis. Sé nafn hennar tengt vanskilaskrá hjá ykkur, er þar um að ræða einhver atvik sem ekki eiga sér stoð í lögum. Ef svo er, eru þið án lagaheimilda að varpa ljótum bletti á hennar ótvíræða heiðarleika og réttsýni, sem hún hefur í hvívetna sýnt af sér í gegnum lífshlaupið. Af öllum framangreinum ástæðum vænti ég ýtarlegra útskýringa á meintum lagaheimildum ykkar til að hafa nafn hennar á skrá hjá ykkur og fara inn í viðskiptaumhverfi hennar og veita þriðja aðila  upplýsingar þaðan, allt án heimildar hennar.  

 Vænti umbeðinna upplýsinga hið fyrsta.

Með kveðju, 

Guðbjörn Jonsson

 


Bloggfærslur 6. febrúar 2017

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 164727

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband