Athyglisverð frétt og boðskapur

Ekki er hægt annað en vera sammála Trichet um nauðsyn þess að ríki og þjóðir dragi úr skuldum og temji sér að lifa af nútímatekjum, en ekki fyrir lánsfé.

Það vekur mér hins vegar nokkra undrun að seðlabankastjóri Evrópu hafi ekki tekið eftir því að á undanförnum árum hefur umtalsverður hagvöxtur Evrópulanda (líkt og margra annarra) verið drifin áfram af erlendu lánsfé, fram og til baka milli landa.

Í ljósi þessa er fyrirfram vonlaus sú von Trichet um að minnkandi skuldir þjóða komi ekki niður á hagvexti. Það á einnig að vera ljóst, öllum sem af einlægni og alvöru horfast í augu við afleiðingar vitleysisgangs í fjármálastjórnun undanfarinna tveggja áratuga, að veruleg niðursveifla hagvaxtar sé óhjákvæmileg þegar dregur úr flæði lánsfjár.

Ástæður þess eru að flestar þjóðir hafa beint meginorku sinni að því að ná til sín peningum (lánsfé) frá öðrum, með fjölbreytilegum lánum. Þær hafa hins vegar næsta lítið hirt um að efla verðmætasköpun (sjálfbæran hagvöxt) eigin lands, þar sem hægt var að auka veltu (og þar með gerfihagvöxt) með þessum erlendu lánum. Nú er staðan orðin sú að það lausafé sem fjárglæframenn hafa ekki dregið til sín og falið í skattaskjólum, er að mestu fast í dauðum fjárfestingum, sem ekkert nýtast og eru óseljanlegar.                


mbl.is Ríki verða að draga úr skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eða með öðrum orðum: það er komið dálítið fram yfir þau mörk sem sjálfbær lífsgæði geta veitt okkur... Kakan getur nefnilega ekki bara stækkað endalaust.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband