Það er erfitt að koma fyrir sjórétt, eftir að hafa stranda skipi af gáleysi

Það er ekki erfitt að vorkenna Geir H. Haarde, að vera í þeirri stöðu sem hann er nú. Það er erfitt að standa frammi fyrir því að átrúnaðargoðið var ekki sá snjalli þjóðarleiðtogi sem haldið var, og að hans kröftugasta "jáhirð" virðist ekkert vit hafa haft á rekstrar- eða afkomumálum þjóðfélagsins; í það minnsta virðast þeir hafa þagað vandlega yfir slíkri vitneskju, og þegja enn.

Það er fjarri því að ég telji Geir vondan eða óheiðarlegan mann. Hann situr hins vegar í þeirri ömurlegu súpu að hafa látið ota sér í stöðu þar sem hann bar ábyrgð á gjörðum mikils fjölda fólks, víða í fjármála- stjórnsýslugeiranum. Með bankahruninnu varð ljóst að þetta fólk hafði, í blindu græðgisfíknar, láðst að gæta þess að áhættusækni þeirra og græðgi var á kostnað mannorðs hógværs, hægláts og vandaðs heiðursmanns, sem trúði í einlægni á að allir væru að vinna þjóðarheiildinni til hagsbóta.

Ef þessi staða sem nú er uppi vekur ekki sterk viðbrögð í stjórnsýslunni og fjármálageiranum, um afleiðingar gjörða þeirra á þjóðarheildina, er siðferði þjóðarinnar komið á verulega hættulegt stig. 

Mér finnst að Geir eigi það inni hjá arkitektum og framkvæmdaaðilum hrunsins, að þeir stigi fram og biðji hann og þjóðina afsökunar, og standi ábyrgir gjörða sinna, en láti ekki sök sína lenda á herðum þeirra sem treystu þeim til vandaðra vinnubragða.                   


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér. Sannkalladur heidursmannapistill.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 15:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband