Þing og stjórnsýsla föst í spillingunni

Að lesa þessa frétt flytur manni þann kalda veruleika að stjórnmál á Íslandi eru alls ekkert á leið út úr spillingu, ráðaleysi og eigin- og flokkshagsmunapoti. HJá þessum öflum er þjóðfélagið greinilega í aukahlutverki.

Efst á lisa virðist vera að uppfylla atlögu AGS að sjálfbærni þjóðfélags okkar, með því að skerða svo samfélagsþjónustu okkar að fólk tapi tilfinningunni fyrir að þjóðin geti verið sjálfstæð og efnahagslega sjálfbær.  Það er afar hart Þegar stjórnvöld láta AGS ganga svo langt að stöðva innlendar framkvæmdir, sem framkvæma á fyrir innlent fyrirliggjandi fjármagn. Að stöðva slík, í þeim eina tilgangi að skapa aukið atvinnuleysi, samdrátt og óöryggi íbúa landsins.

Alvarlegustu mistökin gerðu ríkisstjórn og þingheimur í fyrstu viðbrögðum sínum, með því að yfirtaka bankana sem heild. Engin þörf var á því. Næg trygging fyrir öllum daglegum viðskiptum, bæði innanlands og við útlönd, hefði verið að yfirtaka innlánsdeildir og skuldabréfadeildir, með höfuðbækur 66 og 74,(viðskiptabankaþátt bankakerfisins). Skilja hefði átt eftir í gömlu bönkunum alla fjárfestingastarfsemina, þ. e. kauphallarverðbréf, hlutabréf og kúlulán, svo eitthvað sé tínt til. Þetta var hægt að gera á einni nóttu, því Reiknistofa bankanna keyrir heildaruppgjör allra reikninga bankakerfisins á hverri nóttu, eftir starfsdag. Með einfaldri skipun um að allir reikningar framangreindar innláns- og skuldabréfadeilda keyrðust inn á nýja kennitölu, hefði daglegt viðkiptaumhverfi verið skilið frá ruglinu á einni nóttu.

Að því búnu hefði ríkisstjórn og Alþingi átt að taka ákvörðun um að gefa út nýja krónu, sem væri 1/10 verðmætari en sú gamla.  Innköllun gömlu myntarinnar væri strax tilkynnt, að gerð yrði á næstu þremur mánuðum eftir að nýja krónan væri tilbúin. Til að koma í veg fyrir magnkaup stóreignaaðila á gömlu krónunni, væri tekið fram að til að fá gömlu krónunni skipt fyrir nýja, þyrfti að sanna að eðlileg gjöld og skattar hefðu verið  greiddir af fjármagninu. Eftir þetta þriggja mánaða tímabil, yrði gamla krónan verðlaus, í höndum þeirra sem ekki hefðu gefið sig fram til myntbreytinga.

Með þessu móti hefðu útráðsarvíkingarnir komið sjálfir með ránsfeng sinn, eða hann orðið verðlaus. Engir bankar hefðu fengist til að kaupa af þeim gömlu krónurnar, eftir að tilkynning um myntbreytingu hefði verið gefin út, og þeir erlendu bankar sem keypt hefðu af þeim krónur fyrir erlenda mynt, hefðu látið kaupin ganga til baka. Þeir sem tæmdu fjármagnið frá þjóðfélaginu, hefðu því einungis átt eina leið, ef þeir hefðu viljað gera sér einhverja eign úr sjóðum sínum.

þessu loknu hefði þurft að gera heildarúttekt á því hve mikið fjármagn þyrfti að vera í umferð, til að halda atvinnulífinu, samfélags- og velferðarkefunum gangandi, og kenna fólki hin eðlilegu gildi sjálfbærni þjóðfélagsins. Slík gildi eru því miður löngu týnd úr dagfarsvitund mikils fjölda þjóðarinnar.

Hefði svona verið brugðist við, væru margir Íslendingar brosmildir í dag.               


mbl.is Á erfiðum stað í viðreisninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta hljómar svo skynsemislega.....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.11.2010 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 164791

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband