Athyglisverður einhliða áróður

Það kemur ekki á óvart að heyra svona lagað frá Ragnari Árnasyni. Hann virðist ekkert vita um hvernig peningar verða til. Þeir bara koma frá útlöndum þegar við óskum eftir þeim. Því miður eru nánast engir ALVÖRU hagfræðingar til hér á landi, því háksólarnir hér hafa, um langt árabil, einungis kennt krónufræði, en ekki raunverulega hagfræði (þjóðarhag).

Í krónufræði gera menn ekki greinarmun veltuaukningu, tilkominni með erlendu lánsfé, og raunverulegum vexti þjóðarhags, HAGVEXTI. Þessir menn eru líka svo miklir kjánar að þeir halda að þjóðin þurfi ekki að standa ábyrg fyrir værðmæti gjaldmiðils síns, ef hann heitir það sama og gjaldmiðill einhverrar annarrar þjóðar. 

Er nokkur furða þó þjóðin sé sokkin mjög djúpt í óviðráðanlegar skuldir, sem nauðsynlegt verður að afskrifa, því marga áratugi tæki að greiða þær allar. Það er afar merkilegt, og sýnir glögglega mikinn skort á raunveruleikaskyni, að félag viðskpta- og hagfræðinga, skuli fá einn helsta arkitekt hringavitleysunnar sem olli hruninu, til að hafa framsögu á fundi, þar sem framtíðarmöguleikar þjóðarinnar eru skoðaðir.

Ég ætla ekki að lýsa svona óvitaskap frekar.                     


mbl.is Gjaldeyrishöft kosta milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það eru flestir sammála því að gjaldeyrishöft geri alla verðmyndun ógagnsærri sem leiðir af sér meiri áhættu.  Þessi aukna áhætta hækkar vexti og dregur úr fjárfestingu sem skerðir lífskjör til lengri tíma.

Höftin voru sett vegna hræðslu og þeim er viðhaldið af ótta við hvað gerist verði þau afnumin.  Fréttir síðustu vikna benda til að erlendir krónueigendur muni ekki flytja eignir sínar úr landi.  Allar fréttir um annað eru stórlega ýktar.  Sá hluti innlends sparnaðar sem er laus er ekki það mikill að hann geti lækkað krónuna nema þá í mjög skamman tíma.

Lúðvík Júlíusson, 11.11.2010 kl. 14:22

2 identicon

Þú greinilega hefur ekki minnstu glóru um þá hagfræðikennslu sem fer fram í háskólum hér á landi. Þessi fullyrðing þín um að hér sé kennt eitthvað sem heiti krónufræði (hvaðan kemur það?) og skilgreining þín á þessari krónufræði stenst ekki frekar en að þú myndir fullyrða að nákvæmlega þessi sömu hlutir væru kenndir í læknisfræði.

Ef að þú trúir því í blindri einlægni að ekki sé gerður greinarmunur á veltuaukningu tilkominni með erlendu lánsfé eða hagvexti sem er tilkominn af öðrum þáttum svosem aflaaukningu þarftu virkilega að lesa þig til áður en þú skrifar opinberlega aftur. Þetta er bara vandræðalegt.

M.b.k.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 14:27

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Lúðvík.  Þú vísar til þess hræðsluáróður sem haldið hefur verið á lofti af fólki sem ekki skildi hvaða hætta var fyrir þjóðfélagið að sigla þá leið sem stýrt var til hrunsins. Það er ekkert meiri raunveruleiki í þessum hræðsluáróðri þeirra nú. Þeir geta hins vegar vel verið hræddir, ef þeir kunna ekki að stýra sjálfbærni sjálfstæðs þjóðfélags.

Sæll Þórðu Ingi. Þegar refurinn sá að hann náði ekki ávöxtunum úr krukkunni, sagði hann að þeir væru súrir.  Álíak rökfræði virðist að baki ummælum þínum, eða þú hafir ekkert fylgst með því sem "meintir hagfræðingar" hafa sagt undanfarinn áratug.  Ef þú ert skign, ættir þú að athuga með andlegar tengingar þínar, því þú sérð greinilega ekki inn í þekkingarheim minn, hvað varðar raunverulega hagfræðikennslu hér á landi. Það þarf raunar ekki orð frá mér til að sanna það sem ég sagði. Ævintýraleg vitleysa í erlendr skuldsetningu og arfa-vitlausri notkun þeirra fjármuna, lýsir vel skorti á raunverulegri hagfræðiþekkingu í bankakerfi og stjórnsýslu hér á landi. 

Guðbjörn Jónsson, 11.11.2010 kl. 14:48

4 identicon

Ég þarf engar andlegar tengingar til að sjá vanþekkingu þína á hagfræðikennslu hér á landi. Ég hef m.a. setið og hlustað á viðvaranir við erlendri skuldsetningu í tímum í hagfræði við H.Í. M.a. viðvaranir við lánum í erlendum gjaldeyri til einstaklinga en viskumenn eins og Egill Helga sögðu að fólk væri auðvitað ekki svo vitlaust að láta bjóða sér íslensk lán og það væri eina vitið í stöðunni að taka erlent lán.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 14:52

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Aftur Þórður Ingi. Þú lýsir þessari vitleysu alveg ágætlega. Einhverjir kennarar í HÍ  nefna viðvaranir. En, settur þeir upp flæðilíkan til að sýna hver áhrifin yrðu á sjálfbærni þjóðfélagsins? Ég er ekki enn farinn að heyra neinn Íslenskan hagfræðing, annan en Gunnar Tómasson, greina hættuna fyrir flæði fjármagns um allar helstu greinar þjóðfélagsins. Hvernig var flæðiritið hjá kennurunum í HÍ sem sýndi fjármagnsflæðið um æðakerfi þjóðfélagsins og sjálfbærni atvinnu- og þjónustugreinanna? Ég hef ekki séð neitt slíkt. Þú kannski sendir mér eintak, svo ég geti þá endurskoðað afstöðu mína og jafnvel beðist afsökunar, sé þess þörf.

Guðbjörn Jónsson, 11.11.2010 kl. 15:07

6 identicon

Að sjálfsögðu var talað um skuldastöðu þjóðfélagsins til lengri og skemmri tíma. Og flæðilíkan, já það má kalla sum þeirra líkana það. Það var farið mjög vel í erlenda skuldsetningu í flestum þjóðhagfræðikúrsum bæði í grunn og meistaranámi. Hvernig þú vilt tengja þetta við sjálfbærni er svo annað mál en það sér það hver heilvita maður að þjóðarbúið getur ekki aukið endalaust á erlendar skuldir sínar. Og fjármagnsflæðið var einnig vel útskýrt, svosem áhrif peningaprentunnar og virkni peningamargfaldara þegar seðlabanki eykur peningamagn í umferð eða þegar skyndilega flæðir erlent fjármagn inn í landið. Í alla þessa þætti er mjög vandlega farið og mun meira til.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 15:17

7 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þorur Ingi. Það er frábært að heyra þetta og kannski þarf ég að biðja kennara þarna afsökunar, hafi þeir reynt svona, en alveg á árangurs. Ég er hins vegar nokkuð undrandi á því hve þessi fræðsla hefur lítið skilað sér út fyrir veggi HÍ. Ekkert hefur orðið vart við hana í stjórnun þjóðfélagsins eða í umræðu um þjóðfélagsmál.

Þú segir m. a:  "það sér það hver heilvita maður að þjóðarbúið getur ekki aukið endalaust á erlendar skuldir sínar." Þjóðfélagið jók erlendar skuldir sínar um rúmar 7000 milljarða á 20 mánaða tímabili, fyrir hrun. Tvöfaldaði þar með erlendar skuldir, sem náðu 14.000 milljörðum. Þrátt fyrir þessa fyrirliggjandi vitneskju (mánaðarleg staða hjá Seðlabanka) virtist hrunið koma öllum í opna skjöldu. Enginn hafði átt von á því. Hvar voru allir - heillvita mennirnir?

Guðbjörn Jónsson, 11.11.2010 kl. 15:33

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég var að nema hagfræði í Háskólanum. Allar bækurnar voru á ensku.

Kannast ekki við neina krónuhagfræði.

Einnig eru fjölda hagfræðinga með framhaldsmenntun erlendis.

Skil ekki af hverju þú hendir fram svona rugl staðreyndum.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 16:38

9 identicon

Málið er að þegar vel menntað fólk, Hagfræðingar, Verkfræðingar og jafnvel Viðskiptafræðingar komu blautir bak við eyrun til vinnu í fjármálafyrirtækjunum fyrir hrun þá viku þessir nýútskrifuðu menn allri kunnáttu til hliðar og fylgdu straumnum, gerðu það sem fyrir þá var lagt.

Ef ekki...  finndu annað starf.

Ég er sjálfur að læra fjármálaverkfræði og lærdómur minn frá fyrsta ári hefði bjargað MIKLU fyrir fjárhag minn ef ég hefði öðlast þessa kunnáttu fyrir hrun. Með því að bjarga verðmætum þá á ég við að ég byrjaði nám mitt rúmlega þrítugur.

En það er ekki auðvelt að berjast á móti straumnum þegar maður er nýkominn úr námi í nýrri vinnu.

runar (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 17:13

10 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Þruma, Sleggja, Hvellur og Hamar.   Það er nú svolítil stríðni í mér að kalla þetta krónuhagfræði. Þetta gengur nú aðallega undir heitinu peningahagfræði. Ég er ekki að finna upp þessa gagnrýni. Hún er búin að vera mikið í alþjóðlegri umræðu síðan um  síðustu aldamót, og jafnvel fyrr.

En, finnst þér ekki merkilegt, ef alvöru hagfræðingar hafa verið á launum hjá lánastofnunum, stjórnkerfinu, eða í pólitíska umhverfinu, að þjóðfélagið sé statt í þeirri aðstöðu sem það er nú?

Getur verið að hagfræðingum sé svona illa við Íslensku þjóðina, að þeir hafi ekki viljað leyfa henni að njóta þekkingar sinnar undanfarna áratugi?

Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hagfræðinga, aðra en Gunnar Tómasson, minnast á neitt af öllum þeim vitleysum sem gerðar hafa verið hér í viðskiptalífi og stjórnsýslu.

Mér fannst lokasetningin hjá þér frábær.  Ég er nefnilega að setja fram staðreyndir um rugl. 

Guðbjörn Jónsson, 11.11.2010 kl. 17:28

11 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll runar. Þakka þér fyrir þessa hreinskilni. Ég þekki þetta því þegar ég var í hagdeild banka, áður en vitleysan byrjaði, var oft erfitt að horfa á, akkúrat þá punkta sem þú bendir á. Það var m.a. ástæða þess að ég vildi ekki gera bankastarf að lífsstarfi mínu.

Ég var að reyna að ögra mönnum til að láta þetta koma fram, því það voru áreiðanlega margir sem þurftu að skilja skynsemina eftir heima þegar þeir fóru í vinnuna.

En um þessa þætti hefur lítið verið talað. Þess vegna heldur mikil vitleysa enn áfram í bankakerfinu, og fólki og fyrirtækjum sköpuð óþarflega erfið skilyrði. Það þarf að brjóta á bak aftur þá skaðlegu og vitlausu stjórnunarhætti, sem hruninu ollu.

Guðbjörn Jónsson, 11.11.2010 kl. 17:41

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þú varst að meina peningahagræði þá er ég að skilja þig.... og það er rétt. Gunnar Tómasson er í minnihluta.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 18:20

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er alveg á sammála þér. Þeir kunna ekkert í YTM eða IRR skilja ekkert hvað hlutverki veð gilda í alvöru=ábyrgum fjármála viðskiptum.

YTM:

Yield to maturity (YTM) is the yield promised by the bondholder on the assumption that the bond will be held to maturity, that all coupon and principal payments will be made and coupon payments are reinvested at the bond's promised yield at the same rate as invested. It is a measurement of the return of the bond. This technique in theory allows investors to calculate the fair value of different financial instruments. The YTM is almost always given in terms of annual effective rate.

Er alþjóðgrunnur öruggra langtíma veðskuldarlán [30 ára].

Ekki IRR:

internal rate of return (IRR)
A rate at which the accounting value of a security is equal to the present value of the future cash flow.


Það er ekki hægt að reka alvöru banka á skammtíma forsendu einni saman 1 ár og langtíma 4 til 5 ár. Velta segir ekki allt, en hún getur skilað lægri nafnvöxtum í prósentum. Langtími er mældur í tugum ára. 

Júlíus Björnsson, 12.11.2010 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 164726

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband