Bréf til Landskjörstjórnar

Fyrir jól, sagðist ég ætla að gera atlögu að framboði án þátttöku í stjórnmálaflokki. Sem fyrsta skref í þá átt er meðfylgjandi bréf til Landskjörstjórnar.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég styð þig heilshugar í þessu Guðbjörn.Hef mikið hugsað um þetta mál og miðað við þessar reglur sem núverandi fjórflokkar hafa innleitt virðist vera útilokað fyrir einstaklinga að bjóða sig fram nema vera með lista.En hef dottið í hug hjáleið;1.Stofna framboð einstaklingsframboða.2.Auglýsa eftir fólki sem vill bjóða sig fram sem einstaklingar á eigin vegum.3.Vera með prófkjör þar sem öllum í sveitarfélaginu gefst kostur á þáttöku og aðeins er leyft að greiða einum af frambjóðendum atkvæði(menn bjóða sig ekki fram í 1-3 2-4 sæti osfv.)Sá sem fær flest atkvæði fengi þá 1.sætið á listanum og svo framvegis.4.Bjóða listann fram.Í raun og veru er það prófkjörið sem er aðal kosningin í þessu tilfelli.Ég hef verið gagnrýndur fyrir það að sá möguleiki væri ekki fyrir hendi að mynda meirihluta ef um einstaklingskosningu væri að ræða.En ég tel hinsvegar að betra sé að aðgreina löggjafarvald og framkvæmdavald og þingmenn ráði ráðherra úr þjóðlífinu sem uppfylla fyrirfram gerðar hæfniskröfur eins og allir stjórnendur.Þingið eigi bara að sjá um löggjöfina.Ætla að fylgjast með hvernig fer með þetta mál hjá þér en gangi þér vel.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.1.2013 kl. 22:21

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Jósef og gleðilegt ár. Þakka þér fyrir þetta innslag þitt. Ég er mikið búinn að velta fyrir mér möguleikum þess að koma inn á alþingi það sem ég kalla "frjálsa þingmenn", sem ekki eru bundnir í máli og atkvæðagreiðslu af fyrirmælum tiltekins þingflokks. Ég var mjög hrifinn af starfsaðferðum Stjórnlagaráðs, að starfa sem hópur einstaklinga, án flokkadrátta. Þannig mundi ég vilja sjá alþingi starfa. Ég hef þrautlesið allt um stjórnarskrána okkar aftur til 1920, fyrstu stjórnarskrár eftir sambands-samninginn við Danmörk árið 1918. Ég er einnig að grandskoða efnahagsstjórnun okkar frá 1945 til dagsins í dag. Það er síður en svo skemmtilegt að sjá hvenig hefur verið farið með öll tækifæri okkar til að verða efnahagslega sjálfstæð og sjálfbær þjóð.

Ég hefði gaman af, við tækifæri, að heyra meira frá þér á beinni línu. Netfangið mitt er: "gudbjörnj@gmail.com" . Ég er svona hóflega bjartsýnn á að fjórflokkurinn slaki eitthvað á einokunarkló sinni, en það væri gaman að ná sama hópi sem vildi láta reyna almennilega á þetta, t. d. með kæru ef Landskjörstjórn ætlar að sniðganga erindi mitt.

Endurtek þakkir mínar og vonandi heyrsuumst við síðar.

Guðbjörn Jónsson, 5.1.2013 kl. 10:42

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sæll guðbjörn.Ég hef verið að reyna að senda þér tölvupóst en það kemur alltaf upp að ekki sé mögulegt að senda hann.Spurning með netfangið.En ég ætla bara fyrsta kastið að senda þér það hérna á síðunni.----- Sæll Guðbjörn.það er alltaf gaman að hitta félaga sem hefur sama áhugamál.Ég er alveg til í að styðja þig í baráttunni eftir getu.Þú talar um að safna liði til að höfða mál.Þetta getur vissulega skilað sínu eins og mörg prófmál undanfarinna misserra.En þetta getur tekið tíma ,verið kosnaðarsamt og ekki trygg niðurstaða.Þessvegna mæli ég með því að safna einfaldlega liði í þínu kjördæmi,stofna regnhlífasamtök og bjóða fram sem einstaklingur í þeirra nafni.Það er stundum best að plata bara liðið heldur en að standa í því að brauðfæða einhverja lögfræðinga.Ég veit ekki hvort þú skilur fullkomlega þessa hjáleið sem ég benti á í blogginu eða sérð eitthvað athugavert við hana en endilega láttu mig þá vita.Heila málið er náttúrulega að vera sammála um bestu lausnina.Mér finnst full stutt fram að kosningum,bæði hvað varðar málshöfðun eða annað svo mér finnst best að einblýna á þarnæstu kosningar .En nota tímann vel framað því.En í öllu falli er langbest að mínu mati að finna fólkið sem er okkur sammála og ákveða svo saman með þeim hóp hæstu skref.Það er hægt að nota facebook ,Bloggið á mbl og ýmislegt annað til að safna liði.Ég er búsettur í noregi en þú í reykjavík -sennilega-svo þar er besti vettfangurinn til að byrja með.Gott að heyra frá þér svo ég get farið af stað .netfangið mitt er "lindar.os@internet.is"

Jósef Smári Ásmundsson, 13.1.2013 kl. 13:03

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Jósef. Ég þakka þér kærlega fyrir þessi skrif. Ég get sasgt þér að ég er þegar byrjaður að undirbúa framboð; er búinn að skrifa Landskjörstjórn og er byrjaður að skipuleggja útrás til að safna áhangendum. Meira um það fljótlega. Kv. Guðbjörn

Guðbjörn Jónsson, 13.1.2013 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 164725

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband