Opið bréf til Dómstjóra héraðsdóms Reykjavíkur

Eftir fyrirtöku máls míns E-500/2014, hjá héraðsdómi Reykjavíkur í gærmörgun, 15.04.2014, var mér öllum lokið með þolinmæði gagnvart vitlausri og ólögmætri framkvæmd þinghalda í héraðsdómi.  Ég skrifaði því dómstjóra meðfylgjandi bréf og sendi afrit af því til Dómstólaráðs og Innanríkisráðherra.  Lítið á bréfið sem fylgir hérna með sem viðhengi.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hefði verið afar auðvelt fyrir lögmanninn að afla sér umboðs og framvísa því við næsta þinghald. Að hann skuli ekki bara einfaldlega hafa gert það, og losnað þannig við þessi vandræði, er í raun það óskiljanlegasta í þessu.

En þar sem hann hefur ekki gert það, en þú hefur skorað á hann að gera það, hlýtur það að þýða sbr. X. kafla eml. að taka verði frásögn þína um að slíkt umboð sé ekki til, trúanlega, a.m.k. þar til hann framvísar sönnun um annað.

Að lokum vil ég benda á að þú gætir svo sem prófað að kæra til Hæstaréttar þá ákvörðun dómarans að taka ekki til greina kröfu þína um að felldur verði útivistardómur skv. 96. gr. eml.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2014 kl. 16:18

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðbjörn minn. Ekki efast ég eitt augnablik um heiðarleika þinn, hæfileika, þekkingu og siðferðisheilbrigði. Þú er boðberi heiðarleika og sannleika, og hefur ekki selt sálu þína fyrir völd og peninga, þrátt fyrir tilraunir til þess.

Heiðarlegur sannleikurinn er lífseigari en sjálfur dauðinn.

Kæra til hæstaréttar á Stjórnarskrárbroti Ingimundar Einarssonar dómsstjóra og Þórhildar Líndal aðstoðardómara er nauðsynleg. Lögbrot og Stjórnarskrárbrot dómstóla er ólíðandi í siðmenntuðum heimi.

Ef hæstiréttur Íslands virðir ekki Stjórnarskrá Íslands, þá er hæstiréttur Íslands ekki dómstóll siðmenntaðs laga og réttarríkis.

Það væri ekki góð heimsauglýsing fyrir framtíð Ísland, að hæstiréttur dæmi ekki samkvæmt Stjórnarskrá og lögum Íslands. Siðferðis, réttlætis, og mannúðar-orðspor Íslands verður ekki keypt frá öðrum ríkjum. Svo mikið er víst.

Gangi þér sem allra best í baráttunni fyrir raunverulegu réttlæti, sem hefur alltaf sárvantað á Íslandi.

Ég styð þig af heilum hug og hjarta í þessari réttlætisbaráttu, og bið alla góða vætti að hjálpa þér við verkefnið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.4.2014 kl. 19:20

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

.Sæll Guðmundur og takk fyrir þitt innlegg.  Ég er alveg sammála þér hvað varðar umboð þess aðila sem sagðist mættur fyrir hinn stefnda. Hitt er í raun athyglisverðara, með vísan til réttra viðhorfa dómara, að dómari í þessu máli skuli hafa sagt það óþarft að framvísað væri umboði til að mæta fyrir stefnda og vísa þar til 2. gr. laga um lögmenn.  Ég spurði þá hvort dómurinn starfaði ekki eftir lögum 91/1991, um meðferð einkamála en ekki lögum um starfsstéttina lögmenn, en því var ekki svarað.  Ég óskaði þá eftir að bókuð væri athugasemd mín við að enginn væri mættur, með umboð til mætingar fyrir stefnda, en dómari hafnaði þeirri beiðni minni.

Ég hef hugleitt þetta með kæruna til Hæstaréttar, en mér er ekki beinlínis metnaður að fá útivistardóm. Mig langar að fá fram röksemdafærslu þeirra fyrir þeim vinnubrögðum sem þeir stunda.  Ég var með vitni með mér í réttinum, í bæði skiptin, sem skrifaði niður allt sem fram fór. Ég er því ekki einn til frásagnar.  Ég er hins vegar alvarlega hugsandi yfir því hve framkvæmd réttarfars er komin langt frá gildandi lögum og stjórnarskrá.  Engu er líkara en þvinguð þöggun ríki innan stéttar dómara og lögfræðinga um þennan skort á  réttri framkvæmd.  Við fyrstu sýn virðist mér algengast að 65. gr. stjórnarskrár sé brotin við upphaf málssókna, auk þess sem það virðist algengt að við þingfestingu mála og gagnaöflun, sitji í sæti dómara aðili sem ekki hefur lögformlega rétt til að sitja þar. Það er tekið mjög skýrt fram í eml. að það séu DÓMARI, sem stjórni þinghaldi. Tilvísanir í 2. mgr. 17. gr. eml. um að aðstoðarmenn dómara megi stjórna þinghaldi eru á afar veikum grunni og standast í raun vegna ekki hin skýru ákvæða um að það sé DÓMARI sem stýri þinghaldi.

En við sjáum til hver framvindan verður.  Ég þakka þér kærlega fyrir þitt innlegg.  Ég ætla að melta þetta aðeins með páskasteikinni.  Í eml. er talað um að svona ágreining megi kæra til tiltekinnar nefndar. En það  er líklega til lítils því, líkt og Dómstólaráð, er þessi nefnd skipuð starfsbræðrum þeirra sem kvartað er yfir, svo hlutleysið þar er ekki alveg í takti við stjórnarskrána okkar.  Með kveju. GJ.

Guðbjörn Jónsson, 17.4.2014 kl. 11:16

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Anna Sigríður.   Kærar þakkir fyrir þín fallegu orð.  Það hefur lengi angrað mig hve dómskerfi okkar og réttarfar almennt, er langt frá því sem ætlast er til, samkvæmt lögum og stjórnarskrá.  Hvort mér tekst, á gamals aldri, að rugga eitthvað þeirri rótgónu valdablokk sem þeirri veröld stýra, verður að koma í ljós. Við sjáum til hver framvindan af þessu verður.  Með vkeðju GJ.

Guðbjörn Jónsson, 17.4.2014 kl. 11:21

5 identicon

Það er alveg klárt mál Guðbjörn, að lögmaður þarf ekki að framvísa skriflegu umboði, af þeim ástæðum sem þér voru kynntar sbr lög um lögmenn.

Lögmaðurinn er ekki "aðili máls" hér, heldur kemur fram fyrir hönd aðilans og þarf ekkert skriflegt umboð til þess.

Hitt er einkennilegt, ef rétt er að ekki hafi verið dómari sem sá um þinghaldið...?

Sigurður (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 17:29

6 identicon

Sigurður Erlingsson er aðilinn að málinu, ekki lögmaðurinn.

Sigurður (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 17:32

7 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Sigurður. Viltu heimfæra þessa fullyrðingu þína betur.  Hvar er þetta að finna í einkamálalögum?

Guðbjörn Jónsson, 18.4.2014 kl. 19:57

8 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sigurður.  Bara svo þú vitir það, þá skipta lög um starfshætti og starfsreglur milli lögmanna ENGU MÁLI í réttarsal. Í réttarsal er lögmaður ekki snefil hærra skrifaður en gagnaðili máls, hvort sem sá er lögfræðimenntaður eða ekki.  En ég bíð eftir rökstuðningi þínum fyrir fullyrðingu þinni, því þú átt rétt á að setja hana fram, eins og hver annar.

Guðbjörn Jónsson, 18.4.2014 kl. 20:03

9 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Bara eitt enn Sigurður. Af hverju er í III. kafla laga um meðferð einkamála, ákvæði um að heimilt sé að vísa aðila úr þingsal sem ekki getur fært sönnur á að hann hafi fullgildan rétt til að vera þar?  Hvernig verður fullgildur réttur til fyrirsvars til?  Í málinu er Íbúðalánasjóði stefnt og fyrir hans hönd fyrirsvarsmanni sjóðsins, forstjóranum. Í 5. mgr. 17 gr. einkamálalaga segir svo um fyrirsvar fyrir opinberar stofnanir:

5. Þegar ríkið eða sveitarfélag á aðild að máli, stofnun eða fyrirtæki þess eða einstök stjórnvöld, kemur sá fram sem fyrirsvarsmaður sem hefur ákvörðunarvald um þá hagsmuni aðilans sem sakarefnið varðar, nema mælt sé á annan veg í lögum.

Á engan annan veg er mælt fyrir í lögum um fyrirsvar fyrir Íbúðalánasjóð. Þess vegna hefur forstjórinn enga heimild til framsals ábyrgðar sinnar.  Ég get hins vegar glatt þig með því að þú ert ekki einn um að trúa atvinnuhagsmuna ruglinu úr lögfræðingum, sem virðast telja sig í guðatölu þegar komið er inn í réttarsal.

Guðbjörn Jónsson, 18.4.2014 kl. 20:20

10 identicon

Sæll Guðbjörn,

Bara svo það sé á hreinu, þá var innlegg mitt alls ekki ætlað tið að gagnrýna þig, eða ætlað tið að standa í einhverjum deilum við þig, enda bara besta mál þegar fólk hefur þrek og hug á að berjast fyrir sínum réttindum.

Það er hins vegar alveg á hreinu að lögmaður þarf ekki samkvæmt lögum um lögmenn að framvísa neinu skriflegu umboði til sönnunar á því að hann starfi fyrir umbjóðanda sinn.

Þú mátt alveg reyna að sannfæra dómara um það að lög um lögmenn hafi ekkert gildi í dómsal, það gerist ekkert verra en það að þú pirrar hann og færð hann á móti þér.

Þú mátt líka reyna að halda því fram eins og þú vilt að forstjóri íbúðalánasjóðs hafi ekki rétt á að láta lögmann sjá um vörn sína fyrir dómi, en það er jafn tilgangslaust og að reyna að halda því fram að lögmaðurinn þurfi skriflegt umboð.

Að sjálfsögðu hefur forstjórinn fullt leyfi, rétt eins og allir aðrir að láta lögmann um sína vörn.

kv.

Sigurður (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 21:35

11 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Sigurður.  Þú fullyrðir hluti sem þú greinilega veist ekkert um. ÞAð er á hreinu, að í héraðsdómi  koma lög um lgmenn ALLS EKKERT TIL ÁLITA og héraðsdómur HEFUR ENGA HEIMILD TIL AÐ VÍSA TIL ÞEIRRA.  Hérðasdómur verður, í einkamálum, EINGÖNGU að starfa eftir lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hann MÁ ALLS EKKI víkja út af þeirri grunnreglu, meira að segja ekki þó að þú segir það. :) Broskall

Guðbjörn Jónsson, 22.4.2014 kl. 22:39

12 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Enginn einn lagabálkur er tæmandi. Líta verður til allra laga og réttarheimilda eftir því sem við á.

Fyrirsvarsmaður þarf ekki að mæta við fyrirtöku, ekki frekar en aðrir aðilar máls, enda geta þeir sent lögmann sinn sem sinn fulltrúa. Það hefur ekki tíðkast hingað til að þeir þyrftu umboð, enda segja lögin að slíkt sé ónauðsynlegt, sbr lög 77/1998:

21. gr. Nú sækir lögmaður eða fulltrúi hans dómþing fyrir aðila, og skal hann þá talinn hafa umboð til að gæta þar hagsmuna aðilans nema það gagnstæða sé sannað.

Ef þú getur fært sönnur á að lögmaður þessi hafi ekki haft umboð þá þarftu að sanna það.

Þetta er nokkuð sem ég hélt að hvert mannsbarn vissi, en alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Ég tel að það sé vonlaust að koma upp eðlilegu þjóðfélagi hér á landi fyrst almenn þekking á lögum er svo slæm að jafnvel verstu kverúlantar kannist ekki við sjálfsögðustu grundvallaratriðin.

Elías Halldór Ágústsson, 22.4.2014 kl. 23:18

13 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Elías minn.  Þetta er algjörlega rangt hjá þér. Það er eki ég sem á að sanna vanhæfi aðila. Það er aðilinn sem á að sanna. Það er grundvallarregla alþjóðlegs lýðræðislegs réttarfars.  Það vill hins vegar svo til að hinum stefndu ER SKYLT AÐ MÆTA Í EIGIN PERSÓNU VIÐ ÞINGFESTINGU MÁLS, eins og þu getur lesið sjálfur hér að neðan en sá texti er í 5. málsgrein 17. greinar laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sem eru þau einu lög dóm héraðsdómur má starfa eftir í einkamálum.   En 5. mgr. eru svona:

"5. Þegar ríkið eða sveitarfélag á aðild að máli, stofnun eða fyrirtæki þess eða einstök stjórnvöld, kemur sá fram sem fyrirsvarsmaður sem hefur ákvörðunarvald um þá hagsmuni aðilans sem sakarefnið varðar, nema mælt sé á annan veg í lögum."

Þarna kemur það skýrt fram að fyrirsvarsmaur við þingfestingu máls skal vera sá: sem hefur ákvörðunarvald um þá hagsmuni aðilans sem sakarefnið varðar.   Þegar hinn stefndi hefur sjálfur mætt við þingfestingu, getur hann tilkynnt hver umboðsmaður hans verði við málareksturinn.

Þannig eru lögin um hið lögskipaða réttarfar okkar.  Þetta hefur hins vegar ekki verið framkvæmt eins og lögin segja fyrir um, líkt og það að fólk setjist í dómarasæti sem ekki hefur embættisskipan dómar og gerir þar með þinghaldið ólögmætt.

 Það er athyglisvert hvefólk er tilbúið að halda fram fullyrðingum sem það þekkir ekkert til. Hafið þið hugleitt í hvaða tilgangi slíkt er gert?

Guðbjörn Jónsson, 22.4.2014 kl. 23:43

14 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þú misskilur einfaldlega hvað þarna stendur. Þarna er bara verið að tala um aðild, ekki hverjir skuli mæta við þingfestingu.

Dómarafulltrúar framkvæma störf dómara, rétt eins og sýslumannsfulltrúar framkvæma störf sýslumanna, sjá lög 80/1995. Þó þarf skipaður dómari að taka við þegar og ef málið er tekið til efnislegrar meðferðar.

Elías Halldór Ágústsson, 23.4.2014 kl. 09:59

15 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Varðandi síðustu spurningu þína þá skil ég ekki hvað þér gengur til.

Elías Halldór Ágústsson, 23.4.2014 kl. 10:01

16 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Elías minn.  Hver er hin raunverulegaa þekking þín á þessum málum?

Guðbjörn Jónsson, 23.4.2014 kl. 10:51

17 identicon

Sæll Guðbjörn,

Þú segir að ég hafi ekki vit á þessu, ég ætla að halda mig við umsagnir kennarra minna við lagadeildina sem segja að ég hafi ágætis vit á þessu, allavega nóg til að ljúka BA náminu.

kv.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 17:35

18 identicon

...og tilgangurinn var sá einn að reyna að gera þér greiða og hjálpa þér að skilja þetta.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 17:43

19 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Sigurður.  Já, gott var að fá þessa skýringu. EN, þá hvet ég þig til að fylgjast vel með framvindunni í mínu máli, því þar mun á þetta reyna.  Ég hef þegar fengið svar frá Ingimundi, sem hefur inni að halda sömu röklausu fullyrðinguna og þú setur fram.  Ég svara honum á morgun.  Ég á eftir að taka ákvörðun um hvort ég set bréfið frá honum á bloggið, eða ekki. Einnig að setji ég bréfið frá honum á bloggið, mun ég líka setja svar mitt til dómstjóra á bloggið.  Fróðlegt fyrir ykkur lögfræðinemana að fylgjast með þessu.  EN, ég minni á að dómarar eiga EINGÖNGU að að starfa eftir eml 91/1991 og dæma eftir lögunum og lögin eiga að vera skýr.  Þess vegna getur það ekki haft lagagildi að sagt sé AÐ LITIÐ SÉ SVO Á að viðkomandi sé þetta eða hitt.

Já, ég held þú ættir að fylgjast með.

Guðbjörn Jónsson, 23.4.2014 kl. 18:16

20 identicon

Ég er ekki lengur nemi Guðbjörn, ég lauk mínu námi fyrir mörgum árum síðan og sé enga ástæðu að fylgjast neitt með þessu.

Ég veit nákvæmlega hver niðurstaðan verður úr þessu hjá þér, og hún verður nákvæmlega eins og við Ingimundur höfum reynt að útskýra þetta fyrir þér.

Þannig að ég veit alveg fyrir víst að það er ekki með neinu að fylgjast.

kv.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 23:13

21 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Jæja Sigurður minn. Ég get þá bara sagt að ég mundi hvorki vilja ráða þig eða Ingimund sem lögfræðing til að gæta réttarhagsmuna minna. Eftir 48 ára afskipti af lögum og réttarfari, kvíði ég í engu niðurstöðunni, verði farið að íslenskum lögum.

Guðbjörn Jónsson, 23.4.2014 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 164725

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband