Umsögn um Makrílfrumvarpið

Alþingi Íslendinga, nefndasvið,

  1. þing 2014 – 2015

 Reykjavík 30. apríl 2015

 Umsögn um mál nr. 691,

um stjórn veiða á Norðaustur-Atlandshafsmakríl.

 Undirritaður sýnir með áhresluletri eða litabreytingum á letri, hvaða atriði hann beinir athygli sinni að.

 2. gr. Ákvörðun heildarafla.

 „Ráðherra skal ákveða árlega með reglugerð heildarafla makríls sem íslenskum fiskiskipum er heimilt að veiða.“

Ef tekið er mið af því hvernig 2. gr. Stjórnarskrár Íslands hljómar, liggur nokkuð ljóst fyrir að Alþingi sé óheimilt að afhenda ráðherra ákvarðanirsem bera í sér löggjafargildar. Umrædd ákvörðun 2. gr. er t. d. slíkt dæmi, þar sem Ísland hefur ekki viðurkennda nýtingarhlutdeild í hinum sameiginlega makrílstofni með öðrum þjóðum Norðaustur-Atlandshafsins sem nýta stofninn. Meirihluti þessara þjóða hefur gert með sér nýtingarsamning en ráðherra okkar hefur engan slíkan samning við hin ríkin til að styðjast við. Spyrja má hvort ákvarðanir ráðherra okkar í svona tilviki, hafi lögformlegt gild gagnvart öðrum þjóðum sem nýta stofninn? Hvort þær þjóðir geti hafnað að þeim heimildum sem hann gefi út. Þar sem um að ræða einhliða ákvarðanir minnihlutaaðila sem ekki hafi lögformlegan gildisþátt í þessu samstarfsverkefni. Þeir gætu bent á að einhliða ákvörðun ráðherra á Íslandi hafi ekki lagagildi, sem m. a. ræðst af ákvæðum 2. gr. stjórnarskrár þar sem segir eftirfarandi:

2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“

Eins og sjá má, stendur þarna skýrum stöfum að: Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið“. Ráðherrar tilheyra allir framkvæmdavaldinu og samkvæmt sjálfstæðri þrígreiningu megin valdsþátta í stjórnskipan okkar, samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár, hafa ráðherrar ekki löggjafarvald á hendi. Þeir geta því ekki tekið ákvarðanir sem hvorki byggjast og lögum frá löggjafarvaldinu eða milliríkjasamningum sem löggjafarvaldið hefur samþykkt. Heimild þeirra til stjórnunar með beinni ákvarðanatöku, án greinilegra lagafyrirmæla þar um frá Alþingi, er augljóslega ekki fyrir hendi.

3. gr. Tímabundnar aflahlutdeildir.

Aflahlutdeildir sem úthlutað er skv. 4. gr. eru tímabundnar og halda gildi sínu í sex ár frá gildistöku laganna. Óheimilt er að fella þær úr gildi, að hluta eða öllu leyti, með minna en sex ára fyrirvara. Sex ára gildistími aflahlutdeilda framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi ákvæði þessu ekki verið breytt fyrir 1. janúar ár hvert.“

Vakin er athygli á því að engar lagareglur hafa verið búnar til um hugtakið Aflahlutdeild. Hvað felst í þessu hugtaki? Hvernig ávinna aðilar sér slíka „hlutdeild“? Hvaða réttindi gefur hún og hvort telst hún vera EIGN viðkomandi handhafa hennar eða einungis nýtingarréttur á auðlind þjóðarinnar? Ef um EIGN handhafa hlutdeildar er að ræða, eru engin lög til um það hvernig fara beri með þá eign. Hvort henni skuli þinglýst á skip og hvert sé grunn verðgildi einingar, pr. kíló eða tonn. Engar reglur eru um hvaða skyldur gagnvart eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, fylgi handöfn slíkrar hlutdeildar. Hvort heimilt verði að svipta aðila slíkri hlutdeild ef þeir sækja ekki þau þjóðaraverðmæti sem í hlutdeildinni felast.

Þá vaknar spurning um fjölþjóðlegt lagagildi þess að ráðherra, sem ekki hefur löggjafarvald, ákveði einhliða og án yfirlýsts stuðnings löggjafans, tiltekna aflahlutdeild lands okkar úr deilistofni sem margar þjóðir nýta. Einkanlega þar sem ekki væri um að ræða ákvörðun til eins árs, heldur í raun fasta varanlegta hlutdeild sem ekki megi fella úr gildi að hluta eða öllu leyti, með minna en 6 ára uppsagnarfresti.

Ég get ekki annað en spurt um lagaforsendur fyrir slíkri ákvörðun? Við höfum ekki enn, frá öðrum aðilum sem nýta stofninn, viðurkenndan nýtingarrétt á þessum stofni. Og hvað gerist ef hitastig sjávar breytist þannig að makríllinn komi ekki inn í lögsögu okkar? Hver er þá réttarstaða handhaga 6 ára samnings um tiltekna hlutdeild í einhverri huglægri stofnstærð sem ekki kemur á veiðisvæði okkar? Eiga þá handhafar hlutdeildar rétt á bótakröfu á hendur löggjafarvaldinu, sem færði þeim þessi merkilegu réttindi? Hver gæti kostnaður af slíku verið í 6 ár, þ. e. a. s. ef löggjafinn mundi bregðast strax við og segja upp hlutdeildinni á fyrsta ári aflabrests?

Hægt væri að gera ýmsar athugasemdir við 4. gr. frumvarpsins en læt þetta duga að sinni. Ef þingheimur virðir ekki þær athugasemdir sem þegar eru fram komnar, skiptir það sem eftir er litlu máli. Ég hef lengi haft orð á því að brýn þörf sé á mikið vandaðari vinnu við samsetningu lagafrumvarpa. Yfir höfuð bera þau með sér að vera samin af fólki með takmarakaða yfirsýn og þekkingu á því málefni sem stýra á með lögunum. Eru lögin um stjórn fiskveiða engin undantekning þar frá.

Ég óska ykkur velfarnaðar í starfi ykkar, landi og þjóð til heilla.

Virðingarfyllst,

Guðbjörn Jónsson kt: 101041-3289

Kríuhólum 4, 111 Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðbjörn. Þetta er athygliverður pistill. Fyrir þann sem ekki þekkir nóg til í makríl/fiskveiðimálum á Íslandi, er of flókið að setja sig inn í hvað er raunverulega í gangi. Skiljanlega.

Eru það ekki háskólaðir lögfræðingar sem sjá um embættissamda hönnun og lagalegar útfærsluhliðar allra mála, sem eru til umfjöllunar og afgreiðslu á löggjafaþinginu?

Hafa valdamiklir lögfræðingar ekki allt kerfið í sinni kúgandi stjórnsýsluhendi samkvæmt venjunni, og fara þar að auki í verkfall til að heimta meiri ofurlaun fyrir að brjóta Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands?

Ekki veit ég hvað er viturlegt að gera slíkri lögfræðiheljargreip. Vonandi vita einhverjir aðrir hvað er viturlegt í þessari lögfræðihertökustöðu.

Lögfræðingar í ábyrgðarstöðum sem verja óréttlæti í samfélaginu, eru hvorki prófgráðu né launa sinna verka virði, í siðmenntuðu

Með lögum skal land byggja og ólögum eyða, og einungis á slíkum grunni byggist siðmenntað réttarfar og samfélag.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.5.2015 kl. 23:58

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...í siðmenntuðu samfélagi...?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2015 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband