HVER VAR EIGANDI WINTRIS Inc. ????

Flest þekkjum við, líklega að einhverju leyti, söguna um félagið Wintris Inc. eins og hún var sögð í kastljósþætti RÚV í apríl 2016. Spurning er hins vegar hvort sú saga hafi verið byggð á raunveruleika. Þeir sem sögðu söguna, virtust hafa takmarkaða þekkingu á sögusviðinu og af þeim sökum ekki hæfni til að lesa samhengi löngu liðinnar atburðarásar, út úr sundurlausum vinnuskjölum úr innbroti í tölvukerfi lögfræðistofu.

Flest þekkjum við, líklega að einhverju leyti, söguna um félagið Wintris Inc. eins og hún var sögð í kastljósþætti RÚV í apríl 2016. Spurning er hins vegar hvort sú saga hafi verið byggð á raunveruleika. Þeir sem sögðu söguna, virtust hafa takmarkaða þekkingu á sögusviðinu og af þeim sökum ekki hæfni til að lesa samhengi löngu liðinnar atburðarásar, út úr sundurlausum vinnuskjölum úr innbroti í tölvukerfi lögfræðistofu.

Aðal heimildir sögunnar voru sóttar í mjög óljós skjöl úr innbroti í tölvukerfi lögfræðiþjónustunnar Moosack Fonseca (MF) á Panama. Þegar skjölin eru lesin saman í tíma og atburðarás, má greinilega merkja að um er að ræða uppkast af hugsanlegri framvindu þess ef viðskiptavinur Landsbankans léti verða af því að fela Landsbankann í Luxemburg að annast fyrir sig vörslu og ávöxtun sjóðs sem væntanlega yrði stofnaður innan tíðar.

Það virðist eins og þessi skjöl veki upp hæfileika glæpasagnahöfundar, í sögumanni kastljóssins. Í gögnum sem rænt var af lögfræðistofunni fann hann skjöl með nafni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands. Þar fannst sögumanni hann vera kominn með uppáhalds mómentið sitt í hendurnar, þar sem ríkur og voldugur maður skýtur fjármunum undan eignskráningu og skatti í heimalandi sínu. Sagt var að sögumaðurinn hefði rannsakað þessi skjöl í marga mánuði og teldi sig með sitt stærsta plott í höndunum. Samkvæmt fregnum af undirbúningi virðist hann hafa ætlað að búa til úr þessu stórfrétt ársins, jafnvel þó hann hefði engin skjöl sem í raun staðfestu efnistök hans.

Sögumaðurinn var viss um að sjónvarpsáhorfendur myndu ekkert spá í það þó nánast engin skjöl væru sýnd þannig að hægt væri að lesa hvað á þeim stóð. Sumir mundu reyndar lenda í sjokki vegna þeirrar ógnar sem stefnt væri gegn forsætisráðherranum. Aðrir mundu fyllast fögnuði yfir því að verið væri að fella höfuðandstæðing þeirra í pólitík. Mann sem hafði verið í forystu fyrir því að ræna þá tveimur mikilvægum baráttumálum sínum á liðnu kjörtímabili. Þarna virtist komið tækifærið til að losna við hann. Engin ástæða væri til þess að velta sér upp úr því hvort ásakanirnar væru sannar og réttar. Aðalatriðið var að aðförin gerði það gagn sem henni hafði verið ætlað.

HINN RAUNVERULEGI SÖGUÞRÁÐUR.

Á sínum tíma vakti það enga sérstaka athygli í þjóðfélaginu þó fregnir kæmu af því að Anna Sigurlaug Pálsdóttir (AS)(ÖS), væri að fá fyrirfram greiddan arfshluta sinn úr erfðasjóði fjölskyldunnar. Var sá sjóður tilkomin vegna sölu á fyrirtæki sem faðir ÖS hafði rekið í mörg ár. Söluandvirðið varð að arfssjóði fjölskyldunnar og sátt hafði orðið um að AS fengi sinn hlut greiddan út sem fyrirfram greiddan arf.

Það mun hafa verið undir árslok 2007, sem hyllti undir sátt um fyrirfram greiðslu arfsins til ÖS. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, fer AS að líta í kringum sig varðandi vörsluaðila og ávöxtunarleiðir á þeim arfssjóði sem hún muni væntanlega fá greiddan fljótlega. Á þeim tíma bjó AS á Bretlandi og alveg óvíst hvort hún væri á leið að flytja til Íslands á næstu árum. AS hafði því samband við bankann sinn, sem reyndist vera Landsbankinn í Luxemburg og óskaði aðstoðar við að hanna og skipuleggja vörslu- og rekstrarumhverfi fyrir svona sjóð eins og arfgreiðslan væri.

Bankinn hennar mælti með stofnun félags í alþjóðlegu umhverfi, þar sem alltaf væri opinn aðgangur að fjármagninu. AS fól bankanum að vinna undirbúning að stofnun slíks félags. AS fer svo heim en starfsmaður bankans hefur samband við aðal tengilið sinn í svona málum, sem var lögfræðistofan Moosack Fonseca (MF), sem var með höfuðstöðvar á Panama en starfsstöðvar víða um heim. Starfsmaður Landsbankans kynnir áætlanir ÖS fyrir lögfræðistofunni, sem spyr fyrst að því hvort AS hafi ekki verið með lögfræðiráðgjafa með sér. Svarið við því varð nei, einungis hefði verið með henni eiginmaður hennar, sem ekkert hefði lagt til málanna.

Skömmu síðar leggur lögfræðistofan fram hugmynd sína, sem fólst í því að AS stofnaði félag, í gegnum MF á Tortóla, sem annast mundi vörslu og ávöxtun arfssjóðs hennar. Félagið sem MF mælti með að AS stofnaði, yrði í vörslu og umsjá MF, sem jafnframt skipaði stjórn félagsins en AS yrði sjálf prókúruhafi. Svo virðist sem MF hafi bent Landsbankanum á tiltekið félag, sem MF hefði nýlega stofnað, eða 9. október 2007. Taldi MF það félag henta einkar vel til þeirra verka sem spurst var fyrir um.

Það voru líklega liðnir nokkurir mánuðir af árinu 2008 þegar starfsmaður Landsbankans kynnir fyrir ÖS hugmyndir um félag á Tortóla sem heiti Wintris Inc, sem hafi aðsetur og lögheimili á Tortóla. Félagið hafi verið stofnað í október 2007 og það sé því tilbúið þegar hún fái arfinn greiddan.

Í upphafi, (í fyrsta viðtalinu við Landsbankann 2007) lýst ÖS ekki ílla á þá hugmynd sem starfsmaðurinn varpar fram. En á árinu 2008 eru vaxandi vandamál í fjármálaheiminum, svo líklega hafa áætlanir riðlast, meðal annars varðandi greiðslu arfsins. Og líklega hefur AS ekki látið bankann sinn vita af mögulega breyttum dagsetningum á greiðslu arfsins.

Af þeim skjölum sem sést hafa úr innbrotinu í tölukerfi MF, m. a. skjöl sem voru sýnd í umræddum kastljósþætti, er svo að sjá sem bankinn hafi látið MF sjá um að hanna og ganga frá þeim skjölum sem skrifa þyrfti undir til að ganga frá lögmætri skráningu áður en greiðslur gætu borist inn á fyrirhugaða reikninga Wintris félagsins á Tortóla. Bankinn virðist hafa mælt með við ÖS að hún yfirtaki félagið sem MF mælti með.

Af ferlinu virðist mega ráða að þegar starfsmaður Landsbankans taldi ljóst að AS mundi samþykkja hugmyndasmíði bankans og MF, varðandi yfirtöku á Wintris með útgáfu tveggja hlutabréfa upp á 1.000 hluti, eða 50% eignarhald hvort (=2.000 hlutir 100% eignarhald), sendi starfsmaður Landsbankans MF svohljóðandi tölvupóst:

„Getum VIÐ tekið frá Wintris Inc.“?

Orðið VIÐ í þessum skilaboðum virðist benda til óskilgreinds og í raun óleyfilegs samstarfs milli viðskiptabanka ÖS og þess lögfræðifyrirtækis sem Landsbankinn hafði valið til samstarfs við að skapa traust umhverfi um vörslu og rekstur arfssjóðsins.

Þegar horft er til þessa mögulega samstarfs Landsbankans og MF, kemur upp óþægileg tilfinning gagnvart ætluðu fyrirkomulagi á rekstri arfssjóðsins. Hvort fyrirkomulagið hafði eitthvað með það að gera að AS var ekki með lögfræðing við hlið sér í viðræðum við bankann, verður ósagt látið. Hins vegar er afar ámælisvert að bankinn hennar ÖS, skildi ekki aðvara hana um mögulega áhættu sem væri því fylgjandi að MF væri mikið stærri viðskiptaaðili bankans. Það gæti hugsanlega valdið árekstrum við hagsmunagæslu beggja aðila ÖS og MF, ef slík staða kæmi upp. Það kæruleysi sem starfsmaður Landsbankans virðist sýna þarna, ber vott um alvarlegan þekkingarskort starfsmanns bankans, eða óafsakanlegt kæruleysi gagnvart mögulegu tjóni ÖS sem viðskiptamanns. En hvað er hér verið að gefa í skyn.

Áhættan fyrir ÖS, sem fólst í skipulagi MF var nokkur. Í fyrsta lagi var AS ekki að fá 100% eignarhald á félaginu Wintris Inc á Tortóla með því að fá í hendur tvö hlutabréf upp á samtals 2.000 hluti. Hlutirnir í félaginu Wintris voru skráðir 50.000 í einum hlutabréfaflokki og ekkert grunnverðgildi skyldi sett á hlutina. Þannig hefðu 2.000 hlutir veitt ÖS aðeins 2/50, eða 4% eignarstöðu í félaginu, en ekki 100%. Við slíkar aðstæður var afar hættulegt fyrir aðila með þetta mikla hreina eign í lausafjármunum, sem lagðir væru inn á reikning slíks félags, að stjórn Wintris ætti að vera skipuð starfsmönnum lögfræðistofunnar til frambúðar, en AS einungis hafa prókúruumboð að reikningum félagsins. Þetta fyrirkomulaga fól í sér möguleika þess að ef MF vildi ná til sín arfssjóðnum, væri þeim innan handar að boða stjórnarfund í félaginu, þar sem prókúruumboð ÖS væri fellt úr gildi en starfsmaður MF skipaður sem nýr prókúruhafi. AS hefði ekki átt neina vörn gegn slíku.

Í öðru lagi hafði sú stjórn sem MF skipaði þegar félagið Wintris var stofnað í október 2007, skráð þá reglu að félagið Wintris skildi skiptast í 50.000 jafna hluti, í einum hlutabréfaflokki, og ekkert nafnverð skildi vera á hlutum. Þessi ráðstöfun þýddi að til þess að ná meirihlutavaldi í félaginu þyrfti að ná yfirráðum yfir meira en 25.000 hlutum í félaginu. Slíkt gæti orðið snúið því eigandi hlutanna, MF, réði sjálfur hvort hann seldi eða ekki. Meðan slíkt fyrirkomulag væri til staðar, yrði því ekki raskað að MF væri ótvíræður meirihlutaaðili í félaginu, og í krafti þess réði hann stjórnarkjöri og allri starfsemi félagsins. Hinn raunverulegi eigandi fjármagnsins í félaginu, AS, væri í raun áhrifalaus og réttlaus, ef MF væri ekki sammála ákvörðunum hennar.

ÁGREINIGUR AS OG MF Á ÁRINU 2009

Það sem að framan er lýst, var staðan á árinu 2009 þegar virðist koma upp ágreiningur milli ÖS og stjórnar Wintris. Ferli sem AS hefur sagt frá í skrifum sínum. Þar taldi AS sig vera 100% eiganda Wintris. Leysti hún úr stöðunni með því að víkja stjórnarmönnum MF frá en taka sjálf við stjórn félagsins.

Líkleg skýring á þessum ágreiningi gæti verið sú að um svipað leyti hafi arfgreiðslan verið lögð inn á reikning hjá Credit Zuisse bankanum í London, en þar hafi MF ekki haft nein viðskipti. AS hefur sagt í skrifum sínum að hún eigi 100% félag með nafninu Wintris, sem skráð sé á Íslandi. Svo virðist sem þar sé um að ræða annað félag en það sem MF stofnaði og skráð er á Tortóla.

Af því sem lesa má út úr skrifum ÖS, ásamt því sem komið hefur frá KPMG endurskoðun (sem annast skattaskil ÖS), virðist félagið sem skráð er á Íslandi og kemur fram sem rekstrarreikningur í skattframtali ÖS, ekki vera rekið sem sjálfstætt félag og skattaðili. Heldur sé þar um að ræða „einkafélag“, innan persónulegs skattframtals ÖS. Fyrst sú leið var farin að setja peningana á reikning einkafélags í virtri fjármálastofnun eins og Credit Zuisse er, og jafnframt semja við þá stofnun um vörslu og rekstur sjóðsins, bendir það til að AS hafi verið orðin tortryggin í garð MF og Landsbankans.

Þegar sú staða er skoðuð sem komin var upp á árinu 2009 þegar MF virðist verða ljóst að peningarnir væru ekki á leið til Tortóla, eða á annan reikning þar sem MF hefði einhver áhrif, hafa þeir líklega orðið áhyggjufullir. Hætta var á að AS mundi ekki fara að tilmælum viðskiptabanka síns og því ekki klára formlega að stofna félagið á Tortóla.

Það mundi þýða að Wintris félagið og MF næðu ekki því valdi yfir peningunum, sem eignar- og stjórnarvald þeirra á Wintris félaginu virðist hafa átt að færa þeim.

Svo er að sjá sem MF hafi gert samkomulag við starfsmann Landsbankans í Lúx., sem þar hafði leitað fyrirkomulags rekstursins fyrir hönd ÖS. Í því skipulagi virðist hafa átt að leggja peningana inn á reikning skráðan á félagið Wintris á Tortóla og MF hafa umsýslu og sjá um rekstur sjóðsins. Miðað við þá stöðu sem virðist hafa verið uppi snemma árs 2009, var mikilvægt fyrir MF að leika millileik sem ekki kallaði fram tafarlaust slit á samskiptum.

Það samkomulag sem MF virðist hafa gert við Landsbankann, fyrir hönd ÖS, var að MF mundi afhenda henni 2.000 hluti í félaginu Wintris. Sagt var að þessir 2.000 hlutir væri allt félagið 100%, sem augljóslega var ekki rétt. Vegna þess að starfsmaður Landsbankans hélt að AS og Sigmundur væru hjón, setti starfsmaðurinn fram ósk til MF, án samráðs við ÖS, að hlutirnir yrðu skráðir á nöfn beggja, 1.000 hlutir á hvort nafn.

Um þessa skiptingu hafði hann ekkert samráð við ÖS og því síður Sigmund Davíð, sem ekkert var inni í þessum viðskiptum. Lögfræðiþjónusta MF hafði þó látið útbúa form hinna nýju hlutabréfa, með nöfnum hinna væntanlegu eigenda, en ný útgáfa af stofnsamningi félagsins eða samþykktum (lögum) þess, sem bíða hefðu átt þess að AS og Sigmundur Davíð kæmu til að skrifa undir; þau skjöl hafa hvergi komið fram, líklega aldrei verið búin til.

Hvergi hefur bólað á neinum staðfestingum þess að Sigmundur Davíð hafi í raun vitað að starfsmaður Landsbankans hafi skráð hans nafn fyrir 1/50 hlut eða 2% eignaraðildar að félaginu Wintris Inc á Tortóla. Fram hefur komið hjá bæði ÖS og SDG, að þau hafi fyrst orðið áskynja um slíkt á árinu 2009, þegar átök virðast verða um eignarhald á félaginu Wintris á Tortóla. Hvorugt þeirra virðist þó hafa verið búin að skrifa undir stofnsamning eða samþykktir, svo sem lög kveða á um. Því hafi þau ekki verið orðin löglegir eigendur að Tortólafélaginu og ekki heldur orðin meðvituð um að 2.000 hlutirnir skiluðu þeim einungis 4% eignarhlut í félaginu.

PENINGARNIR FÓRU ALDREI TIL TORTÓLA

Öll áform virðast breytast þegar í ljós kom að peningarnir höfðu verið lagðir inn á reikning hjá Credit Zuisse bankann í London. AS sjálf eða einhver sem á þessum tíma var ráðhollari henni en starfsmaður Landsbankans í Lúx, hafði séð til þess að arfurinn yrði greiddur inn á reikning Credit Zuisse bankans í London. Einnig hefur komið fram að samið hafi verið við þann banka um varðveislu fjármagnsins, stjórnun fjárfestinga og rekstur sjóðsins. Einnig hefur komið fram að samið hafi verið við KPMG endurskoðun á Íslandi að annast fyrir AS bókhalds- og uppgjörsmál, þar með talið ársuppgjör og skattframtöl, þar sem arfssjóðurinn var innifalinn á rekstrarreikningi, eins og algengt er um einkafélög skattgreiðenda.

Þegar þarna var komið virðist einnig eins og einhver innan Landsbankans í Lúx. hafi áttað sig á að bankinn gæti verið þarna í vondum málum. Hugsanlega hafa orðið mannaskipti í þessari deild bankans við endurreisn hans eftir bankahrunið. Lítur því út fyrir að stefnt hafi verið að breytingum á samskiptum bankans við MF. Má merkja það af því t. d. að í upphafi vildi Landsbankinn fá félagið Wintris Inc tekið frá fyrir sig, vegna ÖS, en snemma árs 2009 virðist Landsbankinn vilja hætta afskiptum af frágangstilraunum varðandi þetta Wintrisfélag á Tortóla. En til að loka engum dyrum fyrir MF þá er þeirri meintu stjórn Wintris, sem AS taldi sig hafa, skrifað bréf í júlí 2009. Þar tilkynnir Landsbankinn að hann hafi falið MF alla umsýslu Wintris. Landsbankinn tekur þarna einhliða ákvörðun eins og hann eigi Wintris félagið 100% einn.

Af því sem gerist í framhaldinu má greina taktbreytingu hjá ÖS í samskiptum við MF, því eins og fram kom í kastljósþættinum fræga, svaraði AS sjálf ekki bréfinu frá Landsbankanum heldur fékk lögmann, Sigurð Atla Jónsson til að skrifa bréf til MF.

Bréfið skrifaði hann 10. júlí 2009, fyrir hönd stjórnar Wintris (ÖS) og óskaði upplýsinga frá MF um það hvernig þeir hygðust framkvæma fyrirhugaða umsýslu Wintris félagsins í framtíðinni. Ekki hafa neinar fregnir borist af því að MF hafi svarað því bréfi. Á það var ekki minnst í kastljósinu og ekki finnanlegt í Panamaskjölunum.

FÆR RAUNVERULEG ATBURÐARÁS ATHYGLI ??

Þegar illvilji ræður för, eiga sannleikur og raunveruleiki erfitt uppdráttar. Maður spyr sig hvort sjálfhverfa í samfélgi okkar sé orðin slík að um leið og einhver fer að tala illa um t. d. forystufólk í stjórnmálum, virðist fólk hætta að hlusta á hverskonar andmæli. Eftir það er eins og allir missi hæfileikann til að lesa eða skilja, annað en það sem kemur frá þeim sem færði fram svona krassandi fréttir.

Á síðasta vori gekk þjóðin hreinlega af göflunum vegna þess að afar umdeildur fjölmiðlamaður, hélt því fram í sjónvarpi að forsætisráðherra Íslands ætti aflandsfélag í skattaskjóli þar sem hann geymdi mikla fjármuni sem hann hefði skotið undan eignskráningu og skattgreiðslu á Íslandi. Ekkert skjal var sýnt með undirritun Sigmundar Davíðs vegna kaupa eða stofnunar slíks félags. Samt hélt sjónvarpsmaðurinn því fram að ráðherrann ætti tiltekið félag, sem samkvæmt gögnum sem sjónvarpsmaðurinn sýndi, var eign lögfræðistofu á Panama, sem hafði stofnað félagið 9. október 2007.

Engin gögn voru reidd fram um að lögfræðistofan hefði selt hið umrædda félag. Sjónvarpsmaðurinn sagðist hins vegar hafa undir höndum hlutabréf upp á 1.000 hluti í félaginu, sem sagt var að væri 50% eign á móti núverandi konu sinni sem ætti hinn helminginn, samtals 2.000 hluti.

Fjölmiðlamaðurinn sem í marga mánuði rannsakaði skjölin, sem sögð voru sanna eign Sigmundar Davíðs á helmings hlut í aflandsfélagi, hafði greinilega ekki lesið eina skjalið sem var með nafni Sigmundar Davíðs á. Það var formið að hlutabréfinu fyrir 1.000 hlutunum. Á því formi stóð greinilega ritað að leyfilegt hámark útgefinna hluta í félaginu væri 50.000, allt í einum bréfaflokki og hlutirnir bæru ekkert grunnverðgildi.

Það stóð því greinilega letrað á skjalið sem sjónvarpsmaðurinn sagði sanna 50% eignarhlut Sigmundar Davíðs í nefndu félagi, að hlutabréfið hljóðaði einnungis upp á 2% hluta í félaginu en ekki 50%. Þessu til viðbótar stóð á skjalinu að hlutirnir tækju ekki gildi sem eign kaupanda fyrr en kaupandi hefði undirritað stofnskrá og samþykktir (lög) félagsins, og það skráð hjá skráningaraðila.

Þar sem Sigmundur Davíð vissi ekkert um, fyrr en á árinu 2009, að nafn hans hefði verið tengt hinu umrædda félagi, var náttúrlega augljóst að hann hafði ekki undirritað áðurnefnd skjöl svo hlutabréfið gæti orðið löglegt og gilt.

En hver skildi raunveruleikinn vera, eftir því sem hægt er að komast næst honum.

Ríkisútvarpið sjónvarp, er 100% á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðherra þjóðarinnar, sem fer með allt hlutafé í RÚV ohf. Hann var ekki ábyrgur fyrir því að sýndur var kastljósþáttur þar sem forsætisráðherra ríkisstjórnar hans, var með rakalausum ósannindum rændur æru og trúverðugleika. Menntamálaráðherrann er hins vegar ábyrgur fyrir þeirri þöggun sem ríkt hefur í þessu stærsta lögbroti Ríkisútvarpsins frá stofnun þess. Engin rannsókn hefur verið sett af stað til rannsóknar á því hvort fullyrðingar eins manns í ríkisfjölmiðli, sem ekki eru studdar neinum sönnunargögnum, víki til hliðar þeirri réttarvernd sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmálar Evrópu og Sameinuðu þjóðanna eiga að veita? Er raunveruleiki þjóðfélags okkar sá, að orð þessa eina manns, víki til hiðar allri réttarvernd fólks í þessu landi? Óskað var viðtals við ráðherra menntamála um þessa framvindu. Ráðuneyti menntamála svaraði erindinu með eftirfarandi hætti:

„Það tilkynnist yður hér með að ráðuneytið hefur ekki tök á að koma til móts við málaleitan yðar.“

Þarna er það skráð á skýrri íslensku að ráðuneyti menntamála hefur ekki tök á andsvari gegn því að EINN maður ræðst, í ríkisfjölmiðli, að æru æðsta embættismanns ríkisins, án þess að færa fram eina einustu sönnun fyrir máli sínu. EN, ráðuneyti menntamála treystir sér ekki til að ræða málið opinberlega. Er raunveruleikinn virkilega sá að „héraháttur sé búinn að ná svona algjörri yfirhönd í æðstu stjórnunarstofnunum lýðveldis okkar?

ER ÞETTA RAUNVERULEIKINN?

Á sama tíma og fólk talar um að mikilvægast sé að fá nýja stjórnarskrá, virðist afar lítill áhugi á að fara eftir meginreglum núverandi stjórnarskrár. Meira að segja á hinu háa Alþingi okkar.

Eru líkur á að siðferði breytist með nýrri stjórnarskrá?

Ég hafði haldið að mannréttindum væri nokkuð vel komið fyrir í núverandi stjórnarskrá, en sú virðist ekki raunin. Þegar réttarkerfið okkar getur ekki einu sinni varið æðsta embættismann ríkisins fyrir rugli eins fjölmiðlamanns, rugli sem ekki er byggt á neinum haldbærum heimildum, þá verður vart komist neðar í virðingu mannréttinda.

Embætti Ríkissaksóknara var send greinargerð um hina fordæmalausu árás ríkisfjölmiðils á starfandi forsætisráðherra, æðsta embættismann ríkisins. Í þeirri greinargerð voru talin upp nálægt 20 atriði þar sem brotin var stjórnarskrá, almenn lög, lög ríkisútvarpsins, starfsreglur og siðareglur starfsmanna. Ríkissaksóknari sá enga ástæðu til að taka málið til skoðunar.

Svo er að sjá, sem nýr staðall hafi verið settur á fyrir heiðarleikaviðmið fjölmiðlafólks, sem ég vona að sem fæstir notfæri sér. Þessi nýi staðall felst í því að fjölmiðlafólk þurfi ekki að óttast opinber ámæli eða málssókn þó það ráðist að æðstu embættismönnum þjóðarinnar með upplognum ærumeiðingum, sem ræni þá sem ráðist er að trúverðuleika sínum á heimsvísu. Fjölmiðlafólk stærri fjölmiðla er oftast með tengingar við fjölda miðla víða um heim, sem dreifa efni þeirra sem mest.

Ég velti fyrir mér, í fyllstu alvöru, hvort þessi þjóð hafi eitthvað að gera með nýja stjórnarskrá, meðan lítill er vilji embættismanna til að virða mannréttindi núverandi stjórnarskrár. Hvergi hefur t. d. komið fram opinber gagnrýni á að RÚV ráðist með ófyrirleitnum hætti á æðsta stjórnanda ríkisins, sem er 100% eigandi Ríkisútvarpsins.

Það hlýtur að merkja að FLESTIR samþykki þau vinnubrögð sem þar voru viðhöfð, sem eðlilegar samskiptareglur.

 

Ps: Meðfylgjandi er ljósrit af formi 1.000 hluta hlutabréfs með nafni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hvergi hafa fundist staðfestingar á, að þó lögfræðistofan gengi frá formi hlutabréfsins, að gengið hafi verið frá kaupum Sigmundar Davíðs á þessum 1.000 hlutum, eða 2% í félaginu Wintris Inc.

-------------------------------------

Það skal tekið fram að hvorki Sigmundur Davíð eða Anna Sigurlaug hafa óskað eftir þessari vinnu minni við að rekja þessa atburðarás. Um það bil hálfu ári áður en kastljósþátturinn var sýndur, fékk ég að vita að á árinu 2016 þyrfti ég að sinna máli sem væri afar erfitt og fáir mundu, í fyrstu vilja hlusta á það sem hefði fram að færa. Ég mætti samt ekki gefast upp því óheiðarleikinn yrði vart dýpri. OG ef þjóðin léti bjóða sér þetta, gæti enginn mannlegur máttur fært henni veginn til kærkeikans og sannleikans. Þegar kastljósþátturinn var sýndur, var mér sagt að þetta væri verkefnið. Á þeim tíma sem liðinn er, hef ég verið leiddur áfram, frá áfanga til áfanga og frá skjali til skjals.

Mínu hlutverki er lokið með þessari samantekt. Nú ræðst framhaldið af hvort þjóðin haldi áfram veginn til glötunar kærleiksviðhorfa og trúar á heiðarleika og sannleikann. Hver framvindan verður á þeim vettvangi vitum við ekki í dag. Það afl sem veit það, er allt umliggjandi okkur og tilbúið til hjálpar, ef þjóðin vill.

Með von til vegsemdar heiðarleika og kærleika

Mánudaginn 8. ágúst 2016

Guðbjörn Jónsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Guðlaun.

Guðjón E. Hreinberg, 12.8.2016 kl. 21:49

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Takk fyrir þessa samantekt Guðbjörn.

Guðmundur Jónsson, 13.8.2016 kl. 14:04

3 identicon

Hafðu bestu þakkir fyrir góða og vandaða úttekt á þessu máli.

Haukur Árnason (IP-tala skráð) 13.8.2016 kl. 14:53

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vonandi fæst þessi grein birt í öllum fjölmiðlum landsins.  Minna má það ekki vera.
Reyndar hefur sá ábyrgi ráðherra menntamála og æðsti yfirmaður RÚV nú tilkynnt brotthvarf sitt úr pólitík.

Kolbrún Hilmars, 14.8.2016 kl. 13:04

5 identicon

Það verður reynt að þaga þetta í hel, því miður.

Haukur Árnason (IP-tala skráð) 15.8.2016 kl. 20:54

6 identicon

Þetta er áhugaverð lesnin, ekki hægt að segja annað.  Á meðan maður meltir þetta, gætirðu nokkuð greint frá hver fól þér, í raun hálfu ári áður en Kastljós þáttur var sýndur, "að sinna máli sem væri afar erfitt og fáir mundu, í fyrstu vilja hlusta á það sem hefði fram að færa. Ég mætti samt ekki gefast upp því óheiðarleikinn yrði vart dýpri"?

Ingimundur (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 23:43

7 identicon

Hafu miklar þakkir fyrir þessar upplýsingar Guðbjörn, þessu þarf að miðla víðar og nú er rétti tíminn til þess.

Það er ömurlegt að vita til þess að reiðir fjölmiðlamenn sem eru að hefna sín á heiminum svífist einskírs í

málflutningi sínum gegn þeim sem ekki eru í aðstöðu til að verja sig. Áfram SDG. XB

Bjarni Pétursson (IP-tala skráð) 17.8.2016 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 164725

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband