Bréf til Útlendingastofnunar

Útlendingastofnun.

Skógarhlíð,   101 Reykjavík

Komið þið sæl!

Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að hingað streymi mikill fjöldi útlendinga til að óska eftir hæli hér.  Fregnir berast einnig af því að mikill fjöldi þessa fólks sé á vegum Útlendingastofnunar vistaður á Hótelum og öðru leiguhúsnæði sem þið hafið tekið á leigu. Í þessu sambandi leita ég upplýsinga um það hvernig þessi mikli viðbótarkostnaður sé fjármagnaður, því Innanríkisráðuneytið kannast ekki við auknar fjárheimildir til stofnunar ykkar og í skráðum gögnum Alþingis hefur mér ekki heldur tekist að finna heimildir fyrir þeim gífurlegu útgjöldum sem þarna virðast á ferðinni.
 
Ég vek athygli á 41. gr. stjórnarskrár okkar nr. 33/1944 en þar segir eftirfarandi:
 
„41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.“
 
Eins og sjá má af 41. gr. stjórnarskrár, verður ekki séð að stofnun ykkar hafi löglegar fjárheimildir til leigu mikils fjölda hótelherbergja fyrir óviðkomandi fólk, sem hingar kemur á ábyrgð þess flugfélags sem það flytur hingað.  Vitað er að ríkissjóður segist ekki hafa fjármagn til að leiðrétta að fullu þær lífeyrisskeringar sem af eldri borgurum voru teknar í kjölfar hrunsins 2008. Þessum aldurshópi hlýtur því að vera verulega brugðið þegar ríkisstofnun eins og ykkar opinberar að heimildarlaust sé ausið stórum fjárhæðum úr ríkissjóði, sem eðlilega mun fyrirbyggja að þessi aldurshópur fái eðlilega leiðréttingu og visitölubundna lífeyrishækkun, vegna ábyrgðarlausrar framgöngu ykkar, meðal annars.
 
Eðlilegt er, þegar ekki eru aðstæður fyrir hendi til móttöku fleira fólks frá útlöndum, að eðlilegar og löglegar hömlur séu settar á að flugfélög flytji hingað fólk sem ekki getur séð sér farborða hér með eigin fjármögnun. Það er eðlilegur neyðarréttur sem öll samfélaög hafa.
 
Ég vænti skjótra svara við fjárheimildum ykkar, til þeirrar miklu aukningar útgjalda stofnunar ykkar, sem fréttir berast af. Til dæmis afrit óskast af heimildum Alþingis til leigu þess mikla fjölda hótelherbergja, sem þið hafið sjálf sagt frá í fréttum.
 
Virðingarfyllst
Guðbjörn Jónsson, kt: 101041-3289,
Kríuhólum 4,  111 Reykjavík

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábært er þetta bréf þitt, Guðbjörn, að benda á það stjórnarskrárbrot, sem hér virðist um að ræða, og er þá langt gengið á okkar kostnað í þjónkun við pólitískan "rétttrúnað"!

Jón Valur Jensson, 10.11.2016 kl. 16:01

2 identicon

Það hefur verið brotið á stjórnarskrá í þessum málum. Ef þið kunnið að lesa fjárlög fyrir árið 2016 þá hefur verið samþykkt að veita auka fjármagn í þennan málaflokk.

Örvar (IP-tala skráð) 10.11.2016 kl. 17:44

3 identicon

Mjög djúphugsað, eða hitt þó heldur. Svo ef það verða t.d. náttúruhamfarir á ekki að bregðast við þeim nema reiknað sé með þeim á fjárlögum?

Nonni (IP-tala skráð) 10.11.2016 kl. 17:52

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það stoppar ekki náttúruhamfarir að hugsa um mvort efni og ástæður Islendinga styandi með sinni þjóð en hjálpi eftir getu.

 Það er hinsvegar umhugsunarefni að hingað er að koma fólk frá Evrópu - þar sem ekkert neyðarástand er- og mestur hluti ungir karlar- sem eru ekki í atvinnuleit.

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.11.2016 kl. 18:20

5 Smámynd: Haukur Árnason

Gott framtak hjá þér Guðbjörn.

Haukur Árnason, 10.11.2016 kl. 19:50

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vegna roluskapar þá nenntu kjörin stjórnvöld með góðan meirihluta ekki að klára kjörtímabilið og ætu því að greiða sekkt fyrir samnings brot.  Vegna þessa háttarlags, þá er landið nú stjórn laust.  Það eru því ekki mikil líkindi til þessa að réttmætum spurningum þínum Guðbjörn verði nokkurn tímann svarað með vitrænum hætti. 

En svona dónaskap leifa stjórnvöld á vesturlöndum sér að sína umbjóðendum sínum, svo það þarf eingin að vera hissa þó öfga flokkar myndist.  Hér fengum við 12. Eða 13. Flokka og alla með tölu ónýta, svo það er ekki vöntun á flokkum, það vantar bara að losna við heimskingjana af Alþingi.  

Hrólfur Þ Hraundal, 10.11.2016 kl. 20:55

7 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Félagaskelfirinn farinn að láta á sér kræla. Er Íslenska Þjóðfylkingin að klofna enn meira?

Halldór Þormar Halldórsson, 11.11.2016 kl. 00:00

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Með lögum skal land byggja" 

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2016 kl. 04:00

9 Smámynd: Óskar

Á að láta fólkið sofa úti á götu eða kanski bara henda því í sjóinn ?  hálfvitar.

Óskar, 11.11.2016 kl. 12:29

10 identicon

Komið þið sæl: Guðbjörn og aðrir gestir, þínir !

Guðbjörn !

Þakka þér fyrir: þessa ágætu samantekt, um enn eina mynd, hinnar íslenzku firringar og veruleikaflótta, í samtímanum.

Nafna mín Kristjánsdóttir (kl. 04:00) !

Lögum hverra ?

Vitleysinganna: sem fara með völdin hér núna / og hafa farið, undanfarna áratugi, eða, ....... lög sem almenningur setur sér sjálfum, án tillits til sérhagsmuna og græðgi valdaklíkunnar: jafnvel ?

Nafni minn (Haraldsson, kl. 12:29) !

Senda Múhameðska Araba- og Sómala, sem annarra óþjóða hyskið aftur, til síns heima, nema hvað ?

Þú talar: um hálfvita nafni.

Hvað - með þig sjálfan, dreng kjáni ?

Ertu þú þá ekki 1/8'' viti / fremur en 1/4'', miðað við þín viðhorf ?

Þú hefðir verið: dugmikill fylgjandi Nazista Þýzkalands, hefðir þú verið uppi á hátindi þess (1933 - 1945):: sé miðað við dekur þitt og smjaður, fyrir Múhameðska sóðaskapnum í dag, nafni minn !!!  

Með beztu kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.11.2016 kl. 13:20

11 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Nonni. á skattaframmtali þínu er liður sem kallaður er hamfarasjóður, svo að fjárlög eiga ekki við í þetta sinn hjá þér!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 11.11.2016 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 164725

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband