Hjálpa í neyð en hámarka árangurinn

Mig langar til að trúa því að dómgrdeind okkar Íslendinga sé ekki jafn illa á vegi stödd og flest skrif um hugsanlega komu 10 kvenna og 20 barna þeirra benda til. Flestir, þar á meðal háskólamenntaður "þjóðfélagsrýnir", byggja málflutning sinn á persónulegu skítakasti en leggja hvergi fram vitræna röksemdafærslu. Samt virðast þeir telja sig vera í lýðræðslegri umræðu? Menn keppast við að vitna til góðs árangurs af fyrri móttökum fjölskyldna innflytjenda, en sést greinilega yfir að í þeim tilvikum sem vitnað hefur verið til, er ævinlega um tvær fyrirvinnur fjölskyldu (hjón) að ræða, ekki einstakling með börn á framfæri. 

Flestir sem þekkja til þjóðfélagshátta hér á landi, vita að einstæðar mæður lifa engu sældarlífi hér á landi. Slík er staðan þó þær þekki nokkuð vel hvaða rétt þær hafa og hvaða stuðning þær geta fengið. Flestar eiga líka ættingja og vini sem geta veitt stuðning. Þrátt fyrir allt þetta er lífsafkoma þeirra erfið og mörg börn þeirra afskipt í félagslegu umhverfi samtímans.

Það fylgir því ábyrgð að flytja fólk frá einu menningar- og trúarumhverfi, til lands, umhverfis og menningar sem það þekkir ekkert til. Vitað er að ríkisstjórnin setur ákveðið fjármagn í þetta "verkefni" (flóttamannahjálp), en að þeim tíma liðnum taki sveitarfélagið við "verkefninu". Enginn hefur enn haft kjark til að tjá sig um lífsskilyrði þessara kvenna og barna, eftir að fyrstu móttökufyrirgreiðslu líkur. Hugsa menn kannski ekki svo langt fram í tímann?

Eigum við að hjálpa fólki í neyð? - Já að sjálfsögðu eigum við að gera það og ævinlega leitast við að hámarka árangur hjálparinnar og gagnsemi þess fjármagns sem við getum lagt í slíkt hjálparstarf.

Er besta hjálpin fólgin í að flytja fólkið hingað til lands? - Þegar veita á hjálp til fjarlægra staða, felst yfirleitt besta hjálpin í að bæta aðstæður fólksins á því svæði sem það þekkir. Þar nýtast peningar yfirleitt mikið betur en hér á landi, bæði til fjárfestinga í skólum og vistarverum, sem og vegna framfærslu fólksins.   Þannig er t. d. hægt að veita barni skólavist, aðgang að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, fyrir u. þ. b. 3.000 - 3.500 ísl.kr. á mánuði.

Á því svæði sem við tölum um að "veita hjálp", er vafalaust mikill fjöldi munaðarlausra barna. Talað er um að fyrirhugað "verkefni" okkar, við að flytja 10 konur og 20 börn hingað og greiða megnið af þeim kostnaði í tvö ár, muni kosta  u. þ. b.  300 milljónir króna, fyrir utan einhvern ótilgreindan kostnað sveitarfélagsins. Fyrir þá fjárhæð er líklegt að við gætum byggt upp, á tiltölulega friðsælum stað á þeirra heimasvæði, skóla, og heimavistir fyrir c. a. 200 börn, auk vistarvera fyrir starfsmenn.

Til að sinna þessum fjölda barna þyrfti að ráða c. a. 20 konur til starfa; sem gætu t. d. verið úr hópi ekkna úr flóttamannabúðum. Kostnaður af framfærslu slíks samfélags mætti ætla að væri c. a. 12 milljónir á ári, sem líklega væri u. þ. b.  helmingur (eða minna) þeirrar fjárhæðar sem reglubundin félagsleg fyrirgreiðsla þeirra 10 kvenna og 20 barna yrði, vegna búsetu hér á landi.

Metnaður getur verið góður, en þegar dómgreind og raunveruleikaskyn er skilið eftir, getur metnaðurinn jafnvel búið til erfiðleika; einungis svolítið öðruvísi erfiðleika en fólk er vant; erfiðleika sem það kann ekki að takast á við. Reynslan hefur sýnt að hjálp á heimasvæði skilar varanlegri lífsgæðum til umtalsvert fleiri einstaklinga, fyrir minni fjármuni en með því að flytja fáeina einstaklinga milli menningarheima.

Slík hugsun á ekkert skilt við rasisma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Megi bjartsýni lifa því fátt er líklegra til að bæta líðan fólks.

Um dómgreind íslensku þjóðarinnar hef ég ekki dómsvald en leyfi mér að álykta sem svo að þar sé ástæða til stórra efasemda.

Þar vitna ég þá ekki síst um allt ruglið um málefni flóttafólks og annara innflytjenda til okkar fámenna samfélags. 

En mér finnst ástæða til að þakka þér fyrir þennan pistil enda sá ég þar það sem ég átti von á frá þér. Ég sá málefnalega og mannlega umfjöllun um þetta viðkvæma mál sem ég veit að flest okkar eru í hjörtum okkar sammála um að komi okkur við og sé skylt að gefa gaum að.

Hafðu þökk fyrir!

Árni Gunnarsson, 25.5.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir frábæran pistil að venju Guðbjörn! las þennan Háskalega rýnir pistil og sem betur fer er ég búin að lesa svo mikið af þínum pistlum að ég hélt aftur af mér og kommenteraði ekki minnir mig. Enn annaðhvort sækir heilaskemmt fólk í Háskóla eða þessi "menntun" gerir þá stórskemmda! það var ekki heil brú í þessum pistli og þakka ég mínum sæla að vera búin að skoða bloggin þín! Annars hefði ég kannski látið þetta rugla mig í þessum málum. Manni var bara kennt að menntað fólk væru sérfræðingar í öllu sem þeir segðu! Er heldur betur búin að læknast af því rugli. Nóg á ég af vandamálum til að trúa ekki svona rugli. Mín skoðun er að eina hjálpin sem er vit í er að hleypa inn fólki sem vill koma hingað og læra eitthvað sem það síðan getur notað heima hjá sér! Þó það væri ekki annað enn að kenna því að rækta kartöflur eða eitthvað. veita fisk og rækta mat. þetta fólk kemur að vísu frá löndum þar sem stríð er í gangi, enn af hverju ekki að takmarka dvölina við þann tíma að þegar því er óhætt að fara heim aftur, þá á það að fara heim með kunnáttu í að bjarga sér sjálft! kannski er ég bara með tóma vitleysu enn svona hugsa ég þetta alla vega...ég er síður enn svo á móti útlendingum enn ég tek undir orð Árna hérna líka. Þetta land er ekki til þess fallið að steypa sér í sömu gryfju og nágrannaríki okkar sitja núna uppi með.

Óskar Arnórsson, 26.5.2008 kl. 03:21

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef maður reynir að tala um þessi mál, frá öðru sjónarhorni en hvað þetta fólk eigi bágt og það verði að hjálpa því, fær maður á sig rasistastimpil.  Margir "mikilsmetandi" aðilar í landinu elta þessi "flóttamannagæði" eins og blindir kettlingar og hlaupa um eins og hauslausar hænur í kringum málefni sem þeir vita ekkert um og ef minnst er á reynslu annarra þjóða, eins og t.d hinna Norðurlandaþjóðanna, segja þeir að engin slík vandamál hafi komið upp hér á landi.  En eru vandamálin ekki að koma í ljós núna?  Ef ég man rétt þá voru einhver vandamál í skólunum á Bolungarvík og Suðureyri, varðandi Pólska nemendur,  ef ég man rétt þá voru þessi vandamál ekki Pólverjunum sjálfum að kenna heldur var skólakerfið ekki í stakk búið til þess að sinna skildum sínum.  Það þarf góðan undirbúning.

Jóhann Elíasson, 28.5.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband