Einkennileg fyrirsögn á frétt.

Af fréttinni má skilja að fyrst innlendir og erlendir fjárfestar séu áhættufælnir, eins og það er orðað, lækki gengi krónunnar og sé í "frjálsu falli" eins smekklega og það er orðað gagnvart 3% breytingu á gengi.

Einhver öfugmæli eru í þessari frétt.  Áhættufælni GETUR EKKI verið ástæða fyrir lækkandi gengi krónunnar. ÖLL áhættufælni á að virka til styrkingar krónunnar, því eftir því sem áhætta í viðskiptum með peninga minnkar, minnka möguleikar þess að fjárhæðir tapist út úr hringrás viðskiptanna.

Gengið gæti hins vegar verið að falla vegna áhættu sem BÚIÐ VÆRI AÐ TAKA. Sem þýðir að einhverjir bankar hafi farið offari í áhættu og standi frammi fyrir vanskilum og gjaldfalli lána. Það gæti lýst sér í því að bankarnir hefðu tekið meira af erlendum skammtímalánum en þeir geti endurgreitt, og fái nú ekki nógu mikið af íslenskum krónum, eða erlendumm gjaldeyri, til að greiða þessi skammtímalán sín.

Áreynsla á gengi krónunnar, til lækkunar, skapast einvörðungu út frá því að VIÐ (þjóðin), viljum nota meira af gjaldeyri en við sköpum með gjaldeyristekjum okkar. Einnig getur of mikil lántaka erlendis, með afborgunum sem eru hærri en gjaldeyristekjur okkar leyfa haft sömu áhrif.

Dæmigert munstur sem flestir þekkja úr eigin fjármálum, þegar afborganir af lánum verða hærri en tekjuafgangur að frádreginni framfærslu, ræður við að greiða. Þá gæti þér verið boðið lán með afföllum, sem jafngildir gengisfalli krónunnar.

Við þessar aðstæður skapast eftirspurn eftir þeim gjaldeyri sem þarf að nota. Við slíkar aðstæður segja þeir sem eiga þennan gjaldeyri, - Ja, nú eru forsendur breyttar. Nú er ekki lengur um að ræða skipti á 1 á móti 58.  Nú er verðið 1 á móti 82. - Og ef við viljum ekki þetta verð, verða engin viðskipt.

Ef okkur vantar gjaldeyrinn til að greiða afborgun af þegar teknu láni, eigum við í raun ekkert val um að taka á okkur þessa lækkun á verðgildi krónunnar.

Ef við hins vegar værum að afla gjaldeyris til kaupa á einhverjum vörum sem ekki væri búið að loka samningum um, gætum við afþakkað viðskiptin og leitað annarra leiða, sem ekki mundu fella gengi krónunnar.

Fréttin ber öll með sér að það er ekki verið að segja satt; og þá er ég ekki að meina að blaðamaðurinn sé að skrökva. Hann geldur þess einungis að hafa hugasnlega ekki næga  þekkingu og visku til að sjá sannleikann í þeim aðstæðum sem bornar eru á borð fyrir hann.

Það er erfitt að þekkja sannleikann þegar flestir ljúga.         


mbl.is Áhættufælni ríkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband