Lágmarka leiðréttinguna við "mestu" deiluefnin sýnir vanvirðingu gagnvart þjóðinni

Það sýnir okkur innsta vilja forystumanna stjórnarflokkanna til að virða jafnræði þegna landsins, að þeir skuli leitast svo ríkulega við að lágmarka svo sem kostur er, þá leiðréttingu sem framkvæma á eftir 5 ára þvermóðsku, fjármuna- og réttindarán á kostnað almennings.

Það undrar mig mjög, að formaður Samfylkingarinnar skuli með svona afgerandi hætti, gera sig að ótrúverðugum ósannindamanni. Hver tilgangur þessarar sjálfseyðingar sé, er ekki ljós, því skoðanakananir benda sterklega til þess að hún muni sitja í næstu ríkissjórn, nema hún reikni ekki með því að ná endurkjöri til öruggs sætis á framboðslista; enda vinnur hún ötullega að því að fá slíka útreið.

Í fréttinni segir Geir að íslenska ríkið hafi gert samkomulag við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þetta er ekki rétt. Ef ríkið væri búið að gera slíkan samning, væri hann bókaður staðfestur af Alþingi, en á vef Alþingis finnst enginn slíkur samningur staðfestur frá byrjun s. l. októbermánaðar. Líklega á Geir við að ríkisstjórnin hafi gert uppkast að samningi, sem en eigi eftir að bera undir Alþingi til staðfestingar. Það er slæmt að forsætisráðherra skuli eiga svona erfitt með að virða leikreglur lýðræðis í vinnu sinni fyrir  þjóðina.

Ég held að þjóðin sé ekki tilbúin til að fara í kosningar alveg strax. Þjóðin á eftir að endurskipuleggja sig, samfélagsleg viðhorf sín og þá hugmyndafræði sem byggja ætti framtíðarhugsjónir á. Slíkt er ekki tiltækt enn. Því væri líklegast að sömu hugsjónirnar og verið hafa, myndu verða niðurstaðan ef kosið væri núna fljótlega. Ég teldi betra að bíða vorsins og láta sjá til hvort sá viljasproti sem myndast hefur til hugarfarsbreytinga og stjórnmálalegrar ábyrgðar verði að veruleika. Einnig er mikilvægt að komið verði á fót ásættanlegu þekkingar- og hæfileikamati, sem þeir gangist undir, sem sækjast eftir þeirri stjórnunarlegu forystu sem þingmennska er.                


mbl.is Mestu deiluefnin felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þegar liðið er komið á jötuna, þá sleppir það henni ekki svo glatt. Hætti ekki Guðni tímalega til að tryggja sig inn í gamla kerfið áður en nýju lögin koma :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 164789

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband