Samkv. ísl. lögum er óheimilt að veðsetja aflaheimildir.

Ég get vel skilið að bönkunum finnist ástæða til að hafa áhyggjur af, ef þeir hafa lánað út peninga með veði í aflaheimildum, því slíkt er með öllu bannað samkv. lögum, eins og nýlega var rakið vandlega í pistli hér á blogginu mínu.

Mér er ekki ljóst með hvaða heimildum nýju bankarnir ætla að yfirtaka þær skuldir sem þannig er til stofnað. Í fyrsta lagi eru þeir ríkisbankar og geta þar af leiðandi ekki tekið við lánum sem bera tryggingar sem eru bannaðar samkvæmt ísl. lögum.  Í öðru lagi eru þessar skulir þegar tapaðar og eiginfjárstaða bankanna einungis fjármögnuð af ríkissjóði; sem þýðir að yfirtaka nýju bankanna á þessum skuldum sjávarútvegsins, er beinlínis ávísun á að þær verði greiddar úr ríkissjóði og þar með af skattgreiðslum almennings í landinu.

Til slíkra vinnubragða hafa stjórnendur nýju bankanna engar laga- eða siðferðisheimildir. Til að ríkisbankar mættu yfirtaka svona gjörsamlega tapaðar skuldir, þyrfti sérstaka lagaheimild frá Alþingi, sem ég læt mér ekki detta í hug að stjórnarflokkarnir myndu samþykkja við núverandi aðstæður.

Menn verða að gæta þess að gömlu bankarnir voru hlutafélög, sem ríkissjóður átti EKKERT í og hefur því engar skyldur til að BJARGA neinum ólögmætum útlánum þeirrar, né þeim hlutafélögum sem með sviksamlegum hætti véluðu út úr þessum bönkum lánsfé gegn veði í lögmætum eignum þjóðarinnar.

Það er til nægur mannafli og skipakostur til að veiða leyfðan heildarafla, þó nokkrir hrokafullir sægreifar fari á hausinn, með fullt fangið að ónýtum skuldapappírum sem þeir sviku út fé með, í því spillingarumhverfi sem þreifst hér undanfarin áratug, eða meira.           


mbl.is Sjávarútvegsfyrirtæki berjast fyrir lífi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það má vel vera hárrétt, og víst hef ég heyrt um það. Samt hefur það verið gert og þá er spurningin. Er einhver refsing við slíkum gjörningi eða getur ríkið tekið veiðheimildirnar aftur ef það er gert?

Er þá eitthvað sem bannar ríkinu í gegnum banka sína að hjálpa útgerðinni þannig að þeim sé boðið að selja ríkinu þessar veiðiheimildir á eðlilegtu matsverði? Með í slíku tilboði væri þá einnig tilboð um leigu á veiðiheimildum í ákveðinn tíma á eðlilegu matsverði?

Kristbjörn Árnason, 13.1.2009 kl. 16:30

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Kristbjörn og takk fyrir innlitið og athyglisvert innlegg.

Hið rétta í þessu er að aflaheimildir hafa aldrei verið veðsettar beint, enda aldrei metnar til fjár af eiganda sínum. Framkvæmdin er þannig að aflaheimildir eru einungis gefnar út fyirr eitt ár í senn og alltaf án einingaverðs eða heildarverðs. Þegar útgerðarmenn fóru að véla penigna út úr lánastofnunum, umfram lánshæfismat fasteigna þeirra, komu þeir því til leiðar að sjávarútvegsráðherra gaf út reglu sem kallað var "varanleg aflahlutdeild". Þessi regla hefur hins vegar aldrei verið staðfest af Alþingi og hefur því EKKERT stjórnunarlegt gildi.

Vegna þessara vafaþátta hefur hin umtalaða veðsetning kvóta farið fram með þeim hætti að lánastofnanir hafa, með aðstoð útvegsmanna, sett á ákveðið verð aflaheimilda. Samkvæmt þessari veriðlagningu hafa lánastofnanir lánað útgerðum, umfram verðmæti skipanna en samt með veði í þeim, ákveðið hlutfall af hinu útreiknaða heildarverði aflaheimildanna. Það eru því skipin sem eru veðsett langt upp fyrir raunveruleg verðmæti þeirra. Ekkert veð er hins vegar beint í kvótanum; enda eigandi hans, Alþingi aldrei heimilað sölu aflaheimilda né aðra fjármunameðferð þeirra.

Alþingi getur hvenær sem er afturkallað allar úthlutaðar veiðiheimildir, án þess að vera á nokkurn hátt bótaskylt gagnvart núverandi handhöfum heimildanna. Hvort núverandi handhafar aflaheimilda hafi greitt öðrum útgerðarmanni fyrir að fá þær til sín, er stjórnvöldum með öllu óviðkomandi. Það hefur öllum í þessum geira verið ljóst frá upphafi. Engum hefur verið bannað að ná til sín tímabundnum hagsmunum með peningagreiðslu til þess sem hann vildi ná hagsmununum frá. Það færir honum hins vegar engan rétt gagnvart þeim sem úthlutar hagsmununum. Og í tilfelli aflaheimilda, þá er þeim ALDREI úthlutað til lengri tíma en eins árs í senn; og eins og áður sagði, getur Alþingi afturkallað úthlutunina hvenær sem því þóknast, án þess að verða bótaskylt vegna þess.

Miðað við skuldsetningu útgerðarfyrirtækja, verður ekki betur séð en lánastofnanir séu með umtalsverð útlán til þessara fyrirtækja, án þess að þær hafi nokkra haldbæra tryggingu fyrir þeim útlánum, eða eigi nokkra minnstu möguleika á að fá þessa fjármuni til baka.

Guðbjörn Jónsson, 14.1.2009 kl. 16:53

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

hvernig á ég landkrabbinn að skilja þessa tækni?  En mér finnst einhvernvegin nauðsynlegt að sú regla verði að vera orðin landföst, að veiðiheimildir séu leigðar út af ríkisvaldinu. Af einhverri stofnun sem hefði umsjón með því. Því ef til þess kæmi að þjóðinn færi undir náðarfaðminn á ESB væru sú regla þegar viðurkennd í reynd.  

Kristbjörn Árnason, 14.1.2009 kl. 17:33

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr! Heyr!

Júlíus Björnsson, 14.1.2009 kl. 19:27

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll aftur Kristbjörn!  Í viðskiptum við stjórnkerfið, er til glettnishugtak sem sagt er að starfsmenn stjórnkerfis noti þegar þeir eru beðnir um einfalda skýingu. Þá segi þeir: "Hvers vegna að hafa það einfallt, ef hægt er að hafa það flókið?" Svarið er:  Ef það er haft flókið, spyr fólk síður út í vitleysurnar, af ótta við að skilja ekki það svar sem því verður gefið.

Ef taka á peninga fyrir veitingu aflaheimilda, á sá peningur skilyrðislaust að renna til ríkisins, en ekki til einstakra útgerðarmanna. 

Guðbjörn Jónsson, 15.1.2009 kl. 00:08

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta þekki ég allt nafni, enda hef ég verið opinber starfsmaður í nær 20 ár.

Ég er sammála þér með það hvert slíkar greiðslur ættu að fara.

Kristbjörn Árnason, 15.1.2009 kl. 17:29

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er mín reynsla af bókhaldi hér á landi teljast miklar sundurliðanir á reikiningum mikil einföldun, skráningarrvinnusparandi. Mig grunar að það hafi lítið breyst eftir komu tölvunar. En þessari einföldun fylgdi mikill kostnaður við eftirgrennslanir.

Júlíus Björnsson, 15.1.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 164726

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband