Ódýr trygging til varnar á uppboði hússins hans.

Það er kannski ekki von að fólk almennt átti sig á þeirri leikfléttu sem Sigurjón er að leika með þessu láni, frá sjálfum sér. Það blasir þó augljóslega við.

Sigurjón á sjálfur lífeyrissjóðinn sem lánar honum samkvæmt skuldabréfinu. Peningana þarf hann ekkert að nota, heldur leggur þá inn á annan hávaxtareikning, sem ekki er á hans nafni.  40 milljón króna skuldabréfinu er þinglýst á hans eignarhlut í húsi þeirra hjóna, þannig að þó einhverjir aðrir kröfuhafar komi seinna með fjárnámskröfu á hans eignarhlut í húsinu, væru þær kröfur fyrir utan raunverulegt söluverðmæti eignarinnar.

Færi svo að einhver kröfuhafi reyni að skrá fjárnám fyrir aftan skuldabréfið og eignin fara á nauðungaruppboð, mundi eigandi skuldabréfsins bjóða í eignina þar til aðrir kröfuhafar gæfust upp. Þannig yrði eiganda skuldabréfsins í öllu falli slegin eignin á nauðungaruppboði og Sigurjón héldi húsinu eftir sem áður.

Þetta er snjöll leikflétta, en sýnir best hve Sigurjóni finnst miklar líkur á að gerðar verði fjárkröfur á hendur honum, þegar rannsóknum er lokið og ákærur fara af stað.

Ætli það séu ekki fleiri úr SUKKLIÐINU sem leika álíka leiki til að reyna að forða þeim peningum sem þeir hafa náð í?              


mbl.is Sigurjón lánaði sjálfum sér fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurjón á ekki þennan Lífeyrisjóð sjálfur, heldur er þetta sjóður sem Nýji Landsbankinn heldur utan um, það eru rúmlega 3000 sjóðsfélagar  í þessum sjóði.

Þetta er víst ekki eina lánið sem Sigurjón hefur fengið úr þessum sama sjóði, hann er með lán uppá 30 milljónir með 0% vöxtum á húsi sem hann á við Bjarnarstíg í Reykjavík.

þessi sjóður er með fjárfestinga stefnu upp á 100% erlend hlutabréf, það þýðir að þú sem venjulegur viðskiptavinur, ert að kaupa í sjóði sem fjárfestir EINGÖNGU í erlendum hlutabréfum.

En Bankastjórinn er búinn að taka sér samtals 76 milljónir úr þessu lífeyrisjóði, sem 3.000 manns eiga í, á 0-3,5 % vöxtum.

 ef þetta er ekki Fjárddráttur , þá er nú fokið í flest skjól.

www.hvitbok.vg/Frett/9404/

www.landsbanki.is/uploads/documents/Einstaklingsthjonusta/fjarvorslureikningur-einbl.pdf

Almennar upplýsingar
– Fullgildur séreignarsjóður
– Viðbótariðgjald er séreign og erfist skv. erfðalögum
– Sjóðurinn var stofnaður árið 1999
– Stærð sjóðsins í jan 2007 var 2.16 milljarðar
– Fjöldi sjóðsfélaga í jan 2007 var 3.072
– Kennitala sjóðsins er 570299-9219
– Reikningsnúmer sjóðsins er 111-26-502960
– Lífeyrissjóðanúmer 932

Rúnar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:02

2 identicon

Hvað á að gera við svona menn? Eiga þeir að fá fálkaorðuna, eða stórriddarakrossinn. Hvernig getum við verðlaunað svona menn.?

Það eru fleiri en Sigurjón sem setja sínar eigin reglur.

Þvílíkir landráðamenn ............

j.a. (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:41

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir þessar upplýsingar Rúnar. Þetta breytir stórlega málinu. Við þetta er einnig fleira að athuga. Sigurjón var ekki bankastjóri Nýja Landsbankans, þannig að hann hefur ekki sjálfur skrifað upp á þessa lánveitingu.  Hann var reyndar fyrstu vikurnar í bankanum, við sérstök verkefni, eins og mig minnir að það hafi verið kallað.

Bæði skuldabréfin eru gefin út 21. nóvember 2008, sem þýðir að þáverandi bankastjóri hefur lánasð Sigurjóni þessa fjárhæð; nema að sjóðurinn sé undir stjórn einhvers annars en bankastjórans.

Guðbjörn Jónsson, 13.6.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband