Það er ótvírætt landráð alþingismanns að samþykkja þennan Icesave samning

Hér er fyrirsögnin stór orð, en eiga fullan rétt á sér. Hvers vegna?

1.  Icesave reikningarnir eru eign gamla Landsbankans sem er sjálfstætt hlutafélag. Alþingi hefur ekki  ENN staðfest yfirtöku ríkisins á þeim banka, en Fjármálaeftirlitið hefur í krafti svonefndra neyðarlaga, nr. 125/2008, skipað bankanum skilanefnd, sem fari með öll völd stjórnar og hluthafafundar í bankanum, vegna þrotauppgjörs hans. Gamli Landsbankinn er því EKKI EIGN RÍKISINS, og skuldbindingar hans ríkinu algjörlega óviðkomandi.

2.  Ríkissjóður er EKKI ÁBYRGUR FYRIR INNISTÆÐUTRYGGINGASJÓÐI, því samkvæmt lögum um þann sjóð, nr. 98/1999 er sá sjóður sjálfstæð stofnun, með eigin fjárhag og sjálfstæða stjórn OG HVERGI Í LÖGUNUM NEFND ÁBYRGÐ RÍKISSJÓÐS Á AÐ FJÁRMAGNA SJÓÐINN AÐ NEINU LEITI.

Hvað segir um þetta í lögum um innistæðutryggingar? Í 2. gr. segir svo:

Með tryggingar samkvæmt lögum þessum fer sérstök stofnun er nefnist Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, hér eftir nefndur sjóðurinn. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og starfar í tveimur sjálfstæðum deildum með aðskilinn fjárhag og reikningshald, innstæðudeild og verðbréfadeild, sbr. þó ákvæði 12. gr.

Í 3. grein segir svo um þá sem eiga aðild að sjóðnum:

Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, sem hafa staðfestu hér á landi, skulu eiga aðild að sjóðnum. [Hið sama gildir um útibú þessara aðila á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum.]1) Þessi fyrirtæki, hér eftir nefnd aðildarfyrirtæki, bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hans umfram lögbundin framlög til sjóðsins, sbr. ákvæði 6. og 7. gr. Fjármálaeftirlitið skal halda sérstaka skrá um aðildarfyrirtæki.

Þar sem feitletrun eða öðrum áherslum er beitt í tilvitnuðum lagatextum, er það verk höfunar þessa pistils.

Eins og sjá má hér að ofan, er EKKI gert ráð fyrir eignaraðild ríkissjóðs að þeirri sjálfseignarstofnun, sem Tryggingarsjóður innstæðueigenda er.  Þó er gert ráð fyrir að viðskiptaráðherra skipi 2 af 6 stjórnarmönnum, vegna eftirlitshlutverks síns með starfsemi fjármálafyrirtækja.

Komi til það hárrar greiðslu úr sjóðnum að eignir hans dugi ekki fyrir kröfum, segir svo í 2. málsgr. 10. gr. laganna um hvað gera skuli. Þar segir:

Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.

Í 3. málsgr. 10. gr. er kveðið á um réttarstöðu þeirra krafna sem Tryggingasjóður innistæðna borgar. Þar segir svo:

Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi. [Krafa sjóðsins nýtur rétthæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. við gjaldþrotaskipti, en ella er hún aðfararhæf án undangengins dóms eða sáttar.]1)

Eins og hér hefur verið rakið er það Tryggingarsjóður innstæðueigenda sem sjálfstæð sjálfseignastofnun, sem er í ábyrgðum fyrir innistæðum í bönkum og sparisjóðum. Hvergi er minnst á ábyrgð að skyldur ríkissjóðs vegna krafna um endurgreiðslu innistæðna. Það er því afar greinilega alvarlegur misskilningur hjá ráðamönnum þjóðarinnar að ríkissjóður sé í forgrunni ábyrgðar fyrir greiðslum innistæðna hinna hrundu banka.

Auk þess má benda á að bæði Bretar og Hollendingar hafa allan tímann haldið rangt á réttarstöðu sinni, því ENN eru eir ekki farnir að gera kröfu á hendur  sínum eiginlega kröfuaðila, sem er hlutafélag Landsbankans. Í framhaldi af því hefðu þeir geta gert kröfu á Tryggingarsjóður innstæðueigenda en hvorki er réttarfarsleg eða siðferðisleg réttarstaða þeirra að gera opinberar þvingunarkröfur á hendur ríkissjóði Íslands vegna innistæðna í Landsbankanum. 

Ef þingmenn þjóðarinnar ætla að samþykkja hinn fyrirliggjandi þvingunarsamning vegna Icesave reikninganna, er það tvímælalaust afar gróf landráð, þar sem EGNGAR lögfræðilegar forsendur eru fyrir kröfugerð á hendur ríkissjóði Íslands, vegna starfsemi hlutafélags Landsbankans.            


mbl.is Tortryggni í samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dúa

Hárrétt túlkum. Sammála.

Dúa, 23.6.2009 kl. 19:07

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er líka  sammála.

Ég skil að það er gert ráð fyrir að aðilar tryggingar sjóðsins séu samábyrgir. Það er þegar einn bregst þá taki hinir lán eða láni. Því fleiri bankar sem standa að hverjum sjóð því betra.

Seðlabönkum annarra landa átti að vera ljóst hvað áhættu þeir tóku með því að veita starfsleyfi.  

Er hér um að ræða eitthvað baktjaldamakk: stjórnmálalegar leiðir. Varp þessu á Íslenskan almenning og svo fá sumir stjórnmálamenn fyrirgreiðslu síðar fyrir að bjarga sumum frá skömminni og sér sjálfum.  Breskir munu nú hafa mælt með þessum reikningum  meðan þeir vissu ekki betur um ávöxtunarloforðið.

Júlíus Björnsson, 24.6.2009 kl. 05:50

3 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Guðbjörn: Þetta getur verið rétt svo langt sem það nær.  En málið hefur á sér fleiri hliðar.

Fyrir áramótin, í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, var þetta sett á vef forsætisráðuneytisins, sbr. http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3228 :

16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008

 

Einnig er hollt að lesa minnisblað Jakobs Möllers hdl. um sama efni: http://www.island.is/media/frettir/alitsgerd_jrm.pdf

 

 

Þá má minna á Kastljósviðtal við Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra frá því í gær þann 23.06.2009: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431412

 

 

Ég get ekki séð að hægt sé að líta á málið út frá regluverkinu einvörðungu.  Enda er hér ekki um venjulega málsaðila að ræða, heldur ríki.  Ekki er ljóst hvaða dómstóll gæti fjallað um málið, þótt menn nefni helst gerðardóm, en slíkan dómstól þurfa allir málsaðilar að samþykkja.  Svo sýnist mönnum sitt hverjum um það hvað hugsanlega gæti komið út úr málinu fyrir Ísland frá slíkum dómstól.

 

Málið er í alla staði vont.  Enn verra væri að snúa sér undan og borga bara ekki - ég fæ ekki séð að það yrði skárri kostur fyrir okkur, raunar sýnist mér að það yrði versti kosturinn sem við þyrftum að takast á við afleiðingarnar af næstu áratugina.

 

Mér sýnist eini kosturinn sá að horfast í augu við þetta ömurlega mál og vinna sem best má úr stöðunni.  Það sýnist mér núverandi stjórnvöld vera að gera.

 

 

Eiríkur Sjóberg, 24.6.2009 kl. 19:43

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil benda náttúrlegum skuldaþrælum að réttu hliðarnar eru bestar.

Rebus sic stantibus

Samkvæmt reglunum eru

1.Forsvarendur bankanna ábyrgir.

2. Fjármálaeftirlit.

3. Viðskiptaráðuneyti/Bankráðuneyti. 

4. Seðlabanki Ríkissjóður.

Nú er runnið það mikið vatn til sjávar að engin ástæða er til að ráðast á þann sem síst skyldi. Margt komið fram sem var óljóst.

Einbeita sér að því að endursemja eða fá stefnu. Framferði forsvarenda einkabankanna kemur mér við en ég ber ekki ábyrgð á því og þar liggur munurinn.

Júlíus Björnsson, 24.6.2009 kl. 21:23

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jón Thoroddsen verbréfasali staðfesti nú alt sem greindir gátu ímyndað sér.

Hvar er réttarríkið Ísland? Til að staðfesta réttarvissuna?

Júlíus Björnsson, 25.6.2009 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband