Af hverju skrökvar Jóhanna?

Er það kannski vegna þess að hún sé hrædd við að horfast í augu við raunveruleikann?

Raunveruleikinn er nefnilega sá að það þau vandamál sem Framsóknarflokkurinn skapaði væri þjóðinni afar létt að leysa fram úr, því það voru svo fá hundruð milljarða.

Það var hins vegar fyrst eftir að Samfylkingin kom í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem hinn raunverulegi vandi varð til.

Við upphaf samstjórnar þessara flokka, voru erlendar skuldir þjóðarinnar rúmir 6.000 milljarðar (og þá orðnar allt of miklar). Þessar skuldir hækkuðu hins vegar á 18 mánaða stjórnartíð Samfylkingarinnar upp í rúmar 13.000 milljarða.

Samfylkingin tvöfaldaði því hinar erlendu skuldir þjóðarinnar. Og það var í stjórnartíð Samfylkingarinnar sem öllum aðvörunum, í hvaða formi sem þær voru, var stungið undir stól, og túrað með útrásarvíkingunum til þess að blekkja  fjármálamenn um víða veröld.

Var það ekki líka í stjórnartíð Samfylkingarinnar sem IceSave reikningarnir voru heimilaðir, bæði í Bretlandi og Hollandi?

Mér sýnist því Samfylkingin eiga stærstan þáttinn í óförum okkar og stærsti flórinn sé eftir þann flokk.          


mbl.is „Erum að moka þennan framsóknarflór“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Guðbjörn: "Blindur er hver í sjálfs sín sök". Enda þótt allt sem þú segir í þessari færslu sé tölfræðilega rétt þá er nú lokaályktunin dálítið hvatvísleg. Þó sýnist mér að erfitt muni reynast að afneita henni.

Árni Gunnarsson, 3.7.2009 kl. 00:24

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Árni. Ég hef alla tíð verið jafnaðarmaður; alinn upp hjá einum af stofnendum Alþýðuflokksins. Baráttujaxli fyrir jafnrétti og réttlæti og frumkvöðli að því að stofna verkalýðsfélagið Vörn, á Bíldudal. Ég er því alinn upp við að fara stystu leið að raunveruleikanum, sama þótt sá raunveruleiki sé sársaukafullur fyrir tilfinningar mínar.

Eina leiðin til að breyta raunveruleika er að breyta því ferli sem framkallar raunveruleikann. Því miður fyrir land og þjóð, hefur slík hugsun fjarlægst mikið íslenska pólitík undanfarna áratugi.

Guðbjörn Jónsson, 3.7.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 164725

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband