Athyglisverð óvandvirkni dómstóla

Ég hef að vísu ekki kafað djúpt ofan í þetta mál, einungis lesið dóminn eins og hann birtist á vef Hæstaréttar. Af þeim lestri verður samt ekki komist hjá því að sjá að svo virðist sem lögfræðingur Borghildar og dómendur hafi af óafsakanlegu kæruleysi horft fram hjá mörgum mikilvægum atriðum, varðandi úrlausn málsins.

Í fyrsta lagi virðist sem bæði lögmaður Borghildar og dómarar horfi á málið sem forræðisdeilu, en ekki deilu um dvalarstað barnanna. Hér er ekki um forræðisdeilu að ræða, því fram kemur í dómnum að dómari í Kentucky ríki í Bandaríkjunum hafi ekki viljað úrskurða sækjanda málsins tímabundnu forræði yfir drengjunum. Ekkert kemur fram að dómari hafi leitað eftir frekari skýringum á því, hvers vegna dómari í Bandaríkjunum vildi ekki úrskurða Bandarískum föður barnanna, forræði til bráðabirgða, þar sem móðirin var flutt úr landi og hafði hvorki búsetuleyfi né húsnæði í Bandaríkjunum til að uppfylla foreldrishlutverk sitt þar, samkv. 1. mgr. 28. gr. barnalaga.

Í öðru lagi kom fram í málinu að gerðarbeiðandinn væri stöðugt á flakki milli herstöðva, búi þar í einu herbergi og hafi átt við áfalla-streituröskun (PTSD) og athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) að stíða. Og að hætt hafi verið við að senda hann til Afganistan vegna þess að auka hafi Þurft hjá honum lyfjagjöfina.

Ekki er orð um það í dóminum að hvorki lögmaður Borghildar, né dómarinn sjálfur, geri kröfur til að nánari upplýsingar komi fram um þessa þætti, áður en úrskurður er upp kveðinn. Hér hafa börnin heimili og móður til að sinna sér, en í Bandaríkjunum virðist faðirinn ekkert fast heimili hafa, annað en herbergið í þeirri herstöð sem hann dvelur hverju sinni. Aðstæður hans til að taka við börnunum eru því langt frá því sem barnalög gera kröfu til, þó spurningamerki um andlegt jafnvægi til barnauppeldis sé líka MJÖG alvarlegt að horft skuli vera framhjá.

Í því úrlausnarefni sem þetta mál fjallar um, bar dómaranum að hafa fulla gát á ákvæðum barnalaga, en svo virðist ekki hafa verið gert. Í dómnum kemur fram að dómari hafi falið sálfræðingi að ræða við börnin.  Í greiningu dómarans segir svo um þetta:

"Af þeim viðræðum verður ekki ráðið að eldri drengurinn sé andvígur afhendingu þótt hann segist vilja búa hjá móður hér á landi og ekki vilja fara til Bandaríkjanna nema með henni. Yngri drengurinn var of ungur til að tjá sig."

Glöggt má þarna greina að eldri drengurinn hefur engar væntingar eða langanir til að búa hjá föður sínum. Af lýsingum á lífi föðurins, sem fram koma í dómnum, hefði verið eðlilegt að dómari kannaði betur hver tengsl barnanna hefðu verið við föður sinn, áður en til sambúðarslita kom. Af því hefði mátt ráða hver hin raunverulegu tilfinningategsl væru, milli föðurs og barna.

Vafi leikur á hvort Borghildur hefur með ólögmætum hætti farið með börnin til Íslands, á þeim tíma sem það gerðist. Hún hafði slitið samvistum við gerðarbeiðanda og vegna skorts á búseturétti var hún í vonlausri stöðu í langvarandi skilnaðar-, skipta- og forræðisdeilum, svo eðlilegt var að hún kæmi sér til síns föðurlands, með börnin, þar sem faðirinn hafði enga aðstöðu (ekkert heimili) til að taka við foreldrishlutverkinu; enda upptekinn í starfi sínu í herstöðinni sem hann var í það sinnið.

Í 7. málsgr. 28. gr. barnalaga segir svo:

"Ef annað forsjárforeldra barns er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum eru nauðsynlegar ákvarðanir hins um persónulega hagi barns gildar."

Greinileg hindrun var á því að gerðarbeiðandi gæti tekið við forsjá barnanna á þeim tíma sem Borghildur fluttist til Ísalnds, þar sem hún hafði engan samastað lengur í Bandaríkjunum. Foreldrisskylduna gat hún ekki skilið við sig og var því nauðugur sá einn kostur að koma börnunum með sér til Íslands. 

Af dómnum má ráða að hún hafi enga tilraun gert til að aftra föðurnum frá samskiptum við börnin; meira að segja boðið fram íbúð sína, þeim til handa.

Það er sorglegt að sjá að dómstólar hér skuli meðhöndla þetta mál eins og um barnarán sé að ræða. Er slík ENN EITT tilfellið þar sem dómstólum okkar verður það á að líta framhjá mkilvægustu atriðum máls, þegar kemur að því að fella úrskurð eða dóm. Lítum nánar á.

Dómstóll í Bandaríkjunum er búinn að hafna gerðarbeiðanda um að úrskurða  honum tímabundnu fullu forræði yfir börnunum. Það þýðir í raun að hann getur ekki krafist þeirra einhliða, einungis krafist samskipta við þau, í viðurvist móður þeirra eða samráði við hana.

Við þessar aðstæður er afar sérstakt að Íslenskur dómstóll, skuli dæma Íslenskan ríkisborgara, til að fara til annars ríkis með börn sín, sem einnig eru Íslensir ríkisborgarar, einungis til að faðir þeirra geti haft samskipti við þau, sem hann vill ekki hafa við þau hér á landi, þó fullkomin aðstað til slíks sé í boði.

Eina færa leiðin sem dómari átti í þessu máli, miðað við þau gögn sem dómari mun hafa haft, var sú að úrskurða á þann veg að börnin yrðu hér áfam, á heimili sínu, meðan leyst væri úr forræðisdeilu forelda þeirra fyrir rétti í Bandaríkjunum. Félli sá dómur svo, að föðurnum yrði dæmt fullt forræði barnanna, hefði hann fullt leyfi til að flytja þau með sér til Bandaríkjanna, svo fremi að hann gæti sýnt fram á að hann byggi þar á heimili sem uppfylltu kröfur barnalaga um aðbúnað barna.

Með slíkri úrlausn hefði velferð barnanna verið tryggð, meðan dómstólar fjölluðu um skilnaðarmálin, en þar sem bandarískur dómstóll hafði HAFNAÐ kröfu gerðarbeiðanda um tímabundið fullt forræði, virðist augljóst að ÞAR hafi fyrst og fremst verið hugsað um velferð barnana, sé litið til atvinnu og heimilishaga föðursins.

Þessi dómur er því enn ein smánin fyrir Íslenskt réttarfar.           


mbl.is Fékk sms: Hæstiréttur staðfesti dóminn, sorry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

Endilega komið þessu til skila til sem flestra gott fólk Devil við á dekkinu erum búin að fá nóg Sick´

http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw

Besta kveðja frá www.icelandicfury.com munum nota þann stuðning sem kemur inn fyrir niðurhal á tónlist til að skila af okkur "rannsóknum og reynslu" á ævintýrinu "Útgerð á Íslandi" í samanburði við aðrar þjóðir og meðferð hráefnis frá fiskveiðum Íslenskra sjómanna/kvenna Crying

Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!

sjoveikur

Sjóveikur, 12.8.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Haukur Ingimarsson

loksins er ég sammála einhverjum gaman að lesa þetta og vita til þess að það er til fólk sem hefur vit á þessu og kann að tjá sig takk takk. þú bendir á margt ansi athyglisvert og  ég gæti ekki verið meira sammála.allveg frábær lesning.

Haukur Ingimarsson, 12.8.2009 kl. 21:20

3 Smámynd: Ruth

Mjög gott og áhugavert að lesa þetta ,ég er hjartanlega sammála þér.

Þakka þér fyrir

Ruth, 13.8.2009 kl. 00:02

4 identicon

Frábær lesning - þú virðist hafa rétta sýn á málið og réttarkerfi okkar hér á landi.

Kveðja Inda

Inda Björk (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 164797

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband