Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Breytingar á stjórnkerfi fiskveiða ???

Fyrir áratug skirfaði ég bók um upphaf og framkvæmd fiskveiðistjórnunar hjá okkur. Líklega var bókin of nálægt sannleikanum til að bókaverslair vildu selja hana. Allar búðirnar sem ég sendi bókina endursendu hana.  Einn fiskvinnsluaðili (án útgerðar) vildi borga mér 150 eintök, sem ég ætti að dreifa á alla þingmenn og helstu ráðamenn í sjávarútvegi.  Ég dreifði bókunum en hann borgaði aldrei. 

Í kjölfar þess að nú er komið fram frumvarp til breytinga á fiskveiðistjórnun, hafa nokkrir haft samband við mig og óskað eftir að ég birti einhverjar glefsur úr þessari bók. Þar sem ég hef takmarkaðan tíma til að velja fyrir fólk, ákvað ég að setja innihald bókarinnar hérna á netið, svo fólk gæti bara valið sjálft hvað það vildi lesa af því sem þar er sagt um upphaf fiskveiðistjórnunar og fyrstu ár varanlegrar stjórnunar, eftir 1990.
 
Fólk þarf að vera meðvitað um að talsverðar breytingar hafa orðið á hinum ýmsu lögum um fiskveiðistjórnun eftir að þessi bók kom út. Sumt sem sagt er í bókinni gæti því hljómað einkennilega, en sem betur fer voru mörg alvarleg mannréttindabrot leiðrétt, þó enn virðist nokkuð eftir.
 
En sem sagt, efni bókarinnar er hér með sem fylgiskrá og öllum heimil til lestrar og dreifingar. Með kveðju, GJ.        

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Afkáralegt röðun orða

Það er með ólíkindum hvað fólk hugsar lítið um hvað orðin sem notuð eru, segja þeim sem lesa þau. Þessi frétt er eitt af slíkum dæmum. Fréttin byrjar svona:

Tilkynnt var um innbrot í verkstæði við Bíldshöfða til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um níu leytið í gærkvöldi. 

 Venjulega væri lesið úr þessu á þann veg að tilkynnt hefði verið um innbrot á verkstæði lögreglunnar á höfuðborfarsvæðinu, við Bíldshöfða. Ef við notum öll sömu orðin, en röðum þeim upp samkvæmt íslenskri setningafræði, liti fréttin svona út:

Um níu leytið í gærkvöldi var tilkynnt   til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um innbrot í verkstæði við Bíldshöfða. 

Góð menntun felst meðal annars í því að geta raðað orðum saman þannig að úr verði skýr lýsing á því sem viðkomandi vill segja. Til þess að slíkt megi verða, þarf hugsunin að vera skýr og ráða við að byggja heilstæða mynd af því sem segja á með orðunum. 

Ambögur, eins og sú sem þessi frétt byrjar á, voru áður fyrr oft kallaðar "rassbögur", vegna þess hve þær þóttu afkáralegar.    


mbl.is Brotist inn á Bíldshöfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eins og gerts hafi í gær

Ég varð nokkuð undrandi þegar ég rakst á 21 árs gama skýrlsu sem ég tók saman haustið 1991 um ástand mála í þjóðfélaginu. Eiginlega þyrti engu að breyta svo hún passaði við nútímann. Skýrsla þessi var send stjórnvöldum, Alþingi og lánastofnunum, samtals 120 eintök.Ég set skýrsluna hér með sem viðhengi, ef einhverjir hefðu áhuga á að skoða ástandið eins og þar var haustið 1991 og bera það saman við það sem nú er að gerast.               
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ætlar enginn að þora að setja fram hvað þarf að gera til að stöðva óréttlætið???

Ég er farinn að halda að enginn þori  í þann slag  sem taka þarf við fjármálaöflin, til þess að losa þjóðina úr því helsi sem hún er nú komin í. Það þýðir ekkert að fara fram með einhvern smeðjuskap. Þessi öfl virða ekkert annað en hörð rök og óbilandi kjark. Þau vilja helst fá kokteilpartí-snakk, með svo óljósum hugmyndum að hægt sé að túlka þær í allar áttir.  Það er þeirra óskastaða

Eftir áralanga reynslu mína af samskiptum við þessa aðila, bæði að vinna þar í innsta hring sem og semja við þá fyrir skuldara, veit ég að þau atriði sem talin  eru upp sem "Fyrstu skrefin" á vefsíðunni "nyframtid.is", þurfa að verða forgangsatriði hjá nýju framboði ef það framboð á að verða að einhverju gagni fyrir fólkið í landinu.
 
Lesið það sem þar er talið upp, bætið við eða strokið út, eftir smekk hvers og eins og athugið svo hver endanleg niðurstaða verður.

 

 


Hvað gerðist haustið 2008???

Af umræðunni og viðbrögðum stjórnvalda og ýmissa fræðimanna, mætti ætla að meiriháttar þjóðfélagslegt hrun hefði orðið hér haustið 2008.  Þegar grant er skoðað má sjá að sú var ekki raunin. Þau ár sem liðin eru af þessari öld, hafa allar okkar framleiðsluvörur selst á hæstu mögulegum verðum og birgðasöfnun hefur engin verið. Öll framleiðslufyrirtæki sem selja afurðir sínar fyrir gjaldeyri hafa starfað af fullum krafti. Tekjustreymi til landsins hefur því verið í hámarki og nægur markaður fyrir margar nýjungar sem stöðugt bætast við.

Það sem hér hefur verið sagt er engin kosningabrella eða sjónhverfingar. Þetta er raunveruleikinn þegar allri taugaveiklun og óttaáróðri er sleppt og leitast við að horfa á það viðfangsefni sem ráða þarf framúr varðandi almennan rekstur samfélags okkar. EN, fyrst tekjuþáttur þjóðarinnar brast ekki, hvað var það þá sem gerðist?

Með hægum en markvissum hætti var því þannig komið fyrir á nokkrum áratugum að mikilvægið fyrir góða afkomu samfélagsins var fært frá beinni hugsun um tekjuöflun heildarinnar yfir í það að mikilvægi afkomunnar fælist í því að hver og einn eigi sem mesta peninga. Smátt og smátt varð það viðhorfið,  að ef þú átt ekki peninga, ertu ekki með í klúbbnum og þess vegna ekkert hlustað á þig.

Framan af hélt samfélagið sig við þá reglu að skuldabréf voru einungis gefin út fyrir mikilvæg atvinnufyrirtæki og íbúðarhúsnæði. Þá voru menn sér meðvitaðir um að með því að skrifa undir skuldabréf, var verið að ráðstafa hluta af tekjum þeirra ára sem skuldabréfið átti að greiðast. Að taka lán með skuldabréfi og gera ekki ráð fyrir greiðslu þess á lánstímanum, var í daglegu tali nefnd svikastarfsemi eða svikamylla. Slíkt vildi fólk ekki láta kenna sig við.

Í fyrstu var velta samtímans aukin hægt með útgáfu skuldabréfa. Peningamagn í umferð setti slíku nokkrar hömlur, en ef fjármunirnir voru einungis notaðir innanlands var hægt að auka veltuna nokkuð fram yfir peningamagn í umferð. Þessi þróun varð svo hæg að fæstir tóku eftir því að stöðugt jókst magn skuldabréfa og annarra verðbréfa í umferð.  Velta samtímans varð því stöðugt meira byggð á tekjum sem ætlunin var að afla á komandi árum; en ekki á því ári sem eyðslan fór fram.

Þróunin í þessu var raunar dálítið hröð. Byrjað var að greiða laun fyrirfram, til að auka veltuna. Þar næst kom opnun á almenn skuldabréf fyrir einstaklinga.  Því næst kom ávísanareikningar á alla, en áður höfðu bara fyrirtæki haft slíkt.  Síðan bættist við yfirdráttarlán á tékkareikninga.  Á þessum tíma kemur tölvan til verka í bankakerfinu. Samhliða því kemur fram Kreditkortið, þannig að allir geti eytt peningum sem þeir ætla að vinna fyrir síðar. 

Þegar enn þurfti að auka veltuna, umfram raunverulega verðmætasköpun, komu raðgreiðslurnar til skjalanna. Á þessum tímapunkti verður stórfellt stökk í verðmætalausri veltuaukningu með lúmskum blekkingum lánastofnana, þar sem öll útlán voru jafnframt skráð sem innlán, sem gerði það að verkum að þó bankinn lánaði 1 milljón út einhvern daginn, kom sú milljón að mestu leyti aftur sem innlán, daginn eftir, vegna þess að lánið hafði verið lagt inn á innlánsreikning lántakans. Þar sem innlánavelta skapaði útlánagetu, gat bankinn því strax daginn eftir, lánað út aftur ca. 980 þúsund af þessari sömu milljón. Þannig skapaðist stærsta svikamylla bankakerfisins, sem stækkaði bankakerfið svo stjarnfræðilega langt út fyrir raunverulega verðmætisveltu.

Segja má að stökkbreyting, til verri vegar, verði á öllu þessu umhverfi þegar stjórnvöldum okkar er talin trú um að krónan okkar eigi ekki að styðjast við neinar aðrar myntir. Verðgildi hennar eigi að ráðast á markaði hverju sinni. Ráðgjafarnir í þessu máli voru aðal drifkraftar peningakerfis heimsins. Þeir sáu sér þarna leik á borði. Að baki krónunni okkar var lítið og fábreytt hagkerfi, sem þó var eitt mesta svæði verðmætissköpunar í vestrænni veröld. Gjaldeyrisforði þjóðarinnar var afar lítill en erlent lánsfé, miðað við gjaldeyristekjur hærri en eðlileg varúðarmörk töldu æskilegt.

Það umhverfi sem hér er  lýst var  hreint kjörlendi fyrir peningaöflin, sem eingöngu byggja á skammtímagróða, enda tengja þau sig aldrei neinu samfélagi utan eigin raða, heldur eru tilbúin að stökkva þangað sem hagnaðarvonin er mest hverju sinni.

Hið þjóðholla ríkisbankakerfi sem hér var, sáu þessir aðilar sem helstu hindrun á vegi þeirra við að ná að fjötra hagkerfið svo í skuldum að sem stærstur hluti gjaldeyrissköpunar færi í greiðslu vaxta og afborgana þeirra lána sem þessi öfl beindu að samfélagi okkar.

Allt þetta gekk upp eins og best varð á kosið fyrir peningaöflin. Þegar aðgerðir hófust voru erlendar skuldir þjóðarinnar c. a. 3.000 milljarðar. Meginhluti þeirra var vegna tekjuskapandi eða gjaldeyrissparandi fjárfestinga. Slíkir lánasamningar skiluðu peningaöflunum ekki nægri ávöxtun, svo nauðsynlegt var að koma bönkunum í hendur einkaaðila sem væru tilbúnir í meiri áhættu en ríkisbankarnir gátu. Fyrstu árin eftir einkavæðingu, tókst að auka erlendar skuldir þjóðarinnar um c. a. 4.000 milljarða, þannig að skuldirnar voru orðnar 7.000 milljarðar og komnar á hættulegt stig.

Á þessum tímapunkti verða stjórnarskipti hjá okkur. Stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna lætur af völdum en við tekur stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Á einu og hálfu ári lætur þessi stjórn það viðgangast að óvitarnir sem keyptu bankana, létu flækja sig svo rækilega í skuldafjötrum að út úr því væri engin leið til baka önnur en gjaldþrot. Á einu og hálfu ári jukust erlendar skuldir úr 7.000 milljörðum í tæpa 14.000 milljarða.

Ætlun peningaaflanna með þessum fjáraustri hingað var alveg skýr. Í öllum lánveitingum var ævinlega litið svo á að ríkissjóður Íslands væri baktrygging allra lánveitinga til bankanna. Ætlun peningaaflanna var að gera ríkissjóð gjaldþrota og gera síðan við Ísland nauðasamninga þar sem megnið af gjaldeyristekjum þjóðarinnar færi til greiðslu vaxta af svo himinháum skuldum að þjóðin gæti ekkert greitt niður af þeim skuldum næstu áratugina. Þjóðin yrði því nánast eins og vinnuhjú hjá þessum peningaöflum.

Þessi áform peningaaflanna riðluðust illilega þegar í ljós kom að engin ríkisábyrgð var á þeim lánum sem bönkunum höfðu verið veitt. Við stærstu bönkum Evrópu blasti því gífurlega mikið tap, sem hætta var á að riði fjármálakerfi Evrópu að fullu. Staðan var mjög alvarleg, einkanlega þar sem engin leið var að stöðva sölu Íslendinga á afurðum sínum, sem að mestu voru matvæli sem ekki var hægt að stöðva innflutning á. Ríkissjóður sjálfur var ekki svo mikið skuldsettur að það leiddi til nauðasamnings. Þeir næðu því ekki taki á auðlindum Íslands.

Ein leið var þó reynandi en það var að halda því stíft fram, með aðstoð Evrópusambandsins, að Íslenska ríkið væri í fullri ábyrgð vegna tryggingasjóðs innistæðueigenda. Þar skapaðist möguleiki til að flækja ríkissjóð í þvílíka skuldafjötra að eina leiðin þaðan út væru nauðasamningar, líkt og að framan greinir. Sem betur fer forðaði Forseti okkar þjóð sinni frá þeirri hörmung sem þar var reynt að fjötra afkomu okkar í.

Eins og hér hefur verið rakið, hefur raunverulegu efnahagskerfi þjóðarinnar aldrei verið ógnað í þessu gjörningaveðri fjármálaheimsins. Gjaldeyristekjur okkar hafa frekar vaxið en hitt.  Vandinn sem við er að fást, snýr fyrst og fremst að þeirri ofurútþenslu sem varð vegna svo mikils innstreymis fjármagns, eins og varð á árunum 2005 - 2008. Allt eðlilegt rekstrarumhverfi riðlaðist og peningum var ausið í vonlausar fjárfestingar, sem aldrei yrðu greiddar til baka. Með þetta að leiðarljósi er einungis ein fær leið út úr þessu fyrir þjóðina, og hún er þessi.

Við verðum að segja skilið við hugmyndafræði peningakerfisins og hætta að láta þau öfl stýra leit okkar að leið út úr vandanum.  Þau öfl munu aldrei benda á aðrar leiðir en þær sem færa þeim sem mestan arð og endurgreiðslu. Mesta eitur í þeirra beinum er opinber þjónustustarfsemi s. s. velferðar- og menntamál. Þeirra fyrstu og helstu tillögur fjalla því um mikinn niðurskurð í opinbera kerfinu, því ef það kerfi notar mikið fjármagn, minnkar til muna það sem peningaöflin geta fengið til sín af gjaldeyristekjunum.

Ef við hættum að lúta vilja peningaaflanna, gæti hér á landi verið komin af stað full atvinna á flestum sviðum innan fárra vikna og aðeins afmarkaður hópur fólks sæi um uppgjörið við hina erlendu kröfuhafa. Þeir yrðu að sjálfsögðu sárir og hótuðu gjaldfellingu og útskúfun.  Sú hótun væri beinlínis brosleg í ljósi þess að allir þessir bankar þurfa á því að halda að skuldir þeirra teljist lifandi og í eðlilegu greiðsluflæði. Um útskúfun hafa þessi öfl ekkert að segja. Þau eru nú þegar sjálf í mikið meiri útskúfunarhættu en samfélag okkar. Og það sem væri mikilvægast, er það að uppreisn okkar gegn peningavaldinu myndi hafa áhrif út um allan heim og út úr því kæmi alsherjar endurreisn raunverulegrar verðmætasköpunar og raunveruleg hagsæld flestra þjóða.

 


Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband