Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

LEYFIÐ ÞIÐ PRESTINUM AÐ GASPRA

Reiðilestur séra Davíðs Þórs Jónssonar, fyrir fáeinum dögum fannst mér bæði innihaldsrýr og illa ígrundaður af jafn mælskum manni og Davíð er að öllu jöfnu þegar gífuryrðum og sleggjudómum sleppti.  Það hefur ævinlega angrað mig þegar fólk er rakkað niður án efnislegra raka og málefnalegra ástæðna. Þar sem ég hef lesið yfir málefnaskrá Íslensku þjóðfylkingarinnar og finnst mjög margt þar forvitnilegt og áhugavert, fannst mér rétt að skrifa nokkrar sthugasemdir til að draga úr þessari reiði prestsins. Þau skrif eru hér meðfylgjandi sem pdf skjal, undir sömu fyrirsögn og er á þessari bloggfærslu. Ef eitthvað er rétt af stóryrðum Davíðs Þórs, varðandi málefni Ísl. Þjóðfylkingarinnar, þá hefur mér yfirsést það. Það kemur þá síðar í ljós ef svo verður.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bréf til Ríkisskattstjóra vegna fyrirvaralausrar breytingar á framtali

Meðfylgjandi færslu þessari er pdf. skjal sem er bréf til Ríkisskattstjóra vegna fyrirvaralausrar tilkynningar um breytingu á framtali mínu 2016, vegna tekjuársins 2015. Það merkilega við svona lagað er að Ríkisskattstjóri skuli framkvæma svona breytingu án þess að andmælaréttur sé virtur.  Athugasemd þessa geri ég einnig til að fullreyna hvort Ríkisskattstjóri geti fallist á að styrkir frá Tryggingastofnun, til kaupa á nauðsynlegum hjálpartækjum, eigi ekki að greiðast sem launagreiðsla og þar með skattleggjast, heldur greiðast styrkir vegna útlagðs kostnaðar.

Ég set þessa færslu á vefinn vegna þess að ég tel víst að margir séu að fást við sambærileg málefni gagnvart Tryggingastofnun. Ef bréfið getur orðið sýnishorn fyrir einhverja að leiðréttingarkröfu, er það bara hið besta mál.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lög nr. 100/2007 Almannatryggingar

pdf skjal með athugasemdum við 1. kafla laganna.

Þær athugasemdir sem ég geri eru innan ramma og með rauðu letri


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Engin landamæri, er markmið NO BORDERS öfgahópsins.

Líklega eins og margir fleiri, hef ég oft heyrt nokkuð einfelningslegar upphrópanir öfgahóps sem kallar sig NO BORDERS  Iceland. Ég taldi litlar líkur á að hætta gæti skapast frá svona augljósum barnaskap eins og flestar þær upphrópanir hafa verið sem hópurinn hefur staðið fyrir. Það var því ekki fyrr en ég sá glitta í að friðhelgi trúarlífs okkar Íslendinga, í þjóðkrikjum okkar, væri stefnt í voða með afar kjánalegri samjöfnun milli aldagamalla hátta um að ofsóttir menn í beinni lífshættu eða alvarlegri árásarhættu, með yfirvofandi örkuml, gátu í sumum hinna gömlu samfélaga, leitað á náðir presta til að fá inni í kirkju svo þeir fengju grið frá ásækjendum sínum þar til viðurkenndur dómstóll eða viðeigandi yfirvald hefði fjallað um réttarstöðu þess sem ofsóttur var.

Mér þótti því með ólíkindum það dómgreindarleysi sem við blasti þegar í ljós kom að safnaðarprestar Laugarneskirkju höfðu í raun verið göbbuð í þá gildru að telja tvo erlenda menn, sem hingað höfðu komið án heimilda og alla vega annar þeirra reynt að villa á sér heimildir, væru í líkri stöðu og ofsóttur maður til forna, þar sem ætla mátti að líf hans yrði tekið ef hann næðist, án þess að ágreiningurinn yrði leiddur til lykta fyrir til þess bærum yfirvöldum.

Þeir útlendingar sem hér um ræðir höfðu dvalist hér, í friði og við það frelsi sem þeir gátu skapað sér, meðan til þess bær yfirvöld í landinu skoðuðu hvort þeim yrði veitt landvistarleyfi. Svarið sem þeir fengu var þeim ekki jákvætt og fengu þeir uppgefið um leið hvenær þeir ættu í síðasta lagi að vera farnir frá landinu. Líkur benda til að NO BORDERS hópurinn hafi staðið að baki ákvörðun þeirra að hlýðnast ekki opinberum fyrirmælum viðkomadi stjórnvalds. Og líkur benda einnig til þess að sviðsetningin í kirkjunni hafi einnig verið úr hugmyndasmiðju hópsins.

Frelsi fyrir ALLA og ENGIN landamæri.

Þegar ég rekst á sérkennilegan hugsunarhátt sem ekki getur gengið upp í raunverulegri framkvæmd, legst ég stundum í rannsóknir á hvaðan hin umræddu sérkenni eru komin og hverju hafi verið sleppt á leiðinni að niðurstöðunum.

Ég fór því inn á Facebook-síðu NO BORDERS og staldraði að lokum þar við pistil sem ber heitið ENGIN LANDAMÆRI. Þar kemur fram nokkur lýsing á hugsunargangi hugmyndasmiða hópsins. Hópurinn skilgreinir meginmarkmið sín á eftirfarandi hátt í nefndum pistli:     (feitletrun og litabreytingar leturs eru undirritaðs, til áhersluauka.)

Þegar lesið er í gegnum hugmyndafræði NO BORDERS, er ljóst að grunnstef draumsins er algjört frelsi fyrir alla, til að gera allt sem hver og einn vill og velur, án tillits til nokkurs annars. Eitt af meginstefum þess að ná fram þessu algjöra frelsi, telur hópurinn vera að losna við öll landamæri og fyrirkomulag þjóðríkja. Lítum á sýnishorn úr pistli hópisins. Þar segir:

„Landamæri geta verið skilgreind á ólíkan hátt af ólíkum hópum fólks. Margir Vesturlandabúar líta á landamæri sem eitthvað sem auðvelt er að komast yfir með því að veifa vegabréfi og fara í gegn um málmleitartæki. Fyrir aðra merkja landamæri lífshættu, ófrelsi, örbirgð og dauða.

Á sama hátt merkir afnám landamæra misjafna hluti. Fyrir þau okkar sem hafa alist upp við forréttindi vestrænna samfélaga, merkir afnám landamæra vegabréfslaus ferðalög og eru því fyrst og fremst lúxus.“

Þarna er dregin fram nokkuð ungæðisleg lýsing á landamærum. Á það ber að líta að svo, virðist sem felstir sem aðhillast hugmyndafræði hópsins sé ungt vestrænt fólk, sem alið er upp við frjálsræði en lítið samband við raunveruleika daglegs lífs. Aðallega eru dregnar upp tvær myndir af landamærum. Er þar dregin upp mynd af landamærum lífshættu, ófrelsi, örbirgð og dauða. Í þessari upptalningu er sleppt að tala um landamæri sem verndi tilverurétt tiltekinna ríkja og vernd gegn því að ráðist sé á landsvæði tiltekins ríkis. Landamæri vernda líka auðlindir ríkja og svæða. Mér sýnist að væru landamæri vegin á hefðbundinni vogarskál þjóðarhagsmuna, væru jákvæðu hagsmunirnir margfaldir á við neikvæðu viðhorf NO BORDERS hópsins.

En lítum þá á viðhorf hópsins til hinna vestrænu forréttinda sem um tíma hafa verið í gildi innan Evrópusambands og EES svæðis, um vegabréfalaust ferðalag milli landa. Hópurinn metur það fyrirkomulag fyrst og fremst lúxus.“ En svo virðist sem hópurinn hafi ekkert rennt huganum að öllum þeim vandamálum sem upp munu koma þegar allri skráningu yrði hætt um það hvar hver og einn væri staddur. Hvar heimilisfesti hans yrði skráð, hvar hann greiddi skatta sína.

Þá eru ótaldir ókostir þess, ef ættingjar hætta að fá fregnir af einhverjum fjölskyldumeðlim, að vita hvar á jarðarkúlunni eigi helst að leita mannsins. Landamæraleysi yrði líka líkt og veisluborð fyrir allskonar glæpahópa sem ekki þyrftu að óttast að verða stöðvaðir á landamærum ríkis þar sem þeir hefðu náð sér í drjúgan fjársjóð.

Hér hefur einungis verið í fljótheitum drepið á fáeinum mikilvægum atriðum sem væru ókostir landamæraleysis. Óksostirnir eru mikið fleiri en ekki verður eytt tíma lesenda í slíka upptalningu.

Segja má að frelsi, sem þarna er vísað til, sé sagt vera grunn mannréttindi sem allir eigi að njóta.

Hvað varðar hugmyndir um frelsi, vill hópurinn fara verulega út fyrir sköpunarverk mannsins, þar sem hið áskapaða frelsi einstaklingsins, nær aldrei lengra en að þeim stað sem það skerðir frelsi annars einstaklings, reglur nærsamfélagsins eða landslög. Það er því ævinlega fyrsta val einstaklings, þegar hann verður sjálfstæð og sjálfráð persóna, að velja hvort hann vilji lifa í samfélagi og samneyti við aðra einstaklinga og virða einstaklingsrétt hvers og eins að sama skapi og þeir virði einnig einstaklingsfrelsi hans.

Engin leið í lífinu er svo einföld og skýr, að einstaklingur geti farið allra sinna ferða eingöngu eftir eigin ákvörðun og hvergi kvikað frá henni. Aðstæður skapast sem einstaklingurinn þarf að læra af, bæði til að auðga lífsgæði augnabliksins en einnig til að eiga möguleika á að njóta lífsgæða í framtíðinni. Lítum á litla dæmisögu, sem gæti verið um mann í NO BORDER hópnum, sem telur það rétt sinn að fara þá leið sem hann vill og ákveður. Og enginn hafi rétt til að hindra hann í því áformi sínu. Sagan fjallar um ungnn mann, sem á kærustu í næsta þorpi. Sagan er svona:

Dag nokkurn tekur ungi maðurinn þá ákvörðun að fara að heimsækja kærustu sína. Hann er ákveðinn í að ganga eftir þröngum göngustíg sem liggur í gegnum skóginn milli þorpanna, skammt frá vatnsbakka á stóru stöðuvatni. Ákvörðun unga mannsins var skýr. Þennan göngustíg ætlaði hann að fara og engin frávik voru í þeim ásetning. Þegar hann var kominn rúmlega hálfa leiðina og var í skóginum þar sem hann var þéttastur, varð allt í einu á veginum stór krókódíll, með gapandi kjaftinn. Héri stökk upp er ungi maðurinn nálgaðist. Krókódíllinn sveiflaði hausnum til og gleipti hérann í einum bita, leit því næst til unga mannsins og beið nú með opinn kjaftinn eftir að hann stigi svolítið nær, svo hann gæti stokkið á hann og gleipt hann.

Þarna var komin hindrun sem tók ekkert tillit til ákvarðana unga mannsins, sem hefði aldrei hitt kærustu sína ef hann hefði haldið fast við ófrávíkjanlega ákvörðun sína að fara skógarstíginn. Ef hann gengi einum metra lengra gæti hann orðið næsta bráð krókódólsins.

Saga þessi sýnir í einfaldri mynd að maðurinn getur ályktað en hann tapar lífi sínu ef hann ber ekki fullkomna virðingu fyrir öllum aðstæðum í lífshlaupi sínu. Vilji einstaklingsins nær ekki lengra en að endimörkum þess sem hann ræður við aðstæður. Og ef hann ögrar aðstæðum annarra í umhverfi sínu, getur það kostað hann líf eða limi.

Í lokamálsgrein pistilsins Engin landamæri, gerir hópurinn frekari grein fyrir sér og áformum sínum. Þar segir eftirfarandi:

No Borders Iceland er hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem stefnir ekki bara að afnámi landamæra í þeim skilningi orðsins, heldur einnig að afnámi þjóðríkisins og niðurbroti ýmissa múra milli fólks, bæði efnislegra og hugmyndafræðilegra múra. Því stefna No Borders einnig að fjölmenningarlegu samfélagi og endalokum þjóðernishyggju og rasisma. No Borders Iceland stefna að fullu ferðafrelsi fyrir alla.“

Það er skýrasta vitnið um skort á rökrænni hugsun hjá hópi þessum að tileinka sér lykilatriði úr hugmyndafræði alþjóðlegra efnahags-hryðjuverkahópa um afnám þjóðríkisins. Á undanförnum áratug hafa slík öfgaöfl reynt að auðvelda sér fjárþjófnað víða um heim, með kvatningu um landamæralaust flæði fjármagns, helst allt í kringum hnöttinn. Slíkt segja þeir að skapi sem fjölbreyttasta möguleika til skráningar og uppgjörsdaga verðbréfa. Einnig verði sem fjölbreyttastir möguleikar á hindrunarlausri tilfærslu fjármagns milli landa og heimshluta. Slíkt auðveldi líka hraða tilfærslu fjármagns, vegna skoðana lánastofnana á veðstöðu lántaka og fleiri slíkum þáttum er lúta að flæði lausafjár.

Til að þetta verði mögulegt, þarf að skapa krefjandi viðfangsefni fyrir helstu stjórnmálamenn og aðra sem berjast þurfa fyrir starfi sínu og stöðu. Halda þarf þeim uppteknum við að leysa úr knýjandi viðfangsefnum sem herja á fólk og fyrirtæki. Meðan framangreindir vinnuþrælar landa, sveitarfélaga og fyrirtækja, eru uppteknir við að bjarga löndum og heimshlutum út úr t. d. skuldakreppu, sem hin umræddu öfl sköpuðu sér til hægðar og tekjuauka, eru stórar fjárfúlgur teknar úr umferð og í staðin settir inn í veltuna verðmætilausir pappírar sem greiðast eiga eftir 10 ár, eða svo. Afleiðingin er, eins og þekkt hefur verið á heimsvísu frá árinu 2007, skortur á lausafé og óviðráðanlegar skuldir.

Þegar rýnt er af yfirvegun í hugmyndaheim NO BORDERS vakna spurningar um hvort aðal hugmyndasmiðirnir séu ekki sömu vestrænu fjárplógsöflin og hönnuðu svonefnda „Alþjóðavæðingu“ fjármálakerfa heimsins. Margt er líkt og markmiðin virðast þau sömu, að gera núverandi stjórnun landa eða myntsvæða háða lánveitingum frá örðum löndum. Til að slíkt gerist hratt og örugglega þarf að eyða hindrunum sem nú eru vegna kerfisbundinna skráninga fjárflutinga milli jafnvægishólfa um myntframboð.

Einn anginn úr þessum viðhorfum birtist í hugmyndaskrá NO BORDERS, þar sem fjallað er um ferðafrelsi milli landa og svæða og leyfi eða heimildir til að setjast að þar sem aðilinn óskar sér.

Fyrir marga aðra þýðir afnám landamæra að þau geti sest að þar sem þau vilja í heiminum, hvort sem það felur í sér einhverja skriffinsku eða ekki. Margir Íslendingar átta sig til dæmis ekki á því hversu erfitt það er fyrir manneskju sem er upprunin utan EES svæðiðsins að fá leyfi til að búa á Íslandi. Afnám landamæra gæti til dæmis þýtt að hver sem er mætti setjast hér að og þeirri mismunun á grundvelli uppruna sem nú er stunduð yrði hætt.“

Í þessu sér maður þá einhliða hugsun sem fylgir oftast ungu fólki sem alist hefur upp við að öllum þörfum þeirra er svarað af öðrum en þeim sjálfum. Á ég þar t. d. við að ungmenni í uppvexti eru ekki alin upp við umræðu um hvað það kosti að lifa sem sjálfstæður einstaklingur eða sem fjölskylda. Ungmennin venjast því að þeim sé séð fyrir herbergi, það þrifið og skipt á rúmi, fötin tínd upp af gólfinu, þvegin og sett samanbrotin inn í fataskáp. Ungmennið venst því að fá frá foreldrunum ríflega vasapeninga og af því vasapeningar eru rúmir verða þeir matvandir heima og borða bara það sem þeim finnst gott, annars fara þeir í sjoppuna og kaupa sér einhvern skyndibita. Hugarheimur ungmenna nemur því ekki hvaða skyldur fylgja því að vera sjálfstæð og sjálfráð og sjálfbær mannvera. Þau eru í raun alin upp við að þurfa bara að rétta út hendina eftir því sem þau vilja. Þar þarf skaffarinn að vera til staðar því í hugarheimi ungmenna hefur ekki vaxið hugtakið að afla sjálfur til eigin þarfa.

Allir þessir þættir kristallast rækilega í síðustu tilvísunum þar sem segir að afnám landamæra þýði, að þau geti sest að þar sem þau vilja í heiminum. Engin hugsun er um vilja eða getu þeirra sem fyrir væru á þeim svæðum sem þau kynnu að vilja setjast á. Engin spurning um hvort þau geti, á hinum útvöldu svæðum, aflað sér húsaskjóls atvinnu og ýmissa þarfa til framfærslu.

Við skulum enda þetta á sýn Íslendinganna í NO BORDERS á framvindu mála ef landamæri yrðu felld niður.

Afnám landamæra gæti til dæmis þýtt að hver sem er mætti setjast hér að og þeirri mismunun á grundvelli uppruna sem nú er stunduð yrði hætt.

Þeir sem fyrir eru hér hafa byggt upp öflugt menntakerfi og heilbrigðiskerfi, sem í augnablikinu líður fyrir fjárskort. Þeir sem fyrir eru hér hafa einnig byggt upp nokkuð margslungið velferðarkerfi. Hvergi bólar á hugsun hjá NO BORDERS hópnum hvort, eða hvernig nýkomna fólkið tengist þeim kerfum sem þeir hafa byggt upp sem fyrir voru. Enginn býr heldur á Íslandi án þess að hafa upphitað íbúðarhúsnæði til afnota. Telur hópurinn að einhver eigi að leggja nýkoma fólkinu til húsnæði eða þarf það sjálft að afla sér húsnæðis, vinnu til greiðslu þess kostnaðar sem fylgir því að búa á svona norðlægum sjóðum?

Ég sé ekki ástæðu til að rekja lengra í þessum óábyrgu hugmyndaþáttum sem hvergi virðast hafa fótfestu í framkvæmanlegum þáttum. Almennt verður fólk að tileinka sér að geta þekkt framkvæmanlegan raunveruleika frá ójarðbundnum ímyndarheimi, ef fólk vill í raunveruleika öðlast friðsæld og farveg til betra lífs. Af rugli og ójarðbundnum hugmyndum verður alltaf nóg og alltaf verður til fólk með sefjandi sannfæringarkraft, sem glapið getur þá sem sleppa tökunum á jarðneskum raunveruleika. Slík tjúnnun óraunveruleika hefur verið í þessu þjóðfélagi um nokkuð langa tíð, enda ber almennt heilsufar fólk glögg merki um slíkt.

Hugmyndafræði NO BORDERS mun því augljóslega ekki búa til betri heim eða berti samfélög. Til þess vantar í þau meginkjarna gagnkvæmrar virðingar.


Biskup Íslands, Frú Agnes M. Sigurðardóttir

Reykjavík 1. júlí 2016

Með djúpa sorg í hjarta sat ég drjúga stund eftir að ég las ummæli þín og séra Sólveigar í Fréttatímanum í dag. Þar er fjallað um nýjustu sviðsetningar öfgahópsins NO BORDERS, gegn eðlilegum stjórnunarháttum í samfélagi sem að einhverju leyti, leitast enn við að sýna kurteisi í samskiptum. Það undrar mig MJÖG, að þú, sem æðsti leiðtogi þjóðkirkju lands okkar, skulir á svo vanhugsaðan máta skella sök á lögreglu landsins fyrir það eitt að gegna skyldustöfum sínum eins og lög mæla fyrir um.

Af ummælum þínum að merkja lítur helst út fyrir að þú, eða alla vega embætti biskups, hafi lagt blessun sína yfir fyrirætlun öfgahópsins um að brjóta gegn úrskurði, til slíks bærra yfirvalda. Ég þykist viss um að hugmyndin um að nota kirkju innan þjóðkirkjunnar, til að brjóta gegn fyrirmælum og afgreiðslu, til þess bærra yfirvalda, hafi ekki fæðst hjá embætti biskups, heldur hjá NO BORDERS.

Varla reikna ég með að biskupsembættið hafi aflað sér upplýsinga hjá réttum yfirvöldum, á hvaða stigi hin umrædda höfnun á landvist væri. Öll þau mál sem ég hef haft spurnir af, hefur viðkomandi einstaklingur fengið svör frá Útlendingastofnun. Og ef svarið er neikvætt, fær viðkomandi tiltekinn tíma til að fara sjálfviljugur úr landinu. Ef viðkomandi aðili fer ekki, fær hann aðvörun, boðun um að koma á lögreglustöð og tilkynna sig. Ef slíku er ekki svarað er handtöku beitt og viðkomandi fluttur í lögregflufylgd til þess lands sem hann kom frá.

Öll umgjörð þeirra aðgerða sem greinilega eru sprotnar úr hugmyndafræði öfgahóps NO BORDER, benda sterklega til þess að ætlunin hafi verið að niðurlægja Ísland og þjóðkirkju landsins á þann veg að ófyrirséð væri hvort erlendir öfgahópar og hryðjuverkaöfl ráðist á þjóðkirkjuna og stjórnkerfi landsins og brjóti það niður. Slíkt niðurbrot er tvímælalaust æðsta markmið NO BORDERS öfgahópsins.

Það er sárt til þess að vita að æðstu yfirmenn þjóðkirkjunnar skuli vera svo illa að sér um hið alda gamla hugtak sem kallað hefur verið „kirkjugrið“. Kirkjugrið var ætlað og yfirlýst á þeim tíma sem athvart fyrir þá sem ofsóttir voru til lífláts, án dóms eða lögmætra úrskurða um deiluatriði. Kirkjugrið átti að tryggja slíkum aðilum friðland meðan rétt yfirvöld úrskurðuðu um deiluatriðið. Eða að kirkjugriðsverndin hjálpaði viðkomandi aðila að komast úr landi án atbeina lögreglu eða yfirvalda.

Ekkert af þeim atriðum sem voru undirstaða kirkjugriða síns tíma, eiga við í málefni því sem þjóðkirkjan lét öfgahóp sem vill brjóta niður stjórnskipan landsins, plata sig til þátttöku í.

Það minnir óþægilega á söguna um nýju fötin Keisarans, þegar æðstu menn þjóðkirkjunnar saka lögreglu um ofbeldi. Gæti það stafað af því hve óþægilegt er að horfa í spegil liðinnar tíðar og sjá hve siðrænt uppeldi barna hefur farið hratt hnygnandi, án þess að þjóðkirkjan, æðsti merkisberi virðingar, heiðarleika og löghlýðni, hafi beitt sér gegn slíku niðurbroti á grunngildum kristinnar trúar?

Ég spyr þig því Biskup Íslands. Eigum við, almenningur í þessu landi, að búast við beinni þátttöku þjóðkirkjunnar í áformum öfgahópa á borð við NO BORDERS, í því verkefni að brjóta niður stjórnskipulag þjóðríkis okkar?

Ég get vel viðurkennt að mér er síður en svo skemmt, ber ugg í brjósti til komandi tíðar ef þjóðkirkjan bregst hraðar og skilvirkar við beiðni öfgahópa um hjálp við að brjóta á bak aftur löglegar ákvarðanir, til slíks bærra yfirvalda; JÁ umtalsvert hraðar en hún bregst við neyðarkalli aldraðra og öryrkja í þessu landi, sem hafa í hart nær áratug verið rændir lögboðnum hækkunum á lífeyri sínum. Slíkt ákall virðist ekki hræra hjörtu ykkar en ákall um hjálp við að brjóta á bak aftur eðlileg og lögmæta afgreiðslu, réttra yfirvalda; slíku ákalli svarar kirkjan um hæl.

Einhver hefði sagt að fólk sem þannig stendur að embættisverkum sínum, ætti nú að gæta virðingar embættisins, með tilheyrandi aðgerðum

Virðingarfyllst

Guðbjörn Jónsson, kt: 101041-3289

Kríuhólum 4, 111 Reykjavík.


Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband