Samstaða fjórflokksins augljós

Það er ahyglisvert að enginn skuli vera farinn að blogga gagnrýni á þá samstöðu fjórflokksins, um eigin hagsmunamál, sem fram koma í þessari frétt. Þarna er þó augljóslega verið að véla um helsta drifkraft spillingar í stjórnkerfi okkar.

Kannski er þetta, líkt og þögnin um það þegar fjárfestingasjóður lífeyrissjóðanna keypti verðlaust eignarhaldsfélagið af Landsbankanum, að fólk almennt skilji ekki þegar verðmætum þess er bísað frá þeim, fyrir framan nefið á þeim.

SÉ þetta rétt, er að sjálfsögðu borin von um að heiðarleiki eða réttsýni aukist í þessu þjóðfélagi. Þá er þjóðin líka jafnframt að færa sönnur á að hin svokallaða "menntun" þjóðarinnar er innantómt orðskrípi til að fóðra minnimáttarkennd og hugsunarleysi.

Sorglegt fyrir þær kynslóðir sem eru að taka við keflinu á komandi árum.                    


mbl.is Gagnrýna afgreiðslu allsherjarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikið talað um þetta á fésinu; enda blasir þetta við.

Þarna er um mjög mikla "hagsmuni" að ræða hjá fjórflokknum enda stendur FLokkurinn þétt saman um þetta.  Gríman er fallin og engu að tapa. Áfram skal haldið á þeirri leið sem gefið hefur mest; taka við fjármunum úr klóm auðmanna. Áfram skal haldið með sérhagsmunagæsluna.

Vilji fólk annað Hrun og áframhaldandi óréttlæti þá kýs það einhvern gömlu flokkana.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 17:15

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er ógeðfelld þróun, gamla Ísland er að verða endurbyggt frá grunni.  Sama spillingin allstaðar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.8.2010 kl. 00:06

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er ekki annað í boði fyrir Saarinn en að blása til atlögu við fjórflokkinn.

Það er orðið alltof niðurlægjandi fyrir þjóðina að safnast saman á spjallsíðum til þess að kveinka sér, mjálma eða öskra vegna þess að vera orðin þinglýst eign spilltra pólitíkusa sem vinna undir stjórn glæpasamtaka.

Við erum bara rúmlega 300 þúsund og höfum ekki efni á að láta nokkra tugi eða  hundruð stórglæpamanna ræna okkur eigum og þó fyrst og fremst sjálfsvirðingu.

Þessi kvikindi eru að vinna í okkar umboði.

Það er undir mönnum eins og Þór Saari komið hvort þessu linnir og þá hvenær.

Árni Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 164725

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband