Finnbogi samur við sig

Það er slæmt þegar maður getur ekki verið viss um hvort menn eru heiðarlegir. Ummæli Finnboga eru með þeim hætti að annað hvort skrökvar hann, eða stjórnendur lífeyrissjóðanna séu enn undir áhrifum "2007 stefnunnar", að taka óþarfa áhættu með fé lífeyrissjóðanna.

Mikilvægt er að lífeyrissjóðirnir hætti ekki því fjármagni sem eftir er, í kaup á fyrirtækum innan þjónustugeirans. Þar hefur útþennsla undanfarins áratugar farið langt út fyrir eðlilegar þarfir þjóðfélags okkar og hlýtur því óhjákvæmilega að dragast verulega saman á næstu mánuðum og árum. Lífeyrissjóðirnir eiga því ekki að láta fé í slíka starfsemi, nema gegn afar traustum veðum í fasteignum.

Í fréttinni segir Finnbogi: "Sjóðurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að taka þátt í endurreisn íslensks efnahagslífs, sem hefur átt undir högg að sækja..."  Rétt er að efnahagslífið átti undir högg að sækja, en ekki vegna þess að þjónustugeirinn og slík starfsemi byggi við sérstaklega kröpp kjör, vegna vanstarfsemi. 

Íslenskt efnahagslíf skorti verulega starfsemi fyrirtækja sem sköpuðu gjaldeyri, til aukningar þjóðartekjum. Ef menn hefðu í raun ætlað að efla efnahagslíf landsins, hefðu þeir lagt fjármagnið í að auka tekjur þjóðarinnar, í stað þess að efla þjónustufyrirtæki, sem standa höllum fæti, í samkeppni við önnur fyrirtæki í sama þjónustuþætti.

Framganga Finnboga virðist benda til þess að samtök atvinnurekenda, sem virkir stjórnendur lífeyrissjóðanna, telji sig ekki þurfa að standa ábyrgir gerða sinna, varðandi meðferð fjármuna lífeyrissjóðanna. Tilsvör Finnboga eru á nákvæmlegaa sama rökfræðigrunni og þær ákvarðanir voru sem ollu lífeyrissjóðunum umtalsverðu eignatapi í bankahruninu.

Þessir menn telja sig í engu þurfa að breyta stefnu sinni eða framkvæmd, því þeir tapi engu þó allt fari á versta veg.                


mbl.is Ályktun á misskilningi byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það ER verið að velta ÖLLU yfir á almenning.  Eins og ég hef áður sagt þá verður ENGINN af útrásarvíkingunum látinn bera ábyrgð á neinu heldur almenningur og með þessari ráðstöfun er verrið að "láta" lífeyrissjóðina taka skellinn eða réttara sagt eins og þeir þola þar til lífeyrir landsmanna er uppurinn, þannig á að fullkomna þjófnaðinn.  Svo EIGA lífeyrissjóðirnir ALLS ekki að standa í áhætturekstri, sem fyrirtækjarekstur er, en til þess að komast hjá þessu stofna lífeyrissjóðirnir Framtakssjóð Íslands . Hlutverk þeirra er að ávaxta lífeyri félagsmann eins vel og unnt er.

Jóhann Elíasson, 31.8.2010 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 41
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 164784

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband