Einkennileg tvöfeldni

Afar einkennileg tvöfeldni er í tilsvörum flokksfélaganna Árna Þórs og Ásmundar Einars.  Árni Þór segir um ESB viðræðurnar: „Þetta þýðir að um 58% fundarmanna vilja halda áfram á þeirri vegferð sem við erum í og bera síðan niðurstöðuna undir þjóðina."  Í þeirri vegferð felst að halda áfram aðlögunarferlinu og taka við mútum, í formi styrks, til að kosta þann áróður og þær breytingar sem gera þarf á íslenskri stjórnsýslu.

Ásmundur Einar, flokksbróðir Árna Þórs, segir hins vegar á öðrum stað, á Mbl.is: "að samþykkt flokksráðs VG í Evrópumálum hafi sett ESB-aðlögunarferlið í uppnám."    Og orðrétt er eftirfarandi haft eftir honum: „Báðar þær tillögur sem voru samþykktar hér fela það í sér að stoppa algerlega aðlögun að Evrópusambandinu og allt fjárstreymi frá ESB inn í þá aðlögun og kynningar- og áróðursstarfsemi.“   

Ég get ekki séð að VG sé neitt nær því að tjá eina stefnu í ESB umsóknarferlinu, en þeir voru fyrir þennan flokksráðsfund. Forystan hangir á 8% fylgi, umfram hina stefnuna. Munu menn elta forystuna mikið lengra?  Er ekki nokkuð ljóst að fram undan er valdabytling ef forystan fer ekki að finna samkomulagsleið milli þessara ólíku afla. Á svona tvöfaldur málflutningur að halda áfram, öllum til skaða.      


mbl.is Haldið verði áfram á sömu vegferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við þetta þurfum við að búa

Sigurður Haraldsson, 21.11.2010 kl. 10:24

2 Smámynd: Árni Þór Björnsson

:ú ert skeleggur og glöggur maður Guðbjörn. Ertu á stjórnlagaþingi ? Mætti gera þið að fjármálaráðherra mín vegna.

Finnst góð greinin þín um lán og vexti sem leggjast á höfuðstólinn í trássi við lög og stjórnarskrá. Þessu verður að linna.

Ég man ég spurði afa einu sinni hvað væri "okrari " .Það stóð ekki á svarinu, "..það er Árni minn, maður sem tekur meira en 2,5 % vexti af lánsfé "! Þetta var 1962.

Árni Þór Björnsson, 21.11.2010 kl. 15:56

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Árni Björn. Takk fyrir ummælin. Nei, ég er ekki á stjórnlagaþingi. Ég er að fást við verðtrygginguna. Nú er líklega loksins að skapast aðstaða til að losna við þennan vágest úr íslenskum efnahag.

Afi þinn hefur verið glöggur.  Það eru líka til dæmi um að einstaklingar, sem tóku lægr ávöxtun en bankarnir gera nú, hafi verið dæmdir fyrir okur.  En svona er lífið. Menn haga svolítið seglum eftir vindi, hverju sinni, til að ná sér í skotsilfur. 

Guðbjörn Jónsson, 21.11.2010 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband