Að loknum kosningum til stjórnlagaþings.

Ég verð að segja að kjörsókn var nokkuð nálægt því sem ég bjóst við. Ástæða þess er sú, að afar fáir landsmenn þekkja í raun stjórnarskrána og eru því ómeðvitaðir um að hve miklu leiti hún er ástæða vandamála okkar.  Hin ástæðan er sú, að landsmenn hafa afar lítið tileinkað sér að fara eftir lögum, í sínu daglega lífi. Líklega væri hægt að segja að heldur meiri athygli væri lögð í að hugsaa út aðferðir eða leiðir til að komast fram hjá lögum samfélagsins, án þess að missa þó af þeim þjónustu og fyrirgreiðsluþáttum sem heilbrigt samfélag ætti að veita, ef farið væri eftir lögum.

Meðan hugarfar þjóðarinnar er jafn sjúkt og raun ber vitni, skiptir ekki nokkru máli hvaða orð eða setningar standa í stjórnarskránni. Hún yrði jafn mikið sniðgengin og sú sem nú er daglega sniðgengin.  Ástæðan er líklega sú, að fæstir kunna nú orðið að hugsa eins og samfélag.  Eftir mikinn áróður, í meira en 20 ár, fyrir frelsi einstaklingsins, er vel merkjanlegt í samfélaginu hve virðing fyrir samferðafólkinu fer minnkandi, og baráttan fyrir gæðum "sér til handa" verður harðari. Viðhorfið "ÉG Á RÉTTT Á ÞESSU" verður stöðugt sjálfhverfara og jafnvel fullfrískt hálaunafólk krefst síns hlutar  úr sjóðum velferðar og sjúkraþjónustu, þó fjöldi fólks, sem ekki er fært um að afla sér lífsviðurværis, þurfi sárlega á því fjármagni að halda, vegna fjárskorts hjá ríkissjóði. Og viðhorfið er.  - Hvað þarf ÉG að taka tillit til þess. ÉG Á MINN RÉTT.

 Við breytum ekki þjóðfélaginu með því að breyta þeim texta sem í lögunum stendur, meðan við hvorki lesum, skiljum eða viljum fara eftir þeim leikreglum sem samfélagi okkar eru sett, með viðkomandi lögum. Takist okkur að breyta viðhorfi okkar og framgöngu, mun verða afar auðvelt að breyta þeim lögum sem nauðsyn reynist að breyta.                        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ástarþakkir fyrir þennan sanna texta

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.11.2010 kl. 00:27

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir Rakel. Ég vildi svo gjarnan að lýsing á þjóðfélagi okkar væri önnur og hjartfólgnari.

Guðbjörn Jónsson, 29.11.2010 kl. 10:00

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir mig líka...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.11.2010 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband