Björn Valur og hinn - holi málflutningur

Fimmtudaginn 17. desember 2010, skrifar Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, athyglisverðan pistil á bloggsíðu sína "bvg.is/blogg", sem hann kallar "Holur málflutningur þremenningana".  Ég veit svo sem að ég þarf ekki, og er ekki heldur, að svara fyrir Lilju. Hún hefur næg rök til að svara fyrir sig sjálf. En stundum skortir svo sárlega málefnaleg rök í suma pistla. Efnislega verða þeir nánast eingöngu persónuleg árás á aðila sem talinn er vera andstæðingur ríkjandi "jábræðralags". Þetta er vel þekkt úr - flokksræðis- og flokkshollustu- pólitík, - sem harðlega hefur verið gagnrýnd. Eftir útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, hétu flestir flokkar að leggja af slík vinnubrögð, og virða á rökrænan hátt ÖLL sjónarmið sem réttilega blönduðust inn í umræðuna.
 
Svo er að sjá sem þessi lýðræðislega endursköpun vinnubragða hafi ekki náð inn í vitund sjálfsvirðingar hjá stórum hluta þingflokks VG. Fyrr á þessu ári eltu þeir foringja sinn út í ófært foræði, í tilraun til að fjötra á þjóðina til áratuga, skuldaklafa sem hefði tvímælalaust rænt þjóðina helstu auðlindum hennar. Og þar með skapað henni sess fátæktar og örbyrgðar um ókomin ár.  Ekki er að sjá að þetta "jábræðralag" hafi enn öðlast snefil af sjálfsvirðingu, því enn er forystan elt út í hreina vitleysu, þar sem samþykkt eru fjárlög sem byggja á forsendum sem reikningsfræðilega geta ekki gengið upp, því enginn ábyrgur aðili fæst til að spá þeim þjóðhagsforsendum sem fjárlögin byggja á. 
 
Lilja gekk, samstíga öðrum, í fararbroddi þeirra sem lögðu mikið á sig til að forða þjóðinni frá langvarandi örbyrgð og fátækt. Flestir virtustu lög- og hagfræði meistarar vestræns heims, voru hennar málsstað samstíga á þeim tíma og síðar. Nýr IceSave samningur hefur og fært sönnur á að hennar málsstaður var réttur á þeim tíma. Það hlýtur að þýða að málsstaður meirihluta þingflokks VG. þ. e. "jábræðra" forystunnar, var rangur.
 
Lilja hefur ekki breytt málefnaþáttum í stefnu sinni og málflutningi. Það virðast "jábræður" forystunnar ekki heldur hafa gert. Flestum sæmilega skýrt hugsandi fólki ætti því að vera ljóst hvoru megin raunverulegir hagsmunir samfélagsins liggja.
 
Að sinni ætla ég ekki að elta einstök ummæli (bvg) um þremenningana, svokölluðu. Svo margar rökvillur eru í þessum fjórum liðum sem upp eru taldir, að flestir ættu á sjá ásetninginn um að skaða persónur þeirra sem þar er vitnað til, án þess að nefna einu orði þann málefnaágreining sem veldur vantrausti þeirra sem ekki fylgja fjöldanum. Pistilshöfundur opinberar sig þar með að því að leggja meiri áherslu á að vega að persónum, en rökræða málefnin. Það er hans mál, með hvaða hætti hann kynnir sinn ynnri mann fyrir lesendum og þeim sem á orð hans hlýða.        

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband