Er 3. dómsstigiđ mikilvćgasta réttarfarsbótin ?

Í mörg ár hefur veriđ vaxandi kurr og óánćgja međ réttarfariđ í landinu. Mörgum finnst of lítiđ bera á réttlćti í úrvinnslu dómstóla, en sífellt meira bera á ýmiskonar óheilbrigđum lagaklćkjum. Til ađ auđvelda slíkt háttalag hefur lagatexti sífellt orđiđ ómarkvissari og fjarlćgari ţeim megintilgangi sem lögunum var ćtlađ ađ ţjóna.

 Ţarna má segja ađ mađur komi beint ađ ţeirri merkilegu viđleitni međal lögfrćđinga ađ ekkert sé í raun og veru rétt. Spurningin sé hins vegar hvernig til takist ađ fćra fram rök fyrir ţví ađ eđlilega hafi veriđ stađiđ ađ verki, eđa á hinn veginn ađ sýna fram á ađ viđ framkvćmdina hafi lög eđa ađrar reglur veriđ brotnar. Afleiđing af ţessu hefur veriđ sú ađ alltof oft rekur mađur sig á lokaritgerđir útskriftarnema úr lögfrćđinámi, ţar sem undirstađa ritgerđar er fullyrđing einhvers „lögvitrings“, sem aldrei hefur veriđ rökstudd til hlýtar eđa sett fram, dómtćk sönnun fyrir ţví ađ fullyrđingin sé rétt. Og kannski er í svona tilfelli mikilvćgasti ţátturinn fyrir ţeirri skođun ađ í raun sé ekkert til sem heitir RÉTT.

Eitt gleggsta dćmiđ um hvađ talist geti rétt, er ítarlegur rökstuđningur nokkurra merkra „lögvitringa“, sem haldiđ hafa ţví fram í rituđu máli ađ útvegsmenn EIGI kvótann, á grundvelli ţess ađ ţeir hafi keypt hann af annarri útgerđ sem hafđi kvótan sem „varanlega aflaheimild“. Aldrei hef ég orđiđ var viđ ađ úthlutađ vćri í Íslenskri fiskveiđilögsögu „varanlegum“ aflaheimildum. Líklega munu fylgjendur „lögvitringanna“ halda ţví fram ađ útvegsmenn eigi varanlegar aflaheimildir. Ţađ komi fram í fyrsta Hćstaréttardómi um sölu aflaheimilda ađ útgerđ sé heimilt ađ selja frá sér varanlega aflaheimild. Gallinn viđ ţetta er sá ađ ENGAR lagaforsendur voru fyrir ţessari niđurstöđu Hćstaréttar, heldur eru ţar einhver mistök sem ekki hafa veriđ krufin. Slík mistök dómstóls geta aldrei, međ heiđarlegum hćtti, orđiđ forsenda til eftirbreytni í síđari málum. En ţađ hefur ţví miđur veriđ gert, sem er augljóst dćmi um skort á heiđarleika í réttarkerfinu. 

Ţví miđur er ţađ sem hér hefur veriđ rakiđ ekki einsdćmi í réttarfari okkar. Ţar er óhugnanlega langur listi yfir mál ţar sem áberandi skortur er á heiđarleika. Ţessi óheiđarleiki hefur síđan breytt úr sér og mundi ég segja ađ nú orđiđ vćru fjölmiđlar stórtćkari í óheiđarleikanum en réttarkerfiđ. Ţó er eitt nýlegt dćmi ţar sem réttarkerfiđ er annađ hvort hćttulega siđblint, eđa ţađ ţorir ekki í bein átök viđ fjölmiđla. Ţar á ég viđ mjög svo óheiđarlega og grófa ađför Sćnska ríkissjónvarpsins í mars 2016, ađ ţáverandi forsćtisráđherra okkar, Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni. Ţađ er svona međ ţví óţverralegasta sem ég hef séđ sett fram í fjölmiđlum, ţví ENGIN haldbćr rök voru fyrir ţeim ásökunum sem fram voru bornar. Samtals voru um 20 lögbrotsatriđi í kastljósţćttinum sem sýndi hina óheiđarlegu ađför sćnska sjónvarpsins. 

Ég ritađi Ríkissaksóknara bréf, ţar sem ég benti á ţessi lögbrotsatriđi. Ríkissaksóknari sagđi ţetta ekki koma sér viđ. Ríkissaksóknari eyddi ţó 9 árum og eflaust mörgum tugum milljóna í ađ reyna ađ fá Eggert Haukdal dćmdan fyrir sakarefni sem hann bar enga ábyrgđ á. Ríkissaksóknara fannst einnig óţarfi ađ endurskođa dóm hérađsdóms Vesturlands frá árinu 2012, ţar sem saklaus mađur var dćmdur til ţungrar sektar og tímabundinna sviptingar veiđiheimilda. Allur sá málsfarvegur var svo óralangt frá reglum í Íslenskum lögum. Áberandi var vanţekking lögreglunnar á ţeim lögum sem ţeir átti ađ starfa eftir. Og sama vanţekking var á réttindum manna sem grunur beindist ađ, án ţess ađ fyrir höndum séu nein sönnunargögn eđa formleg rannsókn hafin. Síđasti pósturinn í ţessu ljóta máli var svo framganga ţáverandi dómstjóra, sem var dómari í málinu. Ákćran kom fyrst fram tveimur árum eftir hiđ meinta brot, en engin rannsókn framkvćmd á tímabilinu. Ákćran var ţví gefin út 1 og ˝ ári eftir ađ ákćrufrestur rann út.

Hćgt vćri ađ rekja marga svona ţćtti ţar sem lögregla og hérađsdómar fara međ mál í tóma vitleysu. Skortur á heiđarleika ţessara ađila og augljós brot ţeirra á augljósum laga og mannréttindareglum eru svo mörg ađ manni ógnar bara ađ lesa ţćr niđurstöđur af blađi. Í óformlegri talningu sem ég framkvćmdi á heimasíđum hérađsdómstóla landsins yfir árin júní 2012 til október 2014 voru dćmdir í hérađsdómum landsins 116 ólöglegir sakadómar, ţar sem dómari var ekki í dómarasćti, ţar sat, án löglegrar heimildar, ađstođarmađur dómara og dćmdi fólk jafnvel til fangelsisvistar. Af ţessu 116 málum sem ađstođarmenn dćmdu, voru sakborningar án verjanda í 63 málum, eđa í 53,3% málanna. Ţegar skođuđ var áćtlun dómstjóranna um setu ađstođarmanna í dómarasćtum síđustu 2 mánuđi ársins 2014, kom í ljós ađ áćtlunin hljóđađ upp á ađ 190 sinnum myndu ađstođarmenn, ólöglega, sitja í dómarasćtum til áramóta 2014. 

Hér hafa ađeins veriđ rakin örfá dćmi sem í engu mun breytast ţó 3. dómsstigiđ bćtist viđ. Áfram verđ vinnubrögđin ţau sömu viđ rannsókn mála, ákćruferli og dóma hérađsdóma, vonandi međ dómurum í dómarasćtum. Ađ óbreyttu sýnist mér ţví 3. dómsstigiđ fyrst og fremst auka kostnađ ríkisins en ekki auka heiđarleika í vinnubrögđum sem skila mundi réttlátari málsmeđferđ. Ţađ hefđi veriđ umtalsvert meira gagn ađ ţví ađ endurskođa af heiđarleika lögin um međferđ einkamála, lög um dómstóla og lög um lögmenn. Ef ţessi ţrenn lög hefđu veriđ endurskođuđ og gerđ heilsteyptari, hefđi málum tvímćlalaust fćkkađ verulega, ţví ţá hefđi fćkkađ ţeim tilvikum ţar sem fariđ er af stađ međ vonlaus mál í von um ađ geta blekkt dómarana. 

Áhrifamesta ađgerđin til ađ fćkka hér dómsmálum hefđi tvímćlalaust veriđ yfirgripsmiklar endurbćtur á lögum um viđskiptalíf landsins og tel ég lánastofnanir ţar međ. Viđskiptasiđferđi hjá okkur er á afar lágu plani. Er ţađ tvímćlalaust runniđ frá sömu rótum og óheiđarleiki í réttarfarsmálum, frá skorti á heiđarleika og virđingu gagnvart viđskiptaađilanum. Réttarstađa viđskiptaađilans/neytandans, er í Íslensku umhverfi viđskipta og réttarfars afar takmörkuđ og víđa minna en ekki neitt. Međ ţví ađ vanda umtalsvert betur löggjöf viđskiptaumhverfis, vćri líklega hćgt ađ fćkka dómsmálum á Íslandi um nánast helming. Ţađ mundi létta á dómstólunum. 

Ţá er lokavinkillinn í ţessum skrifum mínum tengdur vaxandi óheiđarleika, árásarhneigđar og iđulega augljósari illkvittni fjölmargra fjölmiđla, en ţó alls ekki allra. Tel ég ţá vefmiđlana međ fjölmiđlum. Ég hef dálítiđ rćtt viđ ýmsa ađila sem skrifa í fjölmiđla og stöđugt hefur aukist undrun mín á skilningi ýmiss fjölmiđlafólks á hugtakinu „tjáningarfrelsi“. Eftir ađ svokallađ „Wintrismál“ kom upp s. l. vor, átti ég langt og gott samtal viđ formann Blađamannafélagsins. Ég verđ ađ játa ađ mér kom afar einkennilega fyrir sjónir viđhorf hans til réttlćtis og heiđarleika í umfjöllun. Hann gat međ engu móti séđ ađ kynnir kastljóssins 03.04. 2016 hefđi veriđ of fullyrđingaglađur miđađ viđ ţađ ađ engar haldbćrar sannanir voru til fyrir ásökunum hans á hendur ţáverandi forsćtisráđherra. Einnig varđ ég afar undrandi á ummćlum Sćnska sjónvarpsmannsins Sven Bergman, í samtali viđ Mbl.is, ţar sem hann sagđi: 

„Ég skil vel ađ herra Gunnlaugsson og ađstođarmennirnir hans hafi veriđ mjög reiđir viđ okkur. Ég rćddi lengi viđ Jóhannes Skúlason (ađstođarmann Sigmundar Davíđs) eftir ađ Gunnlaugsson gekk út og sagđist skilja reiđi ţeirra. Ţađ er samt ekki mitt hlutverk sem blađamađur ađ hugsa um afleiđingarnar en ég skil vel tilfinningar Íslendinga“. 

Í ţessu tilfelli er ţađ einmitt ţessi blađamađur sem skipuleggur ađför ađ embćtti forsćtisráđherrans, međ ţađ ađ markmiđi ađ rćna manninn ćru sinni, án dómtćkra sannana. Einnig var markmiđ ţeirra ađ fella löglega kjörna ríkisstjórn Íslands. Ţađ kemur mjög skýrt fram í sćnska ţćttinum. Ţađ sem mađur er hins vegar afar undrandi á er ţađ sem Sven segir í lok viđtalsins viđ Mbl.is. Ţar segir hann:

„Viđ vorum međ stađreyndirnar og spurđum spurninga út í ţćr, ţađ er allt og sumt,“ greinir Bergman frá í samtali viđ mbl.is.“ 

Ţarna fer Sven Bergman gróflega međ rangt mál. Ţeir voru ekki međ neinar sannanir. Honum er ađ vísu vorkunn, ţví hann hefur eđlilega trúađ á ađ rannsókn vinar hans vćri byggđ á traustum sönnunum, en svo reyndist ekki vera, ţegar á reyndi. 

Ekki meira um ţetta. Eins og hér hefur veriđ drepiđ á er óheiđarleiki í athafnalífi, viđksiptalífi og réttarfari. Afar stór ţáttur í ţessu er óheiđarleiki blađamanna, sem virđast líta á sig sem einkonar fríríki, utan viđ lög og réttlćti ţeirra ţjóđfélaga sem ţeir starfa í. Ég fć ekki séđ ađ ţriđja dómsstigiđ breyti á neinn máta ţeim vandrćđium sem viđ stöndum frammi fyrir, ţví miđur.

       


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afar merkilegar athuganir hjá ţér, Guđbjörn, vćgast sagt! Hefurđu nokkurn tímann spurt Jón Steinar Gunnlaugsson út í eitthvađ af ţessu?

Jón Valur Jensson, 29.1.2017 kl. 03:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband