Jólahugleiðing

Í kyrrð og fegurð þessa jóladagsmorguns velti ég því fyrir mér hve margir leiði hugann að því hvers vegna við fögnum jólunum. Sumir nefna hátið ljóssins í mesta skammdeginu; en það passar ekki við samskonar hátið í Ástralíu þar sem nú er hásumar.

Flestir tengja þessa hátið fæðingu Jesú og árleg hátíðarhöld eru eins og afmælisfagnaður. Flestir þekkja áreiðanlega þá tilfinningu að vilja gleðja þann sem á afmæli og vilja gjarnan, í afmælisfagnaðinum, færa honum eitthvað sem vekur honum gleði. Þá kemur hin klassiska spurning um hvað afmælisbarnið langi í og hvað því finnist mikilvægt í lífsgöngu sinni.

Þegar ég les um lífsgöngu Jesú, sé ég fyrir mér barn og síðar ungmenni, sem er nokkuð skapmikið en jafnframt skapfastur og lætur ekki hrekjast af þeirri braut sem hann vill ganga. Manndómsvígslu sína tók hann út með því að dveljast langan tíma einn í auðninni, fjarri öllu því sem heimurinn gat gefið til lífsgæða og framfærslu.  Það eina sem hann hafði með sér var trúin á  kraft Guðs  og einlægur ásetningur hans að elska, virða og opinbera þann kraft meðal mannanna.

Frá upphafi vega mannsins, hefur freistarinn verið innan seilingar hans. Svo var einnig við manndómsvígsludvöl Jesú í auðninni. Freistarinn vitjaði hans ítrekað og bauð honum ýmislegt sem hann taldi að Jesú gæti hugsanlega langað í. Freistarinn veit nefnilega að erfiðasta þolraun hvers manns er að stjórna væntingum sínum og löngunum. Einmanna maður í auðninni, svangur og þreyttur, var því álitleg bráð.

En, Jesú hafði næga staðfestu og viljastyrk til að vísa þessum freistingum frá sér í hvert skipti sem þeim var haldið að honum. Hann vissi að þessar freistingar væru ekki komnar frá Guði  og þær voru ekki heldur þess eðlis að þær mundu gleðja Guð.  Freistingarnar byggðust á því að hann gæti miklað sjálfan sig og tignað þann sem bar fram freistingarnar. Slíkt vissi Jesú að mundi ekki gleðja Guð því hann gleðst ekki yfir gjöfum eftir verðmati eða sýndargildi, heldur eftir kærleikanum í hjarta gefandans og lífsnæringargildi gjafarinnar fyrir þyggjandann.

Í ljósi þess sem hér hefur verið skirfað og með hliðsjón af lífsgöngu okkar undanfarna áratugi, sem segjumst flest vera kristin, velti ég fyrir mér hvort áherslan á ferlsi einstaklingsins og vaxandi sjálfhverfa, sé á leið með að rjúfa tengsl hátíðleika við kærleika,  hjartahlýju, virðingu og auðmýkt?  Ég vona svo sannarlega að svo sé ekki og verði ekki, en hættumerkin eru sýnileg á sama hátt og loftslagsbreytingarnar.

Guð blessi ykkur og gefi ykkur kærleika og frið í hug og hjarta á þessari jólahátið og um alla ykkar framtíð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Falleg jólahugleiðing hjá þér.

Meðan ég bjó í Afríku var ég stundum spurð hér heima: "Saknarðu þess ekki að hafa ekki snjó á jólunum?" 

Þessu svaraði ég með því að spyrja á móti: "Haldið þið að það hafi verið mikill snjór á Betlehemsvöllum þegar Jesú fæddist?

Ósköp finnst mér nú trúleysingjarnir margir vera skammsýnir, blessaðir, og reyndar hinir "sanntrúuðu" ekki síður! 

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

 Sæl Gréta Björg!

Þakka þér fyrir innslagið. Ég tek heils hugar undri það sem þú segir í síðustu setningunni. 

Guðbjörn Jónsson, 3.1.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband