Blekkingum beitt til að eigna sér kvótann

Í síðasta psitli var sýnt fram á hvað hafði verið sett í lög varðandi stjórnun fiskveiða. Þar kom glöggt fram að ALDREI hafði verið sett í lög að einungis útgerðir sem gert hefðu út skip eða báta á einhverju ákveðnu árabili, ættu einir rétt á úthlutun kvóta. Rétt er að geta þess að þessi fyrstu lög um kvótasetningu giltu einungis í eitt ár, eða til 31.12.1984 og féllu þá úr gildi. Þau fólu einungis í sér ákvörðun Alþingis að fela sjávarútvegsráðherra að ákvarða hámarksveiði ýmissa fiskistofna innan fiskveiðilögsögunnar og honum falið að skipta þeim hámarksafla milli einstakra veiðarfæra og skipa með hliðsjón af fyrri veiðum þeirra. Engin ártöl tiltekin. En hvaðan koma þá þessi ártöl, þ. e. ártölin 1980 - 1983? Þau koma úr reglugerð.

Reglugerðir eru oft settar við lög til að auðvelda innri stjórnun þess ákvörðunarramma sem Alþingi setti með lagasetningunni. Reglugerð verður ævinlega að vera innan ramma þeirra laga sem hún er sett við og má ekki breyta þeim yrti ramma sem settur var með lagasetningunni.

Í því tillviki sem hér er til umfjöllunar, var ráðherra falin nánari útfærsla þeirra ytri marka sem Alþingi hafði sett, um stjórnun fiskveiða árið 1984. Eins og vikið var að í síðasta pistli, var fyrlgiskjal með lagafrumvarpinu að þessum fyrstu lögum um fiskveiðistjórnun, sem grundvöllur að þeim texta sem í frumvarpinu var. Á þessu fyrlgiskjali var tilgreind niðurstaða Fiskiþings varðandi samkomulagsþætti að grundvallarreglu fyrir úthlutun aflakvóta, sem varð sú; að ævinlega skildi við úthlutun miðað við veiðireynslu næstliðin þrjú ár fyrir úthlutun. Þetta var sá rammi sem ráðherra hafði til afmörkunar í reglugerð sína. Lögin giltu aðeins fyrir árið 1984, þannig að þrjú næstlinin ár þar á undan voru árin 1980 - 1983.  Þess vegna var það, að þegar tiltaka átti tímabilið sem leita átti viðmiðunar um meðalafla, kom eftirfarandi setning fram í 6. gr. reglugerðar nr. 44/1984, um stjórn fiskveiða á árinu 1984.

"Skiptingu heildarafla á hverri fisktegund skv. 1. gr. á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. oktober 1983, samkvæmt skýrslum Fiskifélags Íslands......."

Þarna kemur fram þessi þýðingarmikla dagsetning, í reglugerð sem EINUNGIS tekur til stjórnunar fiksveiðar á árinu 1984. Lögin sem þessi reglugerð er sett við, féllu úr gildi 31.12.1984 og á sama tíma féll reglugerðin einnig úr gildi AÐ ÖLLU LEITI. Ekkert sem í þessari reglugerð var, gat færst á milli ára eða yfir í aðra reglugerð eða lög, nema það væri skráð þar að nýju, annað hvort sami textinn eða sama efnið með annarri textafærslu.

Þetta umtalaða dagsetningartímabil hefur ekki ratað aftur inn í lög eða reglugerðir, enda ekki von þar sem það tímabil sem þar um ræðir, kemur aldrei aftur. Hins vegar hafa hagsmunaaðilar verið fyrirferðamiklir í að túlka framhaldið með þeim hætti að allar síðari reglur hafi verið setta með það að grundvelli að EINUNGIS þeir sem stunduðu útgerð á þessum tilteknu árum, ættu ALLAN rétt á úthlutun aflakvóta. Gallinn er bara sá að fyrir þessari fullyrðingu sinni hafa þeir ALDREI geta fært fram nein haldbær rök. En á hvaða forsendum halda þeir þá fram þessari vitleysu, sem flestir virtðast ekki þora að mótmæla?

Þeir halda þessu fram á þeirri forsendu að í reglum um úthlutun aflakvóta, sem komu í framhaldi af þessu fyrsta ári, var ekki tillgreint árabilið sem viðmiðun veiðireynslu byggði á, heldur var vísað til þeirrar REGLU sem viðhöfð hafði verið við úthlutun aflakvóta fyrir fyrsta árið, þ. e. árið 1984. Þegar spurt var hvaða regla það væri, voru útvegsmenn afar háværir að benda á þetta tiltekna árabil 1980 - 1983. Það væri reglan. Og með dyggum stuðningi Halldórs Ásgrímssonar þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem sjálfur ásamt fjölskyldu sinni, átti verulegra hagsmuna að gæta að skilningur útvegsmanna yrði ríkjandi skipulag, varð engum rökum komið við. Hvorki í fjölmiðlum, á fundum eða hægt að fá stjórnarandstöðuna á Alþingi til að andmæla og halda uppi eðlilegum vörnum. Skilningur útvegsmanna varð því ríkjandi fyrirkomulag, að það væru einungis þeir sem gerðu út skip á árunum 1980 - 1983, sem áttu rétt til úthlutunar aflakvóta. Fyrir þessu finnast bara ekki neinar ákvarðanir Alþingis. Hins vegar stendur enn óhögguð fyrsta ákvörðun Alþingis um að úthluta skuli aflakvóta hverju sinni á grundvelli veiðireynslu næstliðinna þriggja ára. Hvers vegna menn þora ekki að sameinast um að lögum um fiskveiðistjórnun verði framfylgt og hætt framkvæmd sem á sér enga stoð í neinum lögum Alþingis? Það er spurning sem vert er að íhuga.

Við Íslendingar erum ekki í vafa um hvað eigi að gera við einræðisherra og aðra ráðamenn annarra þjóða, sem stela þjóðarauði og auðlindum. Það á skilyrðislaust að gera allar eigur þeirra upptækar til ríkisins og hneppa þá í ævilangt fangelsi. Hvers vegna eru íslenskir jafningar þeirra öðruvísi eða eiga skilið að fá aðra meðferð?

Ég bara spyr?               


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.2.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki hægt að gera því skóna að þarna hafi Kristján Ragnarsson fyrrverandi formaður LÍÚ og Halldór Ásgrímsson, framið RÁN aldarinnar?

Jóhann Elíasson, 11.2.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

 Stundum hefur það orð verið notað um "hirðusemi" á minni verðmætum en þeir náðu til sín og sinna á þessum tíma.

Guðbjörn Jónsson, 12.2.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Er þá nokkuð annað að gera en sækja um aflakvóta? Ekki trúi ég því að mér verði neitað og þar með brotið á rétti mínum.

Hallgrímur Guðmundsson, 12.2.2008 kl. 01:48

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Hingað til hefur það nú ekki staðið í ráðherra eða starfsmönnum sjávarútvegsráðuneytis að brjóta mannréttindi til að halda hlífiskildi yfir gullkálfunum sínum. 

EN, endilega reyndu að sækja um á grundvelli nýrrar stöðu í kjölfar niðurstöðu mannréttindanefndarinnar.

Guðbjörn Jónsson, 12.2.2008 kl. 10:53

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Margir góðir punktar hér Guðbjörn. En sennilega er borin von að halda að þeir sem ábyrgð bera á skepnuskapnum "þurfi að axla ábyrgð", eins og er svo gríðarvinsælt að gera (eða gera ekki) um þessar mundir.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.2.2008 kl. 15:28

7 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Hafsteinn!  Það er líklega rétt hjá þér. Þeir sem bera ábyrgð á vitleysunni í fiskveiðistjórnuninni eru svo siginaxla að þeir axla ekki neitt.  Líklega skilja þeir ekki eins vel hugtaki og hann Villi okkar.

Guðbjörn Jónsson, 12.2.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 164791

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband