Skilja menn ekki eðli og tilgang stýrivaxta?

Með nokkurri undrun velti ég því fyrir mér hvort það geti verið að stjórnendur lánastofnana og það fjölmiðlafólk sem skrifar um fjármál, skilji ekki eðli og tilgang stýrivaxta. Er það hugsanlegt að þetta fólk haldi að stýrivextir eigi að segja til um útlánavexti lánastofnana? Því miður virðist umræðan benda til slíks og meðan svo er, mun eðlilegt fjármunaumhverfi vera utan sjóndeildarhrings þessarar þjóðar.

Í lögum um Seðlabanka er afar skýrt kveðið á um hvaða takmarkanir eru á lánveitingum Seðlabanka. Í afmörkuðum tilvikum má hann veita lán til lánastofnana, sem samkv. lögum hafa heimild til vörslu og ávöxtunar innlána. Seðlabankinn ákvarðar einungis vexti af eigin útlánum, auk þess sem hann ákvarðar hámark dráttarvaxta.

Þegar ég var í hagdeild banka, voru vextir Seðlabanka í daglegu tali nefndir REFSIVEXTIR. Hvers vegna skildi það hafa verið. Jú ástæðan var einföld. Það þótti nefnilega ILLA rekin lánastofnun sem þurfti á miklum lánveitingum að halda frá Seðlabanka og höfuðatriði stýringar á flæði fjármuna gegnum bankann fólust í að haga útlánum með þeim hætti að engra slíkra lána væri þörf.

Í áraraðir hafa stjórnendur lánastofnana fengið aðvaranir fyrir ofþenslu útlána, án þess að skeyta neitt um þær aðvaranir. Í stað þess að hægja ferðina og styðja við aukna tekjumyndun í þjóðfélaginu, juku þeir stöðugt skuldsetningu sína og veittu því fjármagni að mestu leiti í DAUÐAR fjárfestingar, sem og í ójarðbundna draumóra um fjarlægar hagnaðarvonir einhvers starðar langt inni í framtíðinni. Þetta getur ekki talist ábyrg fjármálastjórnun í litlu hagkerfi, sem lifir á veikum undirstöðum, miðað við það sem ofaná hefur verið byggt. Þegar litið er til þess að það er einungis hálfur annar áratugur síðan þessar sömu lánastofnanir (þó sumar bæru önnur nöfn þá) voru hastalega gagnrýndar fyrir óábyrga útlánastarfsemi, sem olli því að þær töpuðu á skömmum tíma meira fjármagni en nam heildartekjum þeirra á sama tíma. Lærðu menn ekkert af því?? Eða skilja menn EKKERT hvað þarf til að halda fjármálum þjóðfélags  í jafnvægi og stigvaxandi flæði?

Þegar maður horfir til þess sem hér hefur verið sagt, er ekki óeðlilegt að spurt sé hvort fjölmiðlar okkar hafi ekkert fólk á sínum snærum sem geti af yfirsýn og skynsemi skrifað eða rætt um heildarmynd fjármálaumhverfis þjóðarinnar. Er það ástæðan fyrir því að engin heilbrigð umræða eða gagnrýni hefur komið fram í fjölmiðlum vegna þeirrar yfirspennu sem  aukin hefur verið jafnt og þétt, eða eru aðrar ástæður fyrir þögn eða atkvæðalítilli umræðu um þessi grundvallarmál fjárhagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar?

Er ekki kominn tími til að taka niður hin skynvillandi sólgleraugu sem fólk virðist bera, og horfa djörfum augum  á raunveruleikann og taka stefnuna út úr vitleysunni.                           


mbl.is Aðstæður að skapast fyrir lækkun stýrivaxta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 164791

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband