Alvarlegur skortur á rökrænni hugsun hjá forstöðumanni greiningardeildar banka

Í dag, miðvikudaginn 18. júní 2008, er grein í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, skrifuð af Ásgeir Jónssyni, forstöðumanni greiningardeildar Kaupþings.  Undanfarnar vikur hef ég iðulega tekið þannig til orða að stjórnendur lánastofnana sýni "óvitaskap". Í því sambandi er fyrst og fremst verið að vísa til ábyrgðar þeirra sem stjórnenda fjárstreymis um þjóðfélagið.

Stærstu lánastofnanir í litlu þjóðfélagi, geta ekki haga sér líkt og fjárhættuspilarar, að hugsa fyrst og fremst um að hámarka eigin skyndihagnað en skeyta engu um viðgang, vöxt og uppbyggingu tekjuskapandi atvinnustarfsemi í þjóðfélaginu. En, því miður hefur reyndin orðið sú síðar bankarnir voru einkavæddir.

Nafnið á áðurnefndir grein Ásgeir er - "Biðstaða á gjaldeyrismarkaði". - Nafnið eitt bendir til að hann sé að gagnrýna sjálfan sig og aðra stjórnendur stærsta banka landsins. 

Á Íslandi eru engar sjálfrennandi uppsprettuæðar gjaldeyris. Allan gjaldeyri verðum við að búa til, með sölu á vörum eða þjónustu til erlendra aðila. Ef biðstaða er á gjaldeyrismarkaði, bendir það fyrst og fremt til þess að stjórnendur lánastofnana hafi brugðist þeirri grundvallarskyldu sinni að örva gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi í landinu; í það minnsta til jafns við starfsemi sem eyðir- eða bindur gjaldeyri fastan, með fjárfestingum í íbúðabyggingum, verslunar-, atvinnu- eða skrifstofuhúsnæði og öðrum slíkum ráðstöfunum sem festir fjármagn utan starfsemi gjaldeyrissköpunar. Skeytingaleysi bankanna um stöðu og afkomu þjóðarbúsins má lesa úr eftirfarandi hluta úr grein Ásgeirs:

Því hefur stundum verið haldið fram að viðskiptahalli síðustu ára hafi verið fjármagnaður með útgáfu krónubréfa og annarri stöðutöku erlendra fjárfesta. Þetta er þó aðeins hálfur sannleikurinn. Bein erlend lántaka og erlend fjárfesting hafa fjármagnað hallann allt fram á þetta ár og gott betur.

Þarna opinberar Ásgeir beinlínis það sem að framan er sagt, um að lánastofnanir hugsi fyrst og fremst um eigin hag, en láti heildarhagsmuni þjóðfélagsins lönd og leið. Þarna segir hann að bankarnir hafi hjálpað viðskiptalífinu að eyða meiri gjaldeyri en þjóðfélagið skapaði. Til þess að það væri hægt, þurftu þeir að skapa sér opnara aðgengi að erlendum gjaldeyri. Og hvernig gera bankamenn slíkt?

Þeir koma á hér vaxtastigi út- og innlánslánavaxta, sem er umtalsvert hærri en hægt er að fá í helstu viðskiptalöndum. Með því móti gera þeir físilegt fyrir erlenda aðila sem leita eftir skyndigróða, að kaupa hér skuldabréf til skamms tíma, sem bera umtalsvert hærri vexti en þeir geta fengið í öðrum löndum. Þessir aðilar létu af hendir gjaldeyri, en fengu í staðinn skuldabréf í Íslenskum krónum, með verðtryggingu og vöxtum eins og eðlilegir teljast hér. Þannig varð bankinn sér úti um gjaldeyri sem þjóðin var alls ekki búin að afla og engar horfur voru á að tækist að afla áður en þessi umræddu skuldabréf kæmu til greiðslu á gjalddaga sínum. Þarna var bankinn afar greinilega fyrst og fremst að hugsa um eigin hag og setti hagsmuni þjóðarinnar með áberandi hætti til hliðar.

Á öðrum stað í grein sinni opinberar Ásgeir einnig að hagsmunir þjóðarinnar hafi verið settir til hliðar svo þeir næðu auknum viðskiptum og opnuðu leið fyrir okurfjárfesta, sem hann kallar "vaxtamunarfjárfesta", til að hagnast á Íslensku viðskiptalífi. Hann segir þar:

Skiptasamningar eru einnig helsta leiðin fyrir erlenda vaxtamunarfjárfesta að ná íslenskum vöxtum. Íslenskt fjármálakerfi er að stærstum hluta verðtryggt.             

Þarna upplýsir hann að með þessum háu vöxtum sem bankar hér píndu atvinnulíf og heimili, gátu þeir opnað leið fyrir erlenda okurfjárfesta til að leggja fram gjaldeyri, sem engin innistæða var fyrir, og þeir notið á móti íslenskra vaxta og verðtryggingar, sem var umtalsvert hærri ávöxtun en þeim bauðst í öðrum löndum. Enn frekar segir hann:

 Sá nafnvaxtamarkaður sem verðmyndun á gjaldeyri hvílir alla jafna á í flestum öðrum löndum er ákaflega grunnur hérlendis. Í hans stað hefur gengi krónunnar hvílt á skiptamarkaði sem er háður fjármögnun af hálfu viðskiptabankanna. 

Þarna opinberar Ásgeir í raun að það eru viðskiptabankarnir sem bera alla ábyrgð á því hvernig gegni krónunnar hefur verið skráð undanfarin ár. Skiptasamningar þeirra hafa ráðist af hagsmunum viðskiptalífsins en ekki hagsmunum gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi.  

Þó enn væri hægt að hlda árfram í svipuðum dúr, ætla ég að hætta hér. Ég tel mig vera búinn að renna styrkum stoðum undir þá staðhæfingu mína að stjórnendur stóru bankana hér hafi sýnt ótúlegan óvitaskap á undanförnum árun; óvitaskap sem þjóðin þarf að gjalda fyrir á komandi árum/áratugum.

Svo; líkt og aðrir óvitar, pressa þeir á Alþingi og ríkissjórn að leggja fram fjármuni til að bjarga þeim úr sjálfskaparvíti sínu.

Vandi okkar er fyrst og fremst að auka sem fyrst gjaldeyrisskapandi framleiðslu  og hvers konar atvinnu í þeim geira. Við höfum enga þörf fyrir að taka meira fjármagn að láni erlendis til að halda óvitunum gangandi í spilavítum stóru bankanna.           

           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í þessari grein er það nákvæmlega sem ég skrifaði í athugasemd í færslu þinni hér á undan.  Eins og hann sé að koma með einhver ný sannindi í þessari grein sinni, jafnvel menn eins og ég sem ekki er með neina "fína" háskólagráðu til að skreyta mig með,vissi þetta fyrir löngu síðan og þú ,ég veit ekki til þess að þú sért heldur með stórar eða miklar háskólagráður en það er ENGINNsem ég tek meira mark á í efnahagsmálum.  Þegar þessir "snillingar" hafa "klúðrað" efnahagnum hér á bara að kenna um fasteignamarkaðnum í Bandaríkjunum um og halda að almenningur "kokgleypi" þá skýringu um leið og þeir reyna að þurrka af sér dru...., sem er langt upp á bak eftir óvitahátt síðustu ára, eru álögurnar HÆKKAÐAR á almenning og svo kemur Forsætisráðherra á þjóðhátíðardeginum og segir almenningi að nú verði að herða "sultarólina" en það er enginn af þessum "snillingum" látinn sæta ábyrgð .

Jóhann Elíasson, 19.6.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 164796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband