Þeir skamma Seðlabankann fyrir skammarstrik þeirra sjálfra

Sjaldan hefur birst á prenti betri staðfesting á að stjórnendur Kaupþings hafa ekki skilning á hvað það er að reka, til langs tíma litið, fjármálastofnun í litlu hagkerfi.

Þeir láta eins og aldrei hafi komið aðvaranir um ógætilegar erlendar lántökur og of mikil útlán, miðað við tekjur hagkerfisins, þrátt fyrir að Seðlabanki hafi í mörg ár hvatt bankana til að draga úr útlánum og lántökum. Einnig hafa um nokkurra ára skeið borist aðvaranir frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum um ofþennslu hagkerfisins, vegna of mikilla útlána bankanna. Spurningin er því: - Voru stjórnendur bankanna ekki að hlusta, eða skildu þeir ekki að það var verið að tala við þá????

Það er svo margt sérkennilega heimskulegt í þessum háf fimm fréttum Kaupþings að því verður ekki svarað til fullnustu í stuttum pistli. Nægir þar að nefna undrun þeirra á að samdráttur skuli verða í veltu þjóðfélags okkar, þegar ljóst er að þeir hafa mokað milljörðum af erlendum lántökum í steindauðar og óarðbærar fjárfestingar, sem allir heilbrigt hugsandi menn vissu að gætu með engu móti greitt þessi lán til baka.

Lánastofnanir á Íslandi geta ekki fært ábyrgð af eigin mistöku yfir á Seðlabanka okkar og skattgreiðendur. Þeir verða að vera menn til að horfast í augu við eigin mistök og misgerðir og sýna í verki að þeir séu þeir sérfræðingar sem þeir hafa þegið laun fyrir á undanförnum árum. Þeir verða sjálfir að leggja fram áætlanir, hvernig þeir sjálfir ætla að greiða úr sínu eigin óvitaskap og bjarga sér sjálfum og þjóðinni úr hröðum samdrætti niður til raunverulegrar getu hagkerfis okkar. Það eru þeir sjálfir, (bankarnir okkar) sem efla eða veikja hagkerfið, ekki ríkisstjórnin. Menn verða að átta sig á að við erum í frjálsu hagkerfi, frjálsu flæði fjármagns milli landa, sem jafnframt þýðir að hver og einn verður að bera sjálfur ábyrgð á lántökum sínum og endurgreiðslu þeirra lána. Ógætilegri lántöku er ekki hægt að vísa til ríkis eða skattgreiðenda, enda lántakendur sjálfstæð fyrirtæki, með snillinga við stjórn, sem hafa þegið milljarða fyrir færni sína til stjórnunar.

Nú er komið að því að sýna þá snilli sem launakjörin bentu til að verið væri að greiða fyrir.              


mbl.is Greiningardeild Kaupþings gagnrýnir Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir góðan pistil Guðbjörn!

Mér fannst það ósvífið af honum Ingólfi í greiningardeil Glitnirs að " Íslendingar ætla að hanga á krónunni, munu allir bankar flyta burtu af landinu" segir hann í blaði í gær með mynd og öllu. Má ekki leyfa þessum bönkum að fara öllum til útlanda og láta þá taka verðtryggingarvitleysuna með sér? Svo segir Björgvin Viðskipta. að það sé bara populism að tala um að leggja verðtryggingu niður! Ég held að íslenskur bankamaður kunni ekki að vinna í erlendum bönkum. Vonandi fer Davíð ekki að gefa sig eftir þrýsting frá Bönkunum. Láta þá bara hrynja eða bara hundskast í burtu...til Afríku eða Burma, bara nógu langt.. 

Óskar Arnórsson, 29.8.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 164791

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband