Hve dýr verður Hannes allur ????

Hvað skildi þjóðin eiga eftir að fá margar sneiðar af ævintýraverkunum sem Hannes Smárason afrekaði?

Það liggur einhvern veginn í loftinu að hann hafi notað Glitni á umdeilanlegan hátt við fjármögnun ævintýraverka sinna. Eignasafn Jóns Ásgeirs virðist ekki hafa dugað til að viðhalda lausafjárstöðu bankans.

Mér finnst athyglisverð sú ábyrgð sem forráðamenn Glitnis sína, að fara ekki út í einhverjar vafasamar feluaðgerðir, heldur ganga beint til verks til tryggingar framtíðarhag bankans og viðskiptamanna hans.

Mér finnst líklegt að Landsbankinn muni leita svipaðra úrræða á fyrri hluta næsta árs. Ég hef hins vegar á tilfinningunni að Kaupþing muni ekki lenda í þröngri lausafjárstöðu, en óttast að þeir lendi í Dómínóferli árið 2011, sem þeir ráða ekki við.

Því fyrr sem þjóðin sættir sig við hið óhjákvæmilega; að framundan er samdráttur og sparnaður, þeim mun léttari og markvissari verða aðgerðir til að stýra fram hjá mestu erfiðleikunum.             


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Öll kurl eru örugglega ekki komin til grafar. Því miður veit íslenska þjóðin sjaldnast hvað er í gangi hjá stjórnmálamönnum og útrásardrengjum.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 29.9.2008 kl. 11:07

2 identicon

Græðgisvæðingin sendir núna reikninginn til baka á gefanda hennar, núverandi Seðlabankastjóra sem gaf jú bankana á sínum tíma. Annars vona ég nýji eigandi láti taka niður auglýsingaskilti Glitnis í flugstöðvum. Þar hælir bankinn sér af því að styðja við sjálfbæra stefnu í auðlindanýtingu, man ekki alveg hvað stendur á þeim en þau er að finna t.d. á Kastrup. En þetta er þvílík klisja og banki sem verður að fara á hnjánum til ríkisins getur ekki látið svona hanga uppi.

Flökkukind (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:17

3 identicon

Komið þið sæl; Guðbjörn og aðrir skrifarar og lesendur !

Fjarri fer því, að fyrir horn sé komið, í þessum efnum. Líkast til; mun Hannes, sem og aðrir hans líka, verða okkur alldýrir, áður en fólkið í landinu fengi snefil, af leiðréttingu sinna mála, í efnahagskerfinu, Guðbjörn minn.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:27

4 identicon

Út af hverju eruð þið að kenna Hannesi um þetta, væri ekki rétt að benda frekar á þann sem hóf alla vitleysuna, ég þakka alla vega Davíð Oddssyni fyrir og græðgisvæðingu hans. Þakkirnar eiga fara þangað sem þær eiga heima en ekki vera draga upp einhverja smá sökudólga.

Valsól (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:44

5 identicon

Held að Hannses Smárasson hafi orðið (með réttu eða röngu) holdgervingur græðgi, sjáfsálits og hroka í augum þjóðarinnar. Hann er af kynslóðinni sem fékk þetta frjálsa, uppbyggjandi og sjálfstyrkjandi uppeldi sem gekk út í öfgar hjá sumum.

Haha (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:10

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þakka ykkur fyrir innlitið og athugasemdirnar. Flest bendir til að við séum rétt aðeins að sjá upphafið af langri leið, aftur til raunveruleikans.

Valsól!  Frelsið er ekki slæmt, en það er vandmeðfarið. Davíð opnaði fyrir frelsið, en það er ekki honum að kenna þó við sýnum svo augljóslega að við kunnum ekki með það að fara. Það er virkilega neyðarlegt, ef þjóðin getur ekki sýnt ábyrgð gagnvart fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar og ráðstöfun tekna hennar. Það væri veruleg smán fyrir þær kynslóðir sem nú eru í fararbroddi athafnalífs þjóðarinnar, ef við neyðumst til að hverfa aftur til lokunar á ytra viðskiptaumhverfi og skömmtun á gjaldeyri.  Það yrði svartur kafli í Íslendingasögum framtíðarinnar. 

Guðbjörn Jónsson, 29.9.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband