Snyrtilegur biðleikur

Þetta er afar snyrtilegur biðleikur. Það hefði verið óheppilegt að setja þann aðila í stöðuna núna, sem fyrir nokkru var trúlega búið að planta í þessa stöðu. Það hefði orðið of augljóst af hverju pressa var sett á að losna við Jóhann. 

Kannski er fólk búið að gleyma umdeilanlegum aðferðum við prestráðningu þarna fyrir fáum árum.  Svo vildi til að presturinn sem ráðinn var, á konu sem var sýslumaður á Ísafirði. Eitt þeirra vandkvæða sem þurfti að leysa, vegna ráðningar prestsins, voru þau að ekkert embætti var laust, á suðurnesjum, fyrir konu prestsins. Því varð að setja hana í einskonar geymslu sem vararíkislögreglustjóra.

Jóhann var í embætti sem hentaði konunni, auk þess sem hann (Jóhann) var ekki í réttum pólitískum lit. Leikrit var því samið í skyndi og sett í gang atburðarás sem leiða mundi til þess að Jóhann segði af sér starfi. Við það skapaðist pláss fyrir konu prestsins, auk þess sem embættið yrði í réttum lit.

Mjög snjöll atburðarás. Lokaþáttur verksins verður trúlega opinberaður í desember.      

 


mbl.is Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það verður að viðurkennast að mér datt í hug strax og heirðist hver yrði settur lögreglustjóri hvað væri í gangi.

Það er nefnilega þannig að í umræðunni er að fækka lögregluembættum en frekar og ekki má einn af vinum ríkislögreglustjóra verða atvinnulaus.

Prestfrúin mun líklega verða ráðin sem lögreglustjóri á Suðurnesjum og Ólafur K Ólafsson settur lögreglustjóri á Suðurnesjum verður vara ríkislögreglustjóri. Embættið á Snæfellsnesi verður svo sett undir Borgarnes ásamt Akranesi.

Búast má því við fækkun lögreglustjóra á næstunni og einkaklúbbur Halla Jó verður eftir sem já mennirnir.

Nánar síðar...

kveðja Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 30.9.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þakka þér Ólafur.  Það er auðsjáanlega ansi líkt útsýnið hjá okkur yfir þetta mál. Við fylgjumst með framvindunni.

Guðbjörn Jónsson, 30.9.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband