Er krónan ónýt ??????

Daglega verður maður vitni að því að stjórnmálamenn valda ekki því hlutverki að stýra mikilvægustu málefnum sjálfstæðs þjóðfélags. Stærsti stjórnmálaflokkurinn má ekki vera að því að sinna brýnum innanlandsmálefnum, vegna ákafa síns um að fá að sitja á fundum með hópi landa, sem nýverið hafa sýnt okkur þvílíka fyrirlitningu að öðru eins verður vart jafnað, nú á síðari tímum.

Er það brýnasta verkefni stjórnvalda nú að sækja um aðiild að Evrópusambandinu? Er brýnt að eyða starfsorku og tíma í það nú, að ræða um að kasta krónunni og taka upp aðra mynt?

Afleiðingar stjórnleysis síðustu áratuga ættu að segja öllum sem einhvert vit hafa á stjórnun atvinnu- og tekjuþátta sjálfstæðs þjóðfélags, að útilokað er fyrir stjórnmálamenn okkar að svipta þjóðina því svigrúmi sem felst í því að ráða mynt sinni sjálf.

Við verðum að horfast í augu við, að undanfarna áratugi hefur tekjusköpun þjóðarbúsins ekki verið sinnt sem skildi af stjórnmálamönnum okkar. Þeir flutu áfram á rauðu skýi lánsfjárvímunnar og fannst greinilega engin þörf á að þjóðin inni sjálf fyrir þeim peningum sem hún eyddi. Það væri hægt að fá nóg af þeim lánað frá útlendingum, sem myndu halda áfram að ausa fé í þessa sjálfumglöðu þjóð, sem fyrst og fremst hugsaði um að eyða peningum, en legði enga hugsun í að, ef vel ætti að fara, þyrfti fyrst að afla peninganna, áður en farið væri að eyða þeim.

Hver væri staða atvinnulífsins hjá okkur ef við skiptum nú út krónunni, annað hvort fyrir evru eða dollar. Sífellt fleiri fyrirtæki verða stopp vegna skorts á peningum, nú þegar lánsfé er hætt að streyma til landsins af krafti stórfljóta. Nú horfumst við beint í augu við það hve mikið við öfluðum sjálf af tekjum erlendis frá, til þess að standa undir þeirri veltu þjóðfélagsins sem lánsféð hafði framkallað. Af hverju eru stjórnmálamenn og aðrir ráða- og menntamenn undrandi á þessari stöðu, þegar hún var jafn óumflýjanleg og að steinn sem kastað er upp í loftið, kemur aftur niður til jarðarinnar. Í okkar tilfelli urðum við undir steininum.

Eina færa leið Íslands nú, til að forðast algjört hrun innanlands, er að ríkissjóður takið ákvörðun um umtalsverða aukningu fjármagns í umferð, með því að prenta allt að 100 milljarða íslenskra króna, til að keyra af stað sem mest af nauðsynlegri starfsemi hér innanlands. Í því svigrúmi sem þannig skapast þarf að leggja megináherslu á að sem minnst af því fjármagni fari úr landi, og að algjörs forgangs njóti öll sú atvinnusköpun sem selja má til erlendra aðila og skapa með slíku gjaldeyri.

Miðað við stöðu þjóðarbúsins nú, er eitt brýnasta verkefni okkar, að sem næst tvöfalda gjaldeyristekjur okkar; og það helst á næsta og þarnæsta ári. Þá er ég ekki að tala um sjónhverfingar eins og viðhafðar voru undanfarin ár á fjármálamarkaðnum, heldur raunverulegar nettótekjur af beinni sölu á vörum eða þjónustu.

Með íslensku krónunni, getum við haldið allri nauðsynlegri þjónustu gangandi hér innanlands og meðan við erum að komast yfir mestu lægðina í þessum hörmungum, getum við aukið peningamagn í umferð, þannig að allir geti borgað innlenda reikninga sína og sem flesir fengið störf við þjónustu eða framleiðslu fyrir okkur sjálf.

Ef við skiptum nú um mynt, og verðum algjörlega háð vilja Seðlabanka annarrar þjóðar, um aukningu peningamagns í umferð, ráðum við engu um það sjálf hve mikið peningamagn er hér í umferð, til greiðslu launa og annars kostnaðar innan samfélagsins. Ef hliðsjón er höfð af því hve lítið við sköpum nú af gjaldeyri, er ljóst að verslun, þjónusta og verklegar framkvæmdir mundu dragast verulega mikið saman og líklega verða neyðarástand hérna á höfuðborgarsvæðinu.

Ég get því ekki annað en lýst vanþóknun minni á málflutningi lærðra manna, sem mæla því bót að nú verði skipt um gjalmiðil hér á landi. Sama á í raun við um stjórnmálamenn, nema að þeir geta afsakað sig með fákunnáttu, vegna þess að engar kröfur eru gerðar til stjórnmálamanna að þeir hafi vit á rekstri sjálfstæðs þjóðfélags, þó þeir séu kosnir til þess að stjórna því.       


mbl.is Ónýtur banki bjargar ónýtri krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband