Það hlýtur að vera skelfilegt að hlusta á svona óvitaraus

Í raun er "áfallastjórnun" ekki hugtak sem hægt er að nota yfir það ástand sem hér hefur gengið yfir. Réttara væri að segja að stjórnvöld hefðu nú loksins náð vopnum sínum til að berjast við þau vandamál sem þau létu hlaðast upp, meðan þau svifu um í vímuþoku velsældar. Í þeirri trú að stjórnunarsnilld þeirra hafi leitt til landsins Elvu óþrjótandi auðs, sem streyma muni til okkar um alla framtíð.

Í þessari óraunsæu vímuþoku velsældar voru þau skötuhjú, ásamt sínum nánustu ráðgjöfum, í byrjun október s. l. þegar, að þeirra mati, allt í einu var skrúfað fyrir Elvuna sem veitti auðnum hingað, svo engir peningar komu. Hjúin höfðu ekki einu sinni hugað að því að þau þyrftu vopn til að berjast fyrir tekjustreymi þjóðarinnar; hvað þá að þau hefðu skipað sveit vopnfimra manna til að auka tekjusköpun þjóðarinnar. Nei, slíkt hafði þeim ekki hugkvæmst.

Nú er sem sagt sá tími björgunaraðgerða kominn, að þau hjúin telja sig hólpin. Alþjóðleg björgunarsveit er búin að taka í tog flekan sem þau eru á, en áhöfnin öll hrekst um á stjórnlausu fari, án áttavita, leiðarvísa, matar eða húsaskjóls. Mikið er af skerjum og boðum á leið áhafnarinnar, og litlar líkur á að hún komist heil í höfn án leiðsagnar. Það finnst skötuhjúunum hins vegar aukaatriði. Það sé búið að bjarga þeim, svo nú geti þau skroppið snöggvast í gegnum þessa kreppu.

Já,  skilningurinn á þeirri stöðu sem þjóðin er í skín greinilega af hverju hennar orði. Þvílíkur leiðtogi.                      


mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég get bara ómögulega séð þessi vopn sem ríkisstjórnin á að hafa í höndunum önnur en þau sem þau geta valdið sjálfum sér skaða með. Skaðinn getur víst vart ekki orðið meiri en orðið er.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband