Mjólkaði LÍÚ kúna okkar?

Það er undarlegt að framkvæmdastjóri LÍÚ skuli tala um "að gera aflaheimildir upptækar", þegar engin lög fyrirfinnast um að útvegsmenn eigi nokkra einustu aflahlutdeild. Ríkið (þjóðin) á allar aflaheimildir og úthlutar heimildum til nýtingar þeirra einu sinni á ári. Við úthlutun hafa Stjórnvöld aðeins eina lagaskyldu við framkvæmd úthlutunar; sem einungis hefur verið notuð einu sinni, við fyrstu úthlutunina.

Hugtakið "varanleg aflahlutdeild" hefur ALDREI verið staðfest af Alþingi. Af þeirri ástæðu hefur svonefndur VARANLEGUR KVÓTI aldrei verið lögformlega til. Hann á sér því enga lögvarða réttarstöðu og engin útgerð getur sótt neina réttarstöðu á grundvelli þess að hún eigi varanlega aflahlutdeild.

Fyrir tíma kvótakerfisins, var hlutdeild útgerðarfélaga í heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða, rétt um 46% útflutningsverðmæta, en hlutdeild landvinnslu og byggðanna 54%. Þá var fjármagnskostnaður sjávarútvegsins örfá prósent af heildarverðmæti útflutnings og skuldir lægri en raunverulegt söluverðmæti lögformlegra eigna.

Nú er staðan sú að útgerðarfyrirtækin eru búin að sölsa undir sig meginhlutann af söluverðmæti sjávarafurða inn í sitt rekstrarumhverfi. Skuldir sjávarútvegsins eru tvöfallt eða jafnvel þrefallt raunverðmæti lögformlegra eigna. Og fjármagnskostnaður líklega kominn yfir 20% af heildar útflutningsverði sjávarafurða.

Þessa framþróun kalla "spekingar LÍÚ" hagkvæmni og hagræðingu í sjávarútvegi og tala um jákvæðan árangur af kvótakerfinu.

Nýlega var í Kastljósi fjallað um könnun á FJÁRMÁLALÆSI Íslendinga. Þar kom fram að þjóðin fékk algjöra falleinkun í fjármálalæsi. Sé litið til þess sem hér að framan er rakið um árangur kvótakerfisins, virðist mér að fjármálalæsi hjá LÍÚ sé innan við 1 í einkunn.

Í ljósi þess að kvótagreifar hafa selt þjóðareignir fyrir mörg hungruð milljarða - og stungið andvirðinu í eigin vasa, án þess að greiða af því virðisaukaskatt - er skiljanlegt að framkvæmdastjóra LÍÚ finnist sárt að horfa fram á að það eigi að taka af þeim stærstu mjólkurkúna. Ljóst er að engin útgerð hefur getað skilað þeim rekstrarhagnaði sem útvegsmenn hafa krafist sem söluverð - í sinn vasa - fyrir þær aflaheimildir sem þeir fengu úthlutað ókeypis.

Í ljósi þess fjármálalega ólæsis sem greinilega er fyrir hendi hjá LÍÚ,  er engin undur þó framkvæmdastjóri þeirra skilji ekki þá hugsun sem felst í því að sjávarútvegurinn verði aftur sú undirstaða atvinnulífs í hinum dreifðu byggðum landsins, sem hann var fyrir hagræðingu LÍÚ "spekinganna" og auðlindaþjófnað þeirra.                


mbl.is Ekki hyggindi að slátra mjólkurkúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr! Orð í tíma töluð.

Ég held að flestir hér á landi þjáist af alvarlegum læsisskorti á allt sem kemur tölum og stærðum við. Hagræðing á kostnað almennra tækifæra til bæta lífskjör sín þjónar vissulega fáum. Það er meiri enn hálf öld þegar flestar efnameiri þjóðir heimsins gerðu sér grein fyrir að fólksfækkun á landsbyggðinni væri mikið vandmál sem skapaði stórborgunum aukin útgjöld.  Hinsvegar stuðlar jafnari dreifing að betri og nýtingu á landsins gæðum. Því fleiri ábyrgir eigendur, því betra: mikill almenn eyðsla veldur mikilli eftirspurn og mun mælast sem hagvöxtur.

Ég var ekki gamall þegar ég sá í hendi mér að geyma mæti allt umfram kjöt upp á vatnjökul til að spara rándýran geymslukostnað.  Svo mátti líka flytja alla Íslendinga í nokkra skýjakljúfa og spara allan aksturskostnað. Hagræðing sem leiðir til fákeppni þar sem öflug samkeppni á við bíður ekki upp á góða almenna velferð heldur mikla þörf fyrir kostnaðarsamt lélegt risa velferðakerfi. 

Júlíus Björnsson, 11.5.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband