Var nauðsynlegt að hækka skuldir landsmanna, til þess að ná mætti í 2,5 milljarða í tekjur fyrir ríkissjóð ???

Þegar maður horfir á síðustu aðgerðir núverandi ríkisstjórnar, vegna gífurlegs halla á ríkissjóði, fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér heildarþekkingu stjórnmálamanna á þeim aðstæðum sem þjóðin setndur frammi fyrir.

Í þeim athugunum sem gerðar hafa verið, m.a. fyrir tilstuðlan stjórnvalda, hefur komið fram að umtalsverður fjöldi heimila - jafnvel ríflegur meirihluti þeirra - býr nú þegar við afar þröngan kost og horfir jafnvel fram á gjaldþrot. Greiðslustaðan er í molum og vaxandi örvænting er hjá þeim aldurshópum, sem eðlilegast væri að hefðu drifkraft og kjark, til þess að vinna þjóðina út úr erfiðleikunum.

Við þessar aðstæður, leggja þau sömu stjórnmálaöfl og gáfu fögur fyrirheit um mikilvirkar hjálparaðgerðir fyrir heimilin í landinu, nú umtalsverðar viðbótarálögur á þessi sömu heimili, til þess að létta á þann fjárhagsvanda sem ríkissjórnin þarf að finna lausn á. Raunverulegra lausna var ekki leitað, heldur teknir peningar frá þeim þegnum samfélagsins sem ekki gátu varið sig. Þeir þurftu ekki að borða; húsbóndinn vildi fá meiri mat.

Líkja má þeim Jóhönnu og Steingrími við hjón sem taka að sér hóp barna, sem þau lofa betra lífi og meiri umhyggju en þau höfðu áður. Þegar heim er komið, kemur í ljós að tekjur eru ekki nægar fyrir mat handa öllum. Jóhanna tekur því drjúgan skammt af diski hvers barns og setur á diskinn hjá Steingrími, svo hann fái svona langleiðina það sem hann vill fá. Börnunum er bara sagt að þegja og borða þessa mola sem eftir séu og vera ekkert að þenja sig. Það sé ekki hægt að gera þetta öðruvísi.

En er það raunveruleikinn?

Engum sem sér út yfir heildarsvið þjóðlífsins, getur dulist að mikið þarf að breyta hér starfsháttum og rekstri hins opinbera, til þess að þjóðfélagið geti notið nauðsynlegrar samfélagsþjónustu á komandi árum. Nýlegar aðgerðir ríkissjórnarinnar eru að engu leiti innlegg í þær breytingar, því í þeim aðgerðum er vandinn einungis færður frá stjórnvöldum yfir til einstaklinganna, sem fyrir höfðu enga möguleika á að bæta á sig byrgðum, líkt og teikning Halldórs í Morgunblaðinu í dag bendir á.

EN, var þá hægt að ná í þessa 2,5 milljarða í ríkissjóð, án þess að leggja auknar byrgðar á heimilin í landinu?

JÁ, það var hægt og meira að segja án þess að það gengi neitt verulega nærri þeim sem greiða myndu þá fjárhæð.

Frá 1. janúar 1994, hefur verið skylt að greiða virðisaukaskatt (VSK) af öllum fiski. Öllum sem selja fisk, er skylt að greiða þennan skatt og er sama í hvaða formi fiskurinn er; hvert selt kíló af fiski skal greiða X % VSK.

Sala aflaheimilda (Kvótasala) hefur alla tíð farið þannig fram að kvótahafi selur kvótalausum ákveðinn fjölda kílóa af ákveðinni fiskitegund, óveiddri í hafinu kringum Ísland; annað hvort á yfirstandandi fiskveiðiári, eða til lengri framtíðar. Verðið á kílóinu segir þar til um.

Án allra tilskilinna lagaheimilda, tók þáverandi ríkisskattstjóri (sá sem var á undan Indriða H. Þorlákssyni) þá ákvörðun að veita kvótasölum undanþágu frá því að greiða VSK af kvótasölu.  Heimild til slíkrar undanþágu er ekki í höndum ríkisskattstjóra, því það er algjörlega óheimilt að gera neinar breytinga á skattheimtuþáttum, nema með samþykki Alþingis. Í 40 gr. stjórnarskrár segir svo: (Áhersluletur er mitt)

40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum.   

Þar sem Alþingi var búið að ákvarða að af allri sölu á fiski væri skylt að greiða VSK, þá hafði ríkisskattstjóri enga heimild til að breyta út af þeirri tilskipan. Þetta lét ég reyna á með beinum hætti og hafði mitt fram. Ríkið á að fá greiddan VSK af allri kvótasölu; hvort sem sú sala er kölluð leiga eða sala á heimildum.

Ef Stjórnvöld hefðu haft manndóm í sér til að innheimta þegar útistandandi VSK, vegna kvóta- sölu og leigu undanfarinna ára, hefði verið hægt að ná í ríkissjóða nokkuð á annan tug milljarða, frá mönnum sem tóku inn umtalsverðan fjölda milljarða fyrir sölu á eignum þjóðfélagsins. Sú innheimta hefði ekkert aukið útgjöld heimilanna og ekkert hækkað verðbólgu eða höfuðstól lánanna okkar.

Ég er á því að stjórnvöldum sé veruleg þörf á ráðgjöf og hjálp frá mönnum sem hafa yfirsýn til að geta unnið á vanda þjóðarinnar. Við leysum þann vanda ekki með ráðgjöf frá sama fólkinu og, annað hvort spilaði með í hrunadansinum, eða sat þegjandi hjá og gerði sér kannsi ekki fulla grein fyrir hvaða skelfingu var verið að leiða yfir þjóðina.         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Kæri Guðbjörn hvað gerir þú ef þér er kalt á fótunum?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 30.5.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Stjórnendur samfélagsins færu í ullarsokka og gleymdu svo fótkuldnum þar til þeim yrði kalt aftur. Ef svo líklega bæri undir þá færu þeir bara í aðra ullarsokka utanyfir hina og svo koll af kolli. En ástæðan fyrir fótkuldanum er aukatriði og yrði seint og illa skoðuð.

Verðhækkanir á luxusvörum (eins og áfengi, tóbaki og eldsneyti) er hrein og bein svikamilla til að hækka verðtryggð lán landsmanna og þ.a.l. jafnvel útlánavexti í kjölfarið og aðrar verðhækkanir á þjónustu og öðrum álögum til að láta boltan rúlla, En þetta er líklega sú einfaldasta lausn til að ná inn tekjum í ríkisjóð og sleppa því og eða gleyma að skoða rót vandans ofaní kjölin. Þannig getum við bara látið okkur reka inní framtíðina undir stjórn stjórnleysu.

Jóhanna Garðarsdóttir, 31.5.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband