Það hlaupa greinilega fleiri á sig en Davíð.

Ég velti fyrir mér hvort það geti verið, að eftir öll þessi ár á Alþingi, sé Steingrími J. enn ókunnugt um hvaða aðili það er sem skuldbundið geti ríkissjóð til fjárútláta? Óneitanlega benda tilsvör hans til slíks, eða þá að hann telji þjóðina það heimska að hún viti ekki hver ákveður fjárútlát.

Innan gæsalappa, er eftirfarandi haft eftir Steingrími í þessari frétt:

„Það er fyrst og fremst með vísan til þess í hvaða farveg málið var sett af hálfu fyrrverandi ríkisstjórnar með bréfum frá íslenskum ráðaneytum, með yfirlýsingu fyrrverandi forsætisráðherra, með undirritun minnisblaða og samstarfyfirlýsinga. Og þar á meðal er samstarfyfirlýsing við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember 2008 sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri undirritar sem annar af tveimur fulltrúum íslenskra stjórnvalda.“    

Bréf frá íslenskum ráðaneytum skuldbinda ekki ríkissjóð.

-- yfirlýsingu fyrrverandi forsætisráðherra  skuldbindur ekki ríkissjóð.

-- undirritun minnisblaða og samstarfyfirlýsinga skuldbindur ekki ríkissjóð.

--  samstarfyfirlýsing við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember 2008 sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri undirritar sem annar af tveimur fulltrúum íslenskra stjórnvalda.  skuldbindur ekki ríkissjóð til fjárútláta.

Einungis bein samþykkt Alþingis á því að ríkissjóður Íslands beri bótaábyrgð gagnvart einhverjum kröfum eða áhættuþáttum, geta talist skuldbindandi fyrir ríkissjóð.

Getur það verið að Steingrímur viti þetta ekki, eftir öll þessi ár á Alþingi?

Sé það svo, er varla von að vel fari fyrir þjóðinni, með svo litla þekkingu í svo mikilvægu embætti.    


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Steingrímur J. hefur klúðrað málinu.  Hvers vegna leynd og fals með borðleggjandi mál?

Sigurjón Þórðarson, 5.7.2009 kl. 18:29

2 identicon

Eruð þið semsé svo vitlausir að halda það að þegar að knettinum sé rúllað að það sé ekkert mál að stoppa hann.
Ef svo er þá er ykkur ekki viðbjargandi frekar en öðrum úr blásamtökum stórglæpamanna.

Þegar byrjaðar eru viðræður og skrifað undir skjöl er búið að fastsetja hlutina og verður að leggja þá fyrir þinginu.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 20:16

3 identicon

Sæll félagi, langt síðan við höfum sést - ég get því miður ekki verið þér sammála um Steingrím, ég er alveg viss um að hann veit þetta og það sem meira er að ég hef ekki nokkra trú á að hann haldi þjóðina heimska -

Að mínu mati er hann að bregðast við þessu "frábæra" eða hitt þó heldur, útspili Davíðs og gera lesendum ljóst að með framkomu sinni hefur DO og þeir aðrir aðilar sem stóðu í þessum samningaviðræðum síðastliðið haust, bundið svo hendur núverandi ríkisstjórnar við að landa einhverjum samningi sem var betri fyrir okkur sem þjóð, heldur en þau drög sem þeir voru með uppi á borðum.

Ég legg ekki það mat, á verk hvorki samninganefndarinnar né ríkisstjórnarinnar sem nú situr, að ætlunin sé að valta yfir alþingi með þessu samkomulagi og skuldbinda þjóðina - Alþingi gerir það og minnumst þess að samkvæmt stjórnarskrá skal hver þingmaður kjósa eftir sannfæringu sinni

- að sjálfsögðu veit Steingrímur þetta og mér hefur ekki fundist núverandi ríkisstjórn hafa gefa neitt annað í skyn.........

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 20:28

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Íslenskir og hollenskir ráðaherrar náðu samkomulagi um þetta síðastliðið haust. Eftir að fundi ráðherra þessara ríkja lauk fögnuðu þeir því að deilum um þetta mál væri lokið.

Getum við í dag bara látið sem þetta samkomulag skipti engu máli og sagt: "Því miður, þetta var nú bara sagt svona í gamni"???? Kannski getum við það, en ætli að það yrði nú ekki þá einhvar bið á því að tekið yrði mark á fulltrúum þessarar þjóðar við samningaborð í framtíðinni?

Árni Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 20:37

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sælir strákar.   Hvernig vinnur þjóð sér traust?  Gerir hún það með því að láta hafa sig að fífli, með því að taka á sig samningslegar skuldbindingar sem henni var ekki skylt að gera?

Hvergi eru til nein lagarök, né skuldbindandi fyrirheit, sem skuldbinda ríkissjóð til að taka á sig þessar umræddu skuldbindingar. Hins vegar virðist þjóðfélagið vera yfirfullt af páfagaukum, sem bergmála heimskulegar pólitískar setningar, sem engin lagarök eru fyrir.

Ef þið viljið endilega framkalla alvarlega örbirgð hér á landi í 40 til 50 ár, skuluð þið endilega staðfesta þennan samning og brosa út í bæði. Hvor leiðin sem verður farin, mun engin áhrif hafa á líf mitt, og afkomendur á ég enga, svo þessi páfagaukaheimska  angrar mig ekki.

Hve oft hafa Íslendingar ekki tapað á gilliboðum, líkum þeim sem IceSave reikningarnir voru, er erlendir aðilar komu hingað og buðu gull og græna skóga ef lagðir væru peningar í ávöxtunarleiðir þeirra?  Ég hef ekki tölu á þeim tilfellu, eða þeim fjölda sem tapað hafa umtalsverður fjárhæðum í slíka glópsku. Hafa bætur fyrir slíkt verið sóttar í ríkissjóði viðkomandi landa?  Ekki hef ég orðið var við það.

Ef þið geti einhvers staðar fundið skýr lagarök fyrir því að íslensk stjórnvöld hafi lögformlega aðkomu að skuldastöðu Landsbankans, þá endilega birtið það hér á vefnum. Flestir færustu lögspekingar þjóðarinnar, ásamt mörgum erlendum aðilum finna ekki þessi lögformlegu tengsl. Kannski vitið þið betur. Sé svo, þá birtið endilega þær lagagreinar, með skýringum, það gæti skýrt málið.

Það er auðvelt að bulla frá sér allt vit og verðmæti, og mér sýnist margir af þeim sem hér hafa verið valdir til forystu vera á góðri leið með að gera slíkt.

Í pistlum hér framar á þessari síðu getið þið fundið pistla sem sýna hve fráleitt er að ríkissjóður hafa lögformlega tenginu við þessar skuldir Landsbankans. Ég endurtek ekki það sem þegar hefur verið sagt, en bíð eftir skýringum á lögformlegum skyldum okkar til að greiða fyrir asnaskap Hollendinga og Breta. 

Guðbjörn Jónsson, 5.7.2009 kl. 23:48

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þá getur skv. þessu ríkisstjórn ekki samið við einn né neinn og ekki tekið neinar ákvarðanir ef þær eru ekk bornar undir atkvæði. Ríkisstjórn gæti ekki samið um frið ef við værum í stríði - ríkisstjórn gæti ekki samið við ríkisstarfsmenn um kjör ef að að það er ekki borið undir Alþingi - Ríkisstjónr gæti ekki skirfað undir neitt samkomulag nema að Alþingi samþykkti það? Held að þó að fjárveitingarvaldið sé sannarlega hjá Alþingi þá verði það ekki trúleg þjóð sem mætir í alla samninga með því fororði að allt sem skrifað er undir sé bara svona í gamni og að viðsemjendur þurfi að bíða í nokkra mánuði eða ár eftir því að Alþingi samþykki það.

Ef að ríkisstjórn gefur út yfirlýsingu vegna milliríkjasamninga þá verður að líta á það sem lögformlegt! Skárra væri það nú! Annars hyrfi allt traust úr samskiptum landa. Við getum t.d. horft til þess að ríki mundi gefa út yfirlýsingu um að flugvél frá öðru ríki mætti fljúga yfir landið en mundi svo skjóta hana niður af því að þetta var bara yfírlýsing.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.7.2009 kl. 00:54

7 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Magnús.  Ef meirihluti þjóðarinnar hefur jafn litla þekkingu á stjórnarskrá, stjórskipunarlögum, lögum um ráðherraábyrgð og reglugerðum um lýðræðislega stjórnun þjóðfélagsins og fram kemur í þessum skrifum þínum, er ósköp eðlilegt að þjóðin sé í eins vondum málum og hún er nú.

Þekking á forsendum frelsis og sjálfstæðis hafa aldrei skaðað neinn, svo þér er alveg óhætt að lesa þér svolítið til um stjórnunarreglur lýðveldis okkar.

Með kveðju, G.J. 

Guðbjörn Jónsson, 7.7.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband