Gæði menntunar fer ekki eftir peningaupphæðum

Í mörg ár höfum við, marg ítrekað, mátt lesa umsagnir fólks sem flutt hefur hingað heim erftir dvöl í útlöndum, um að menntun hér sé langt á eftir því sem gerist í öðrum löndum.

Einnig hafa borist fregnir frá fólki sem flytur til útlanda, um að börn þess séu langt á eftir jafnöldum sínum í menntunarstigi og það sé virkilegt átak fyrir börnin, samhliða því að ná tökum á nýju tungumáli, að vinna upp það sem íslenska skólakerfið var á eftir.

Að mínu viti er það undansláttur að segja að menntunarstig hér sé þetta á  eftir vegna skorts á meiri peningaútlátum hins opinbera. Gæði kennslunar á ekki að ráðast af útstreymi fjármagns úr opinberum sjóðum, heldur eiga gæðin að ráðast af hæfileikum kennara til að vekja náttúrulega forvitni nemandans, með framsetningu sinni á námsefninu.

Ég hef lengi gagnrýnt kennslustefnu hér á landi, þar sem mér virðist viðmið og þekkingarmælingar miðast við þá staðla sem notaðir voru á fyrri hluta síðustu aldar, þegar þekking var mæld eftir þekkingu nemanda á ritverkum, ljóðum, landafræði og náttúrufræði, auk lesturs og reiknings. Lífsafkoman lærðist af daglega lífinu utan skóla, þar sem börnin þekktu oftast vel til lífsstarfa foreldra sinna og leikir barna voru oftast smækkuð mynd af viðfangsefnum hinna fullorðnu.

Með vélvæðingu, tæknivæðingu og sköpun fjölbreyttra starfa í iðnaði og viðskiptalífi, slitnaði þekkingarþráður barnsins við lífsstarf foreldris og það sat eftir í tómarúmi, án neinnar fræðslu um þá nýbreytni sem varð á lífsbaráttu hinna fullorðnu. Á sinni tíð, reyndi ég að koma þessum skilningi inn hjá menntamálayfirvöldum og smiðað var hugmyndafræði sem kölluð var "Lífsleikni".

Markmiðið var að þar yrði kennd raunhæf stöðluð mynd af því hvernig ungt fólk fótar sig fyrstu árin í sjálfsforræði fjármála og uppbyggingu lífsafkomu sinnar. Þar átti fyrst og fremst að vera inni haldgóð þekking á fjármálaumhverfi og mikilvægi þess að vera þekktur að heiðarleika og vera traustur til starfs eða samskipta.

Því miður varð áformið um "lífsleikni" að engu, loksins þegar það kom út úr útþynningarumhverfi kennarasambandsins. Þá var það orðið einskis nýt tímaeyðsla; enda er enn í dag t. d. engin raunhæf kennsla í  hinum raunverulegu gildum fjármálalífsins. Einnig er greinilega engin kennsla í þeim fræðum sem varða fjármögnun samneyslu okkar, eða hvernig við þurfum að haga lífi okkar til að geta haldið áfram að vera fjárhagslega sjálfstæð þjóð.

Við Íslendingar höfum lengi sýnt það með miklum tilþrifum, að við förum létt með að eyða miklum peningum á stuttum tíma, í afar óarðbæra hluti. Það er því afar óraunhæft að ætla að mæla gildi menntunar út frá peningum sem við eyrnamerkjum menntunarmálum.                   


mbl.is Ísland ver hlutfallslega mestu til menntamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband