Þetta eru nú meiri rugludallarnir

Það væri fróðlegt að vita hvaða tölugildi fyrir landsframleiðslu þeir eru að nota. Eru þeir að miða við þá landsframleiðslu sem var í fyrra (þegar hrunið varð) ? Eða eru þeir að miða við þá landsframleiðslu sem er nú? Eða eru þeir að miða við þá landsframleiðslu sem fyrirsjaanleg tekjuöflun þjóðfélagsins muni bera á næstu árum, að frádregnum þeim stóra hluta gjaldeyristekna sem fara þarf í greiðslu erlendra skulda?

Mér finnst svona framsetning beinlínis benda til fákunnáttu á mati hæfis til skuldaþols, eða að þeir álíta þjóðina samansafn rugludalla, sem hægt sé að segja hvað sem er.

Hver ástæðan er fyrir svona heimskulegu tali manna sem eiga að teljast "sérfræðingar" á þessu svið, er ekki gott að segja.  Þetta er alla vega ekki álitsauki, í framhaldi af fyrri kjánaskap þeirra í málefnum okkar.                


mbl.is Skuldirnar ekki óviðráðanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Góður Guðbjörn, rétt að berja aðeins á þessum "lýðskrumurum" - þegar AGS opnar á sér kjaftinn þá verður mér hugsað til "...ljúgðu GOSI...segðu satt..!" Vandamálið er bara að það er innbyggt hlutverk AGS að LJÚGA ávalt, þeirra einna markmið er að senda út jákvæðar fréttir og tilkynna að AUÐVITAÐ sé ekkert mál að borga þessar skuldir það munni takast...!  Mega fyndinn handrukkari þeirra ríku.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 30.10.2009 kl. 14:24

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það væri verðugt viðfangsefni fyrir nemanda í stjórnmálafræði eða þá sagnfræði að safna saman álti allra akademiskra fræðinga (klikkhausa) fyrir og eftir hrunið á Íslandi. Og svo má auðvitað ekki gleyma pólitíkusunum sem komu nú aldeilis ekki blankir til umræðunnar.

Árni Gunnarsson, 30.10.2009 kl. 21:22

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þá sagði Flanagan að eftir því sem endurheimt erlendra eigna bankanna og verðhækkun þeirra hafi miðað áfram hafi staðan batnað.

100 fjölskyldur sem skulduðu banka 20 milljónir hver fyrir lokun lánalína EU skulda eftir handstýrða 50% verðrýrnun krónunnar af seðlabankakerfi EU skulda nú um 30 milljónir hver en eiginfé bankans hefur aukist um milljarð. 2 milljarða ef hver hefði skuldað 40 milljónar.

Þökk umsaminni bólgutengingu  sem tók mið af stöðuleika af hálfu allra aðila á samtíma.

Bankarnir geta nú leikandi afskrifað skuldir vel treystandi óráðsíumanna að eigin skyldleika mati.

Júlíus Björnsson, 2.11.2009 kl. 02:56

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þökk umsaminni bólgutengingu  sem tók mið af stöðuleika af hálfu allra aðila á sama tíma

Júlíus Björnsson, 2.11.2009 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 164791

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband