Spéspegill ársins?

Ég er einn þeirra sem sakna þess að skaupið skuli ekki vera spéspegill þjóðþekktra atburða hins liðandi árs, sýndir í hinni rómuðu Íslensku fyndni. Að þessu leiti fannst mér skaupið nú bregðast, rétt eins og komið hefur fyrir nokkur undanfarin skaup.

Mér virtist skaupið nú eiga að birta mynd af einhverjum atburðum og dagskrárliðum fjölmiðla sem lítið sem ekkert hefur að gera með spegil samfélagsins. Þegar svo við bætist að atriðin eru birt með aulafyndni líkt og mjög er þekkt úr Bandarískum sjónvarpsþáttum, þarf sérstakt metnaðarleysi gagnvart samfélagi okkar til að finna til skemmtunar.

Ef ég ætti að bera fram eina ósk, Íslensku gaman-listafólki til handa, mundi ég óska þess að það hætti að bera fram efni sitt með þeim aulahætti sem einkennt hefur undanfarin ár. Við eigum djúpar rætur í Íslenskri fyndni, sem hæfir okkar lundarfari mikið betur en þessi Bandaríska aulafyndni.

Mér finnst líka að velja þurfi handritshöfuna að spéspegli ársins, út frá þeirri forsendu að þeir þekki vel til sem flestra þátta þjóðlífsins og hafi þroska til að sjá fyndnu þættina í atburðum ársins með augum Íslendingsins.

Ég hef engann hitt enn sem fannst skaupið skemmtilegt.

Með ósk um að nýja árið færi ykkur góða heilsu, fögnuð, fengsæld og kærleika. 


« Fyrri síða

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband