Bloggfćrslur mánađarins, september 2014

Allir skulu vera jafnir fyrir lögunum

Yfirskrift ţessarar greinar er ein af grundvallarreglum stjórnarskrár okkar.

Um nokkurt árabil hef ég međ vaxandi ugg fylgst međ framgangi réttarfars í landinu okkar. Í einkamálum eiga dómstólar okkar ađ starfa eftir lögum um međferđ einkamála nr. 91/1991 (EML). Í 1. málsgrein 1. greinar ţeirra laga segir ađ: „ Lög ţessi taka til dómsmála sem hvorki sćta sérstakri međferđ eftir fyrirmćlum annarra laga né eiga undir sérdómstóla lögum samkvćmt.“  Í 2. málsgrein segir svo eftirfarandi:

Í hérađi eiga mál samkvćmt lögum ţessum undir hina reglulegu hérađsdómstóla eftir löggjöf um skipan dómsvalds í hérađi.“

Engin lög virđast vera til sem heita lög um skipan dómsvalds í hérađi og enginn lagabálkur sem beri ţetta nafn. Af ţví leiđir ađ hérađsdómstólar starfi eingöngu eftir lögum um međferđ einkamála, viđ úrlausn ţeirra einkamála sem til ţeirra er skotiđ.

  Á undanförnum árum, jafnvel áratugum, hefur stöđugt veriđ ţrengt ađ almenning viđ gćslu réttarhagsmuna sinna. Og fyrir nokkru var svo komiđ ađ almenningur á ekki lengur opinn ađgang ađ réttarkerfinu til ađ bera undir ţađ ţau atriđi sem fólk telur ađ á sér sé brotiđ. Einkum er ţađ tvennt sem lokar leiđ almennings til réttarúrrćđa. Annars vegar er ţađ sú stađreynd ađ í lögum landsins hefur lögmönnum veriđ fengin lyklavöldin ađ dómstólunum. Reglur hafa veriđ settar svo flóknar ađ almenningur treystir sér ekki til ađ koma máli sínu á framfćri viđ dómara. Og dómarar vísa málum hiklaust frá dómi ef formgalli er á málatilbúnađi, ađ ţeirra mati. Jafnvel ţó sá formgallinn sé óverulegur og hafi engin áhrif á tilurđ eđa framgang málsins.  Hins vegar er ţađ svo hinn gífurlega mikli kostnađur sem fylgir ţví ađ fá lögmann til ađ skođa mál eđa reka ţađ fyrir dómstólum. Ţann kostnađ rćđur almenningur ekki viđ. Ţessi tvö atriđi loka ađ mestu réttarfarsleiđum almennings.

Ég tel ađ lögmönnum hafi á umdeilanlegan hátt veriđ fengin lyklavöldin ađ réttlćtisúrrćđum almennings. Hérađsdómstólar eiga í málsmeđferđum sínum ađ starfa eftir lögum um međferđ einkamála EML. Í III. kafla ţeirra laga, sem heitir Ađild og fyrirsvar, er gert ráđ fyrir ađ einstaklingar komi sjálfir fram í málum sínum, séu ţeir fćrir um ţađ. Í 6. málsgrein 17. gr. er ţó ákvćđi um ađ telji dómari einstaklinginn ófćrann um ađ gćta hagsmuna sinna ákveđur dómari ađ:  „skuli hann ráđa sér hćfan umbođsmann til ađ flytja máliđ.“   Athygli er vakin á ţví ađ ţarna stendur einungis ađ ráđa sér umbođsmann en ekki talađ um ađ ráđa sér lögmann.  Umbođsmađur getur veriđ hver sem er, sem hefur ţekkingu á málinu og ţeim helstu lagareglum sem ađ ţví lúta.

Ţá komum viđ aftur ađ hinum sérkennilega lykli sem lögmenn virđast hafa komiđ sér upp, líklega međ óafvitandi ađstođ löggjafans. Eins og margar ađrar starfsstéttir, hafa lögmenn fengiđ sett lög til verndar starfsréttindum sínum og ţeim skyldum sem ţeir bera gagnvart viđskiptaađilum sínum og umbjóđendum. Lög ţessi heita: Lög um lögmenn nr. 77/1998 (LML). Í 2. grein ţessara laga virđast lögmenn koma ađ atriđi sem hefur veriđ látiđ yfirskyggja ákvćđiđ um ađ fólk ráđi sér  hćfan umbođsmann til ađ flytja máliđ ţví í 2. grein LML segir eftirfarandi:

„Ef ađili fer ekki sjálfur međ mál sitt fyrir dómi eđa sá sem ađ lögum getur veriđ fyrirsvarsmađur hans í dómsmáli verđur ekki öđrum en lögmanni faliđ ađ gćta ţar hagsmuna hans, sbr. ţó 3. mgr.“   Á grundvelli ţessa ákvćđis virđast flestir dómstólar hafa lokađ ađgangi almennings á ákvćđi 6. málsgreinar 17.  greinar EML og fólki meinađ ađ ráđa sér hćfan umbođsmann til ađ flytja máliđ.

Á ţađ ber ađ líta í ţessu sambandi ađ allir dómarar eru ađ menntun til lögmenn. Gćti ţađ hugsanlega veriđ ástćđan fyrir ţví ađ dómarar gera starfsréttindalögum lögmanna svo hátt undir höfđi ađ ţeir láti ţau víkja til hliđar ţeim lögum sem dómstólar eiga ađ starfa eftir?  Enga lögmćta skýringu er ađ finna á ţeirri reglu dómstóla ađ víkja til hliđar ákvćđum EML, til ađ hefja til vegs lög sem dómstólnum er ekki ćtlađ ađ starfa eftir.

Fleiri ţćttir eru líka í starfsemi einhverra dómstóla sem ekki eru í samrćmi viđ ákvćđi stjórnarskrár um hlutleysi og óhlutdrćgni ţeirra, auk ţeirra laga sem dómstólar eiga ađ starfa eftir. Er ţar átt viđ afar skýrt ákvćđi 1. málsgrein 96. greinar EML um ađ ţeim sem stefnt er fyrir hérađsdóm sé skylt ađ mćta sjálfir viđ ţingfestingu málsins en eftir ţađ geti ţeir faliđ ţeim lögmanni sem ţeir kjósa ađ annast málarekstur fyrir sig. Umrćtt ákvćđi er alveg ótvírćtt og hljóđar svo:

„96. gr. 1. Nú sćkir stefndi ekki ţing ţegar mál er ţingfest og ekki er kunnugt ađ hann hafi lögmćt forföll, og skal ţá máliđ tekiđ til dóms í ţeim búningi sem ţađ er...“

Eins og ţarna kemur skýrt fram segir í lögunum ađ:  Nú sćkir stefndi ekki ţing.  Ekki er ţarna talađ um stefnda eđa fulltrúa hans, heldur einungis stefndi í eigin persónu.  Framhjá ţessu skýra ákvćđi ţeirra einu laga sem dómstólar eiga ađ starfa eftir í einkamálum, ganga stjórnendur hérađsdómstóla af einbeitni. Međ ţví framkvćma ţeir nokkuđ fjölţćtt brot á grundvallarreglu réttarfars. Í fyrsta lagi brjóta ţeir ţćr grundvallarreglur sem löggjafinn setur dómstólum til ađ starfa eftir. Í öđru lagi bregđast ţeir ţví hlutleysi og óhlutdrćgni sem stjórnarskráin áskilur ţeim ađ fara eftir í starfsemi sinni. Í ţriđja lagi heimila dómstólar lögmönnum, án sýnilegs eđa lögmćts umbođs, ađ mćta viđ ţingfestingu máls fyrir óskylda og ótengda ađila og brjóta ţar međ mikilvćga réttarfarshagsmuni stefnenda (málshefjenda), sem eiga fullan rétt á útivistardómi mćti stefndi ekki sjálfur til ţingfestingar málsins.

Hlutleysi dómstóls felst m. a. í ţví ađ hann geri í engu upp á milli málsađila. Ađ ţessu leyti er t. d. hérađsdómur Reykjavíkur ekki hlutlaus dómstóll, ţví viđ ţann dómstól hefur lögmađur fasta vinnuađstöđu í ţingfestingarsal dómsins, í ţví augnamiđi ađ SEGJAST vera mćttur fyrir ţá ađila sem stefnt er.  Ekki getur hann framvísađ neinum heimildum ţar ađ lútandi frá hinum stefndu. Međ ţví ađ samţykkja ţennan umbođslausa lögmann sem mćtingarađila viđ ţingfestingu máls, brýtur dómstóllinn lög á stefnanda málsins, ţar sem 1. málsgrein 96. greinar segir skýrt fyrir um hvađ gera skuli ef stefndi mćtir ekki sjálfur í ţingsal viđ ţingfestingu málsins (sjá hér framar ákvćđi laganna).

Ekki er ţađ sem ađ framan er lýst hiđ eina sem dómstólar okkar hafa vikiđ af vegi réttra laga og réttlćtis. Í 1. málsgrein 7. greinar ţeirra einu laga sem dómatólar eiga ađ starfa eftir varđandi međferđ einkmála, segir ađ: „Dómari stýrir ţinghaldi og gćtir ţess ađ ţađ sé háđ eftir réttum reglum. Alla vega er ţađ tíđkađ viđ hérađsdóm Reykjavíkur ađ ţingfestingu og annarri fyrirtöku er EKKI STÝRT AF DÓMARA, heldur af reynslulausum lögfrćđingum sem ráđnir eru tímabuđniđ sem ađstođarmenn dómara.  Ţrátt fyrir hin skýru upphafsorđ 7. greinar EML, sem birt eru hér ađ ofan, virđast dómstjórar af einbeitni brjóta eina af meginreglum ţess trúnađartrausts sem almenningi finnst hann eiga rétt á ađ geta boriđ til dómstóla.

Eins og ađ framan er lýst, ráđast afar mikilvćgir hagsmunir stefnenda á fyrsta degi, ţingfestingardegi máls ţeirra, mćti stefndi ekki sjálfur til ţingfestingar. Ţađ er í raun óafsakanlegt af dómstjórum ađ setja reynslulausa ađstođarmenn sína í ţá hćttu ađ ţeir lendi í persónulegri málshöfđun vegna réttarspjalla, sem risiđ gćti vegna rangra viđbragđa óreyndra ađstođarmanna í einu mikilvćgasta ţinghaldi hvers máls, sem ţingfestingin er. Bótaréttur vegna mistaka skipađs dómara í starfi verđur sóttur međ málshöfđun á hendur ríkissjóđi. Um slíkt er ekki ađ rćđa varđandi mistök ađstođarmanna, ţar sem ţeir hafa ekki hlotiđ embćttisskipan frá ráđherra, heldur starfa ţeir undir lögum um ríkisstarfsmenn og eru ţví persónulega ábyrgir fyrir mistökum sínum. Málshöfđun gćti ţví ekki beinst annađ en ađ ţeim persónulega. Ađ stofna starfsmönnum sínum í slíka skađabótahćttu er afar lítilmannlegt af stjórnendum dómstóla og virđist glöggt merki um litla virđingu ţeirra fyrir ađstođarmönnum sínum, ţeim lögum sem dómstóllinn á ađ starfa eftir og almennum r innan skamms verđi ađ ađ gi rtriđa ţar sem dţeirra fyrir ađstođarmönnum sembćttisskipan frđ ađ almeningur éttlćtisţáttum.

Hér hefur einungis veriđ drepiđ á örfá atriđi af öllum ţeim fjölda atriđa ţar sem dómstólar okkar hafa vikiđ af vegi réttlćtis og heiđarleika í vinnubrögđum sínum.  Ekki er útilokađ ađ innan skamms verđi fleiri atriđi tekin til skođunar, og ţá ekki síst afar einkennileg vinnubrögđ sýslumannsembćtta, sem alla jafnan stilla sér upp viđ hliđ kröfuađila (gerđarbeiđanda), í stađ ţess ađ vera hlutlaust embćtti sem gćti réttinda beggja ađila málsins. 

 

 

 

 

 


Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband