Bloggfćrslur mánađarins, mars 2016

Sannleikurinn um hćkkun lífeyris eldri borgara

Ég mikiđ búinn ađ velta vöngum yfir öllu ţví talnaflóđi sem frá Hagstofunni kemur og undrast ađferđir til sundurliđunar og uppgjörs útgjaldaliđa. Einkum er athyglisvert hvernig niđurstöđutölur breytast á hverju ári mörg ár aftur í tímann, ţannig ađ ekki kemur fram nein áreiđanleg samantekt af rauntölum tekju- eđa gjaldaliđa fyrir samfélags okkar.

Ţetta hefur oft valdiđ mér nokkru basli og einnig nú ađ undanförnu, ţví ég hef veriđ ađ leita ađ skýringum á ţví hvers vegna sagt er í „kerfinu“ ađ t. d. eldri borgarar hafi fengiđ til baka ţćr skerđingar sem af ţeim voru teknar eftir bankahruniđ 2008.

Ţađ ćtti ađ vera hćgt er ađ sjá vísbendingar um slíkt međ ţví ađ skođa lykilţćtti í rekstri samfélagsins okkar gegnum skráningu Hagstofunnar. Ég hef til glöggvunar veriđ ađ skođa tímabiliđ frá 1998 – 2015 varđandi skerđingar. En ađ hinu leytinu skođa fólksfjölgun á árunum frá 1955 – 2015, til ađ bera saman viđ spá Hagstofunnar um mannfjöldaţróun nćstu 50 ára. Ýmislegt athyglisvert hefur ţegar komiđ í ljós, sem greint verđur frá síđar.

Hafa kjör eldri borgara veriđ leiđrétt.

Slide1

Á myndinni hér til hliđar má sjá ađ nokkur hćkkun varđ á vísitölu neysluverđs á árabilinu 1998 - 2015. Er ţar um ađ rćđa álíka breytingu og varđ einnig á heildar útgjöldum hins opinbera á sama tímabili, eins og nćsta mynd sýnir.

Slide2

Ţegar myndin hér til hliđar er skođuđ kemur í ljós ađ báđar línurnar eru međ sömu ţćtti heildarútgjalda 13 ár aftur í tímann. Áriđ 2015 sótti ég skrá inn á vef Hagstofunnar sem hafđi ađ geyma mestu sundurliđun á útgjöldum stjórnvalda fyrir árabiliđ 1998-2013. Er ţađ rauđa línan. Ţegar ég var ađ vinna ţau gögn sem hér birtast fór ég aftur á vef Hagstofunnar til ađ sćkja meiri upplýsingar, sem ţá vćru til ársloka 2014. Tók ég ţá eftir ţví ađ ađrar tölur voru komnar í nákvćmlega sömu skrána sem ég hafđi sótt upplýsingar í ári fyrr. Óheimilt á ađ vera, í öllum tilvikum, ađ breyta niđurstöđutölum útgjalda fyrri ára eftir ađ rekstrarreikningi ársins hefur veriđ lokađ og Ársreikningur gefinn út. Engu ađ síđur breytir Hagstofan niđurstöđutölum rekstrarliđa fyrri ára, án áberandi athugasemda. Engin leiđ er ađ vera viss um, hvort ţćr upplýsingar sem koma fram í bláu línunni, muni vera á sömu skrá á nćsta ári.

Slide3

Af myndinni hér til hliđar má sjá hlutfallsleg útgjöld til Almannatrygginga og velferđar, sýnt međ blárri línu. En hins vegar sama viđmiđ varđandi öldrun (rauđa línan), örorku og fötlun (grćna línan) og fjölskyldu og barna (fjólublá línan). Glögglega má sjá ţarna ađ tilgreindir málaflokkar halda ekki hlutdeild sinni í heildarupphćđ málaflokksins. Öldrun er einnig nokkuđ víđtćkur flokkur. Ţess vegna leitađi ég frekari sundurliđunar hjá Hagstofunni.

Til frekari glöggvunar á lífeyrismálum eldri borgara, tengdi ég sundurliđun Hagstofunnar á safnliđnum ÖLDRUN, viđ ţá sundurliđun Öldrunarliđar sem ég fékk senda. Ég setti upp línurit sem sýnir hvert sé hlutfalliđ af heildarútgjöldum sem fer til liđsins „Almannatryggingar og velferđ“. Einnig er frá sama viđmiđi heildarútgjalda skođađ hlutfall liđsins „Öldrun“ og helstu sundurliđunarţćttir ţess liđar, sem eru: Ellilífeyrir, Tekjutrygging, Heimilisuppbót og Ađrar bćtur vegna aldrađra. Allir ţessir liđir voru teknir út sem hlutfall af heildarútgjöldum.

Slide4

Á myndinni hér til hliđar má sjá ţađ hlutfall heildarútgjalda hin Opinber sem fara annars vegar til liđsins Almannatryggingar og velferđ (Blá lína), en hins vegar til liđsins Öldrun (Rauđ lína). Heildar útgjöldum hins opinbera á árinu 2014 námu 908,2 milljörđum króna.

Samkvćmt ţessum virđist málaflokkurinn Öldrun vera rétt um eđa yfir 5% af heildarútgjöldum hins opinbera. Lífeyrisgreiđslur til eldri borgara eru líklega nálćgt helmingi af kostnađarliđnum ÖLDRUN og ţví líklega nálćgt 2,5- 3% af heildarútgjöldum.Varla er ţađ hlutfall útgjalda óyfirstíganlegt.

Ef viđ lítum hins vegar til mikils vaxtar margra útgjaldaliđa undanfarinna ára, t. d. á safnliđnum Almannatryggingar og velferđ, ţar sem liđurinn Öldrun er undirflokkur, virđist ljóst ađ aldrađir hafi ekki haldiđ hlutdeild sinni í heildarútgjöldum. Kemur ţađ glöggtt fram ţegar boriđ er saman vöxtur liđsins Almannatrygginga og velferđ og vöxt liđsins ÖLDRUN, sem er undirflokkur Almannatrygginga.

Slide5

Hér til hliđar gefur ađ líta í meginatriđum hvernig uppgjörsliđurinn Öldrun sundurliđast sem hlutfall af heildarútgjöldum liđsins Öldrunar.

Eins og fyrri myndin sýndi var liđurinn Öldrun rétt rúm 5% af heildarútgjöldum. Af ţessari sundurliđun hér til hliđar má sjá ađ heildarútgjöld Tekjutryggingar hafi veriđ ađ hćkka ađeins ađ undanförnu. Ţegar skođađ er hver breytingin hafi orđiđ á hvern mann sem nýtur slíkra greiđslna, virđist breytingin ekki vera mikil.

Slide7

Svona segir Hagstofan  skiptinguna vera á hvern bótaţega. Ţarna er tekiđ  saman ellilífeyrir, tekju-trygging, heimilisuppbót og ađrar greiđslur vegna öldrunar. Ţarna sést ađ áriđ 2014 var upphćđ á hvern mann ađ verđa svipuđ og á árinu 2003. En á ţađ hefur veriđ bent ađ frá árinu 2003 hefur vísitala neysluverđs hćkkađ töluvert, eins og sjá má á fyrstu myndinni. Ţannig ađ greiđsla á mann nú, sem nćr álíka verđgildi og 2003, ćtti ađ vera umtalsvert hćrri en ţarna sýnir.

Slide6

Ef heildarútgjöld hefđu veriđ svipuđ upphćđ og á árinu 2003, vćri ekki mikiđ hćgt ađ setja út á ţetta. Hins vegar er ljóst ađ launakjör og verđlag hafa hćkkađ umtalsvert frá árinu 2003 en ţćr hćkkanir hafa eldri borgarar ekki fengiđ bćttar ennţá. Á ţessari síđustu mynd má sjá hve lítiđ hlutfall af heildarútgjöldum er veriđ ađ tala um. Ţađ ćtti ekki ađ vera mönnum ofviđa ađ leiđrétta kjör eldri borgara strax.

 


1. Athugasemd viđ Frumvarpsdrög um náttúruauđlindir

Ég velti fyrir mér hvort geti veriđ ađ ţađ skorti málskilning og málvitund í ţann hóp sem samdi textann í hina nýju vćntanlegu 79. gr. stjórnarskrár Íslands? Ţegar litiđ er til ţess sem segir í 2. kafla greinargerđar međ frumvarpinu, vakna enn fleiri spurningar ţví ţar segir eftirfarandi: (Ath. feitletrun og litabreytingar texta eru undirritađs.)

„Viđ undirbúning frumvarpsins hefur veriđ lagt til grundvallar ađ markmiđ auđlindaákvćđis yrđi ađ setja löggjafanum skýr mörk varđandi nýtingu og ráđstöfun á náttúruauđlindum og réttindum til ţeirra.“

Ţegar mađur les svo hina vćntanlegu lagagrein, eins og hún birtist í frumvarpinu, og ber ţađ saman viđ markmiđin um ađ setja löggjafanum skýr mörk, fer um mann ónotalegur hrollur. Lítum á 1. mgr. hinnar vćntanlegu 79. gr. stjórnarskrár. Ţar segir eftirfarandi:     

„Auđlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku ţjóđinni. Ţćr ber ađ nýta ၠsjálfbćran hátt og til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkiđ hefur eftirlit og umsjón međ međferđ og nýtingu auđlindanna í umbođi ţjóđarinnar.“

Hvađ skildi orđiđ tilheyra eiga ađ merkja ţarna í 1. málsliđ 1. mgr. Ég tilheyri t. d. íbúum fjölbýlishússins sem ég bý i. Ég tilheyri einnig tiltekinni fjölskyldu, en ég hef ákvörđunarvald í fjölbýlishúsinu í samrćmi viđ eignarhlut minn en EKKERT ákvörđunarvald innan fjölskyldunnar. Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég skil alls ekki hugtakiđ tilheyra ţarna í 1. málsliđ, ţví augljóst er ađ ef náttúruauđlindirnar eru innan 200 sjómílna efnahagslögsögu ţjóđarinnar, ţá tilheyra ţćr íslensku ţjóđinni.

Í 2. málsliđ 1. mgr. er einnnig veriđ ađ tala um auđlindirnar en ţar segir ađ ţćr beri ađ nýta á sjálfbćran hátt og: til hagsbóta landsmönnum öllum. Hagsmunir landsmanna eru áreiđanlega svo tugţúsundum skiptir og einnig ólíkir ađ umfangi og gerđ. Ţví verđur ađ telja víst ađ markmiđi 2. málsliđar 1. mgr. verđi ógerningur ađ koma í framkvćmd. Líklegast er ađ stjórnunarţáttur sé ţar međ brostinn. Í 3. málsliđ 1. mgr. ţykir mér ţó sett eftirtektarvert met í skilningsskorti á eđli og stjórnskýringu stjórnarskrár. Í frumvarpinu er málsliđurinn svohljóđandi:

„Ríkiđ hefur eftirlit og umsjón međ međferđ og nýtingu auđlindanna í umbođi ţjóđarinnar.“

Hvernig skildu textahöfundar ţessa 3. málsliđar 1. mgr. hinnar vćntanlegu 79. gr. stjórnarskrár sjá ţetnnan 3. málsliđ 1. mgr. fyrir sér í framkvćmd. Hvađa skilning skildu ţeir hafa lagt í orđiđ Ríkiđ? Hvernig sjá ţeir fyrir sér ađ Ríkiđ hafi eftirlit og umsjón í umbođi ţjóđarinnar? Hvađa merkingu leggja ţessir textasmiđir í orđiđ Ríkiđ? Lítum ađeins á hvađ segir um ţetta orđ á VIKIPEDIA, frjálsa alfrćđiritinu. Ţar segir eftirfarandi um orđiđ RÍKIĐ:

„Ríki eru stjórnmálalegar einingar ábúenda tiltekinna landsvćđa sem eru fullvalda. Skilgreining Max Webers um ađ ríki hafi einokun á lögmćtri valdbeitingu á afmörkuđu landsvćđi er viđtekin. Innlent fullveldi hefur ríki ef íbúar ţess líta á ţađ sem lögmćtt. Alţjóđlegt fullveldi hefur ríki hljóti ţađ einnig slíka viđurkenningu frá samfélagi ţjóđanna.

Af ţví sem hér hefur veriđ skođađ virđist ljóst ađ RÍKIĐ, hefur hvorki sjálfstćđa skynjun, eftirtekt eđa huglćga getu til ađ hafa umsjón međ nokkrum sköpuđum ţáttum. Ljóst virđist ađ RÍKIĐ getur ekki gćtt hagsmuna ţjóđarinnar. Sú hugmyndafrćđi er álíka og ađ hús eigi ađ gćta hagsmuna íbúa sinna. Ţađ mundi treglega ganga upp.

En hvernig gćti ţá 1. mgr. vćntanlegra 79. gr. stjórnarskrár litiđ út, í ljósi ţeirra fyrrnefndu markmiđa sem sett eru fram í greinargerđ međ frumvarpinu. Skođum dćmi:

Auđlindir náttúru ́slands utan ţinglýstra eignamarka og/eđa lögmćtra samninga, einstaklinga eđa lögađila, skal teljast ótvírćđ eign íslensku ţjóđarinnar. Slíkar auđlindir ber ađ nýta ၠsjálfbćran hátt til tekjuöflunar fyrir ríkissjóđ, eđa til samfélagslegra verkefna, samkvćmt nánari ákvćđum ţar um í almennum lögum.

Alţingi setur lög og stađfestir reglur sem viđkomandi ráđherra setur um nýtingu auđlindanna. Ráđherra eđa undirstofnun ráđuneytis hans hefur umsjón međ međferđ og nýtingu auđlindanna í umbođi Alţingis og ţjóđarinnar. Eftirlit til lands verđur í höndum Ríkislögreglustjóra og lögreglu í hverju umdćmi en til sjávar verđur eftrlit í höndum Landhelgisgćslunnar.

Međ hliđsjón af ţví útţynnta og tilgangslausa orđavali sem notađ er í 1. mgr. vćntanlegrar 79. gr. stjórnarskrár okkar lćt ég stađar numiđ í bili viđ frekari skođun á ţeim texta sem ţarna hefur veriđ lagđur fram sem lagatexti fyrir stjórnarskrá Íslands. Reynist áhugi fyrir bćttu orđfćri og beinni meiningu í vćntanlegan lagatexta gćti e. t. v. komiđ fleiri athugasemdir. M.bk. Guđbjörn


Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband