Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2012

Má DRÓMI hf. stunda innheimtu ??

Eins og venjulega, ţegar ég er beđinn um álit á innheimtuađgerđum, byrja ég á ađ skođa fyrirtćkiđ sem er ađ innheimta. Einkanlega skođa ég skráningu, starfsheimildir og ábyrgđartryggingar.

Ţegar ég var beđinn um álit á innheimtuađferđum DRÓMA hf. kom margt einkennilegt í ljós. Innheimtupappírar frá DRÓMA voru ekki merktir ţeim. Ţeir voru merktir Frjálsa fjárfestingabankanum eđa SPRON.  Stundum voru merki beggja ţessara stofnana á pappírunum.

Hjá Fyrirtćkjaskrá kom í ljós ađ DRÓMI hf. er eignarhaldsfélag, til ţess ćtlađ ađ halda utan um eignir eiganda síns. Og hver var ţá eigandinn? Ţađ var ekki hćgt ađ fá uppgefiđ hjá Fyrirtćkjaskrá. Ţađ upplýstist hins vegar á vef Fjármálaeftirlitsins (FME). Eigandinn var SPRON hf.

Viđ lestur "Ákvörđunar Fjármálaeftirlitsins um ráđstöfun eigna og skulda Sparisjóđs Reykjavíkur og nágrennis hf. kt: 540502-2770", kom ýmislegt í ljós. FME virđist taka SPRON hf. í gjörgćslu í byrjun október 2008.  SPRON hf. er síđan á endurteknum frestum fram til 18. mars 2009 en ţann dag virđist stjórn SPRON hf. óska eftir ađgerđum FME, sem ţá yfirtekur vald hluthafafundar og skipar skilanefnd.

Í "Ákvörđun" FME varđandi međferđ eigna SPRON hf. er skilanefnd faliđ ađ stofna dótturfélag. Í Ákvörđun FME segir svo um ţetta efni:

"Stofnađ verđi sérstakt hlutafélag í eigu SPRON sem tekur viđ öllum eignum félagsins og jafnframt viđ öllum tryggingaréttindum, ţ.m.t. öllum veđréttindum, ábyrgđum og öđrum sambćrilegum réttindum sem tengjast kröfum SPRON. Dótturfélagiđ yfirtekur einnig skuldbindingu gagnvart Nýja Kaupţingi hf. vegna yfirtöku á  innstćđuskuldbindingum SPRON. Hiđ nýja dótturfélag gefur út skuldabréf til Nýja Kaupţings banka hf. sem endurgjald fyrir hinar yfirteknu innlánsskuldbindingar skv. 1. tl. sbr. 2. tl. og ábyrgist hinar yfirteknu ábyrgđir skv. 3. tl.  Allar eignir hins nýja dótturfélags SPRON skulu veđsettar til tryggingar fyrir skuldabréfinu sem og hlutabréf í dótturfélaginu."

Ţegar DRÓMI hf. er stofnađur í mars 2009, er hlutafé sagt vera 4 milljónir króna. Samkvćmt vottorđi frá Fyrirtćkjaskrá í desember 2011, er hlutafé DRÓMA orđiđ - Fimmtánţúsund og fjórar milljónir.   Hvađan komu ţessar fimmtánţúsund milljónir sem bćttust viđ sem hlutafé?  Eini eigandi DRÓMA var SPRON hf., sem ekki er lengur til ţví samkvćmt tilkynningu FME frá 14. mars 2011, var starfsleyfi SPRON hf. afturkallađ ţann 23. febrúar 2011, ţar sem kveđinn hafđi veriđ upp úrskurđur (í hérađsdómi) um slit fyrirtćkisins.

Ţessi stađa vekur óneitanlega upp spurningar. DRÓMI hf. er sagt vera eign SPRON hf. sem nú hefur veriđ lagt niđur og félaginu SPRON hf. slitiđ.  DRÓMI hf. er ţví munađarlaus, enginn eigandi. Enginn veit hvađan milljónirnar fimmtánţúsund komu, ţví allar eignir SPRON hf. auk hlutabréfsins í DRÓMA hf.  voru veđsett Nýja Kaupţingi. SPRON hf. hafđi veriđ í gjörgćslu FME í marga mánuđi, međan gerđ var tilraun til ađ auka eiginfé og/eđa lausafé, sem ekki tókst. Varla hafa ţví milljónirnar fimmtánţúsund komiđ ţá leiđina. Varla hefur hagnađur af rekstri DRÓMA orđiđ svo mikill á rúmlega einu ári ađ milljónirnar fimmtánţúsund hafi komiđ sem hagnađur af rekstri. Ţađ er ţví full ástćđa til ađ auglýsa eftir eiganda, eđa eigendum, ađ ţessum fimmtánţúsund milljónum ásamt núverandi eiganda DRÓMA hf. ţar sem félagiđ sem var fyrrverandi eigandi, hefur međ úrskurđi hérađsdóms veriđ slitiđ og ţađ ţar međ ekki lengur til.

Hér ađ framan var vísađ til "Ákvörđunar" FME í kjölfar yfirtöku á SPRON hf. ţar sem Nýja Kaupţingi var faliđ ađ annast innlán og fleira og skilanefnd SPRON hf. faliđ ađ stofna dótturfélag, sem hlaut nafniđ DRÓMI. Svo virđist  sem einhver ágreiningur hafi komiđ upp varđandi lánasöfnin ţví FME tók ađra "Ákvörđun" ţann 17. apríl 2009, sem viđbót viđ "Ákvörđunina" frá 21. mars, sem ađ framan er getiđ.  Ákvörđunin 17. apríl 2009 er í tveimur liđum. Fyrri liđurinn virđist stađfesting á ágreiningnum sem getiđ var um. Seinni liđurinn er hins vegar afar eftirtektar verđur. Ţar segir eftirfarandi:

2.   Viđ 6. töluliđfyrri ákvörđunar bćtist nýr málsliđur.  Skilanefnd SPRON er jafnframt faliđ ađ gera umsýslusamning um ţjónustu á lánaeignum viđ Nýja Kaupţing banka hf.

Ţarna kemur glögglega fram ađ  skilanefnd er gert ađ láta Nýja Kaupţing banka hf. (núverandi Arion banki) annast innheimtur lánanna. Ţessu til stađfestingar er svo nćst síđasta málsgrein FME úr svari ţeirra til Hagsmunasamtaka heimilanna nú nýveriđ, en ţar segir eftirfarandi:

Samkvœmt 2. mgr. 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 er međal annars viđskiptabönkum og sparisjóňum heimilt ađ stunda innheimtu án innheimtuleyfis. Arion banka hf. er ţví heimilt ađ innheimta fyrir ađra, ţ. á m. Dróma hf.

Af svarinu má ráđa ađ DRÓMI hf. hafi ekki innheimtuleyfi. Hvernig getur ţađ ţá átt sér eđlilega skýringu ađ ţetta fyrirtćki DRÓMI hf. sé stöđugt međ innheimtumál í gangi, ađfarir og uppbođ hjá sýslumönnum og skráđir fyrir innheimtumálum bćđi í hérađsdómi og Hćstarétti.  Ekki verđur betur séđ en FME beri ábyrgđ á ţessari framgöngu DRÓMA hf. og ţá er ţađ loka spurningin.

Hvađ veldur ţví ađ svo virđist sem FME haldi verndarhendi yfir ţví sem virđist vera glćpastarfsemi, ţar sem virđist gengiđ fram af meiri hörku en lög leyfa, í innheimtuađgerđum sem fyrirtćkiđ virđist ekki hafa heimildir til ađ sinna?


Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband