Bloggfćrslur mánađarins, desember 2014

Er verkfallsvopniđ í hćttu ???

Fólki í lćgri ţrepum launastigans er afar mikilvćgt ađ virđing sé borin fyrir verkfallsvopninu sem var komiđ á ađ frumkvćđi láglaunafólks, í ţeim tilgangi ađ verja lágmarkslaun viđ ţađ mark ađ 8 tíma vinna 6 daga vikunnar, dygđi til framfćrslu međalfjölskyldu.  Sá draumur hefur ađ vísu aldrei rćst en fyrir ţví eru svo sem til gildar ástćđur.

Verkfallsvopniđ var í upphafi eingöngu heimilt til afnota fyrir fólk innan Alţýđusambands Íslands, sem ţá var eingöngu samband verkafólks. Fyrstu árin gekk nokkuđ vel ađ rétta viđ launakjör láglaunafólks sem varđ til ţess ađ menntafólk fór ađ sćkjast eftir ađ fá verkfallsheimild en var hafnađ. Sneru ţeir ţá blađinu viđ og óskuđu eftir ađild ađ Alţýđusambandi Íslands, en gćttu ţess ađ nefna ekki ađ ţeir vćru ađ sćkjast eftir ađ komast í stöđu til ađ geta beitt verkfallsvopninu í kjarabaráttu sinni.

Viđ ţessa breytingu fćrđist verkfallsvopniđ frá ţví ađ vera baráttutćki til varnar ţví ađ laun fyrir verkamannavinnu dygđi fyrir hóflegri neyslu međalfjölskyldu. Ţar sem verkfallsvopniđ hafđi eingöngu veriđ beitt til hćkkunar launataxta verkafólks, hafđi hćkkana jafnan veriđ krafist í prósentuvís. Hafđi ţađ ekki valdiđ neinum umtalsverđum breytingum á launahlutföllum. Ţađ fór hins vegar ađ breytast međ tilkomu menntafólks í rađir ASÍ fólks.

Menntafólkiđ var almennt á töluvert betri launum en verkafólk. Ţađ beitti sömu ađferđ og verkafólk og krafđist kjarabóta í prósentuvís, sem varđ til ţess ađ laun ţess hćkkuđu meira en laun verkafólks.  Ástćđan var sú, sem reyndar er enn, ađ samtök menntafólks fór í samningaviđrćđur á eftir verkafólki.  Náđi ţannig ađeins betri prósentutölu sem einnig reiknađist á hćrri laun en verkafólks, ţannig ađ kjarabćtur menntafólks urđu stöđugt meiri en kjarabćtur verkafólks. Viđ ţessar ađstćđur fór launabiliđ ađ aukast og verkfallsvopniđ var ekki sama baráttutćki  verkafólks og veriđ hafđi, ţar sem flestar stéttir voru nú farnar ađ beiti ţví í sinni kjarabaráttu.

Ţegar launahlutföll fóru ađ skekkjast meira, á neikvćđa evginn fyrir verkafólk, fór ţađ ađ krefjast hćrri prósentuhćkkana í sínum kjarasamningum, til ađ vinna upp ţađ launabil sem hafđi skapast. Gekk ţetta svolítiđ eftir í fyrstu en menntastéttirnar voru ekki á ţví ađ leyfa ţessa leiđréttingu ţví ţćr stéttir, sem almennt voru međ umtalsvert hćrri laun en verkafólk, fór nú fram á ađeins hćrri prósentuhćkkun en launafólk fékk til leiđréttingar. Afleiđingin var ađeins meira launabil en veriđ hafđi, í stađ ţess ađ launabiliđ minnkađi ađeins.

Afleiđingar ţess eltingaleiks sem hér var lýst er í raun annar fóturinn undir óđaverđbólgu síđustu áratuga liđinnar aldar, ţar sem verđbólga fór yfir 80% og kröfur um launahćkkanir náđu 30% á ţriggja mánađa fresti. Á sama tíma hćkkuđu tekjur ţjóđfélagsins ekkert í erlendum myntum. Gengi krónunnar var ţví fellt til ađ búa til ţađ aukna peningamagn sem launahćkkanir, verđhćkkanir, bćđi af völdum gengisfellinga og innlendra hćkkana til ađ fá inn fyrir hćkkuđum launum. Samspil ţessara ţátta bjó til verđbólgu sem setti af stađ vítahring sem stjórnmálamenn gátu ekki leyst.

A AĐ ENDURTAKA KAPPHLAUP ÓRAUNVERULEIKANS ??

Eftir ađ hafa hćgt en bítandi nálgast vitrćn vinnubrögđ viđ rekstur samfélags okkar, međ lćkkandi launakröfum og lćkkandi verđbólgu, blasir nú viđ opinber ađför ađ fjárhagslegu sjálfstćđi ţjóđarinnar í óskiljanlegum kröfum lćkna.  ENGINN STÉTT innan ţjóđfélagsins getur međ nokkurri sanngirni miđađ sig viđ launakjör í öđrum löndum ţví rekstrargrundvöllur samfélags okkar er byggđur á allt öđrum forsendum. Úskýringar á ţví eru dálítiđ flóknar en í stuttu máli má segja ađ ţađ stafi af ţví ađ ţegar viđ gerđum EES samninginn, voru framleiđslugreinar fyrir innlendan markađ í raun settar í ţrot vegna ţess ađ ekkert var hugađ ađ ţví hve mikilvćgt ţađ vćri fyrir landsframleiđsluna ađ efla innlenda iđnađarframleiđslu til ađ auika innlenda peningaveltu.

Af hreinum óvitaskap eyđilögđum viđ hina raunverulegu sjálfbćrni samfélagsins okkar á tíunda áratug síđustu aldar og fyrsta áratug ţessarar aldar. Óvitaskap sem fyrst og fremst verđur rakinn til stjórnvalda og Alţingis. Flestar ţćr ađgerđir sem um rćđir hefđu, hver um sig, dugađ til ţess ađ vera reknir frá stjórnun fyrirtćkis.  Hér voru ţessir ađilar hins vegar blessađir og umvafđir dýrđarljóma, sem svo allt í ainu slökknađi á undir árslok 2008. En af hverju skildi ég segja ađ kröfur lćkna séu ávísun á nýja óđaverđbólgu. Skođum ţađ ađeins.

Slide9

 

Hérna getum viđ séđ hvernig viđ fórum međ tekjur okkar frá 1997 til 2013. Ljósbláa línan er einskonar viđskiptajöfnuđur, mismunur inn- og útflutnings. Greinilega sést hvernig allt jafnvćgi fer ţegar ţađ fer saman ađ stóru ríkisbankarnir eru seldir og krónan látin fljóta frjáls í heimsviđskiptunum, líkt og um stćrstu mynt veraldar vćri ađ rćđa.   Viđ slíkar ađstćđur koma algjörlega nýir menn ađ stjórnun stóru bankanna. Menn sem EKKERT hugsa um eđlilega ţjóđfélagsţróun en setja af stađ hlutafjárkapphlaup og verđmćtalausa eignaaukningu verđbréfamarkađar.  Sjá má á rauđu línunni hvar fer ađ bera á lausafjárskorti.  En hiđ sérstćđa er fyrir tekjugreinar okkar ađ viđ hruni 2008 féll gengi krónunnar verulega en ţađ olli verulega auknum tekjum útflutningsgreina. En innflutningur eykst einnig, ţannig ađ tekjuafgangur varđ ekki mikill. En hvernig er svo heildarmyndin?

Slide6

Hér sést velta á ţjóđfélaginu. Rauđa línan (Verg landsframleiđsla) sýnir alla veltu í landinu. Grćna línan sýnir ţjóđarútgjöldin og fjólubláalínan sýnir útflutningstekjurnar. En skođum ađeins nánar hvađ er ađ baki ţessari uppsveiflu á útflutningstekjum. Sjáum ţađ á nćstu mynd.

Slide7

Á ţessari mynd sést ađ uppsveiflan um aldamótin 2001 eru bćđi af völdum magnaukningar og verđhćkkunar. Uppsveiflan 2007 til 2013 er vegna verđhćkkunar sem rekja má ađ mestu til gengisaskráningar íslensku krónunnar. En lítum ţá á hvenrig ţjóđarútgjöldin skiptast.

Slide2

Á ţessari mynd sést hvernig ţjóđarútgjöld skiptast á milli einkaneyslu (allt sem rekiđ er af einkafyrirtćkjum eđa einstaklingum), samneyslu (allt sem rekiđ er af opinberum ađilum) og fjármunamyndunar (fjármálaumhverfiđ). Ţegar Skođuđ er hin mikla aukning ţjóđarútgjalda eftir ađ gengisskráning krónunnar er gefin frjáls, verđur einnig ađ líta til ţess ađ á ţessum sama tíma eru stóru ríkisbankarnir seldir og nýir eigendur ţeirra fara út í einskonar fjárhćttuspil. Áhrifin frá ţví kemur ađ mestu fram í fjármálaumhverfinu (ljósbláu línunni) en hefur ţó nokkur áhrif á samneyslu og einkaneyslu. Lítum ţá nćst á hvernig Hagstofan sundurliđar liđinn Fjármunamyndun. Sjáum  nćstu mynd.

Slide3

Ţegar litiđ er á ţessa mynd sýnir rauđa lína fjármunamyndunina sem kom fram á síđustu mynd. Ţarna sést einnig ađ ađaláhrif uppsveiflunnar er frá atvinnuvegum landsins, ţar međ taliđ fjármálaumhverfiđ, bönkum og Kauphöll. Ástćđa ţessarar uppsveiflu eru ađ mínu mati hreinir fjárglćfrar nýrra stjórnenda bankanna. Ţeir fóru í raun ađ leika sér međ fjöregg ţjóđarinnar. Ţeir fundu glufu í lögum um fjármálafyrirtćki, ţar sem ţeir gátu búiđ til gerfi verđmćtisaukningu fyrirtćkja, án ţess ađ nokkur raunverđmćti vćru ţar ađ baki. Ađ hluta var ţetta drifiđ áfram međ erlendum skammtímalánum en ađ mestu međ kauphallarbraski. Ţar var búin til ćvintýraleg verđmćtisaukning hlutabréfa sem fćrđi upp verđ á hlutabréfum fyrirtćkja langt upp fyrir raunverulega veltuaukningu eđa hagnađ. Ekki verđur eytt plássi í nákvćmar útskýringar á ţessum svikamyllum hér en ţessi mynd dregin fram til ađ sýna umfangiđ. Mörgum fannst mikiđ til ađ allar húsbyggingarnar á árunum fyrir hrun, en á fjólubláu línunni sést hve ţađ var í raun lítill hluti af allri glćfrastarfseminni. Samt alltof mikiđ ţegar ţess er gćtt ađ megniđ af ţeim húsbyggingum var framkaćmt fyrir erlend skammtímalán. En peningar sem steyptir eru fastir í hús, verđa ekki endurgreiddir eftir 3 - 5 ár frá lántöku.

Í ljósi ţess sem hér hefur veriđ rakiđ teldi ég mikilvćgt ađ ţćr stéttir sem telja rekstur samfélagsins geta boriđ miklar launahćkkanir, ţeir bendi á hvar sé svigrúm eđa lausir peningar til ađ mćta kröfum ţeirra. Er kannski ćtlun ţeirra ađ steypa ţjóđinni aftur út í óđaverđbólgu sem rústi á skömmum tíma öllu atvinnulífi of meginţorra heimila í landinu. Eru ţessir ađilar tilbúnir ađ bera ábyrgđ á slíku gagnvart fólkinu í landinu?

 

 


Hver er afkoma ţjóđfélagsins??

Undanfarna daga hafa menn velt ţví fyrir sér hvort ţađ geti veriđ ađ Hagstofna sé ađ gefa upp rangar tölur um afkomu ţjóđfélagsins. Einkanlega vakti ţađ spurningar hjá fólki ţegar Seđlabankastjóri lét í ljós efasemdir um ađ tölur Hagstofunnar vćru réttar.Ég ákvađ ţví ađ fara inn á vef Hagstofunnar og kíkja á ţćr tölur sem ţar koma fram.

Slide1Hér má sjá tölur yfir út- og innflutning 2013 og 2014 í 9 mánuđi hvors árs. Tölurnar eru í milljónum.

Eins og sést á neđstu línunni, mismun inn og útflutnings, var útflutningur umfram innflutt á árinu 2013 127,3 milljarđar.  Mismunurinn var minni 2014, eđa 104,1 milljarđur.

Mér finnst athyglivert og einnig skemmtilegt ađ sjá hve sala (útflutt) ţjónusta er farin ađ slaga hátt upp í útfluttar vörur, sem líklega er ţá bćđi sjávarafurđir ál og fleiri iđnađarvörur.  Viđ drögum ţennan hagnađ vissulega mikiđ niđur međ innflutningi ţjónustu og vćri fróđlegt ađ vita hve mikiđ af ţessu er vegna innflutnings á miklum fjölda erlendra hljómsveita og skemmtikrafta og hvađ mikiđ vćri vegna kaupa opinberra ađila á erlendri sérfrćđiţjónustu. En takiđ einnig eftir ţví ađ á ţessu ári eru nettó gjaldeyristekjur okkar (útflutt - innflutt) ekki nema 104,1 milljarđur, sem er rétt rúmlega sú upphćđ sem ţarf ađ greiđa í vexti af erlendum lánum.

Viđ eigum tvo valkosti varđandi niđurstöđur ţessar. Annađ hvort ađ líta á ţćr sem of mikla eyđslu á gjaldeyri, eđa ađ viđ verđum ađ afla mun meiri gjaldeyris. Og ţađ gerum viđ einungis međ ţví ađ efla atvinnulífiđ. Til ţess notum viđ ţađ lausafé sem safnast upp hjá sjóđasöfnurum eins og lífeyrissjóđum og öđrum fjárfestum. Ef viđ flytjum lausaféđ úr landi er útilokađ ađ lífskjör hér geti batnađ.   

  


Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband