Bloggfćrslur mánađarins, desember 2009

Stórundarleg fréttamennska

Í ţessari frétt er sagt frá ţví ađ á ađfangadag jóla, hafi barn dottiđ niđur stiga, milli hćđa, og fengiđ slćmt höfuđhögg. Greint er frá ţví ađ lögergla og sjúkraliđ hafi ţurft ađstođ Vegagerđar til ađ komast á stađinn og barniđ hafi veriđ komiđ á sjúkrahús á tíunda tímanum um kvöldiđ. Fjórum til fimm tímum eftir ađ slysiđ varđ.

Ţarna er sagt frá atburđi sem gerđist fyrir 5 dögum, en ţess í engu getiđ hvađa afleiđingar ţetta hafđi fyrir barniđ.  Var barniđ kannski algjört aukaatriđi í fréttinni?  Var ađalfréttin um ađ ófćrt hafi veriđ milli Bíldudals og Patreksfjarđar?

Mér finnst ţađ lágmarks kurteisi, bćđi gagnvart fjölskyldu barnsins, sem og lesendum fréttarinnar, ađ greint sé frá hverjar afleiđingar slyssins urđu fyrir barniđ.

Allt annađ er hreinn dónaskapur.                 


mbl.is Barn datt á milli hćđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eru rétthafar aflaheimila ađ viđurkenna fjárkúgun sína á kvótalausum útgerđum ????

Ţađ gleđur mitt vestfirska hjarta ađ ţorskeldi skuli ganga vel hjá Gunnvöru hf. 

Hins vegar finnst mér undarlegt ađ heyra útvegsmenn, rétthafa aflaheimilda, lýsa uppgjöf sinni og fyrirséđu gjaldţroti, ţurfi ţeir ađ gjalda sama verđi fyrir aflaheimildir og ţeir sjálfir krefja kvótalausar útgerđir ađ greiđa til ţeirra, fyrir framsal á ţeim aflaheimildum sem ţeir fengu úthlutađ.

Af orđanna hljóđan má segja ađ ţeir sjálfir, lýsi á hendur sjálfum sér alvarlegri fjárkúgun á kvótalausum útgerđum. Ég vona ađ sjávarútvegsnefnd og sjávarútvegsráđherra skilji rétt bođskapinn í ţessum orđum ţeirra útgerđarmanna, sem ţeir hafa sérstaklega aliđ viđ brjóst sér, minnugir máltćkisins ađ >Sjaldan launar kálfur ofeldiđ<.             


mbl.is Eldisţorskur fimmtungur alls hráefnis í vinnslu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nákvćmlega eftir spillingarformúlunni

Ef ţessi Jón Sigurđsson er sami mađur og var áđur viđskiptaráđherra, Seđlabankastjóri, bankastjóri Norrćna fjárfestingabankans, síđar formađur stjórnar Fjármálaeftirlitsins og á sama tíma stjórnarmađur í Seđlabanka okkar, fć ég ekki betur séđ en ţarna sé nákvćmlega fariđ eftir spillingaruppskriftinni sem fram kemur í bókinni hennar Evu Joly >Hversdagshetjur<.

Ţar koma fram lýsingar á tengslaneti spillingaraflanna víđa um Evrópu. Lýst er hvernig stjórnmálamenn eru leiksoppar í höndum spillingaraflanna, ţannig ađ stjórnmálamenn leggi til hliđar hagsmuni skjólstćđinga sinna, til ađ fullnćgja kröfum spillingaraflanna.

Einkar athyglisverđ bók, sem einnig upplýsir okkur um ađ viđ erum mun verr á vegi stödd en flestar ađrar ţjóđir, ţví svo virđist sem í flestum löndum séu til fjölmiđlar og blađamenn sem raunverulega vilja, leggja líf sitt í hćttu, til ađ fletta ofan af óţverranum. Hins vegar er stađan sú hér, ađ fjölmiđlar og blađamenn sameinast um ađ berja niđur, međ samstilltri ţöggun, alla rökstudda gagnrýni á spillinguna hér í landi. Almenningur fćr ţví yfirleitt ekki ađ heyra raunveruleika ţeirra málefna sem til umfjöllunar eru, heldur einungis mismunandi útfćrslur af ósannindarugli, sem einungis er ćtlađ ađ rugla raunveruleikaskyn hins venjulega borgara ţess lands.

Og enn gleypir almenningur ţessa ósannindaţvćlu sem heilagan sannleika. Viđ virđumst ţví eiga nokkuđ langt í land, međ ađ ná ađ draga verulega úr afli spillingaraflanna hér á landi. Mest öll framganga stjórnmálanna virđist benda til ţess.                   


mbl.is Ný stjórn Íslandsbanka skipuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Athyglisverđ viđhorf hjá Steingrími

Ég velti fyrir mér hvor VG hafi enga "alvöru" ráđgjafa í efnahagsmálum ţjóđarinnar. Ég velti ţessu ekki fyrir mér vegna ţess ađ ég sé andsnúinn viđhorfum ţeirra til samfélagsmála. Ástćđa er sú ađ mér ofbýđur ţađ andvaraleysi sem sýnt er gagnvart hagsmunum ţjóđarinnar í framgöngunni viđ IceSave samningana.

SJS talar um "búskussa" sem núverandi stjórnvöld hafi tekiđ viđ af. Svo er ađ sjá sem hann leggi ţar meiningu í stjórnartíđ Sjálfstćđiflokks og Framsóknarflokks.  Rétt er ađ margt fór úrskeiđis í stjórnartíđ ţeirra flokka. Ţar á međal ađ erlendar skuldir Íslendinga hćkkuđu umtalsvert og voru viđ lok stjórnartíđar ţessara flokka komnar yfir eđlileg ţolmörk gjaldeyrisframleiđslu okkar. Skuldirnar höfđu, á nokkrum árum, hćkkađ um nokkur ţúsund milljarđa og voru viđ lok stjórnar Sjálfstćđis- og Framsóknar, komnar yfir sjö ţúsund milljarđa og farnar ađ ógna afkomugrunni ţjóđarinnar.

Ţađ var hins vegar fyrst ţegar Samfylkingin var komin ađ stjórnarborđinu međ Sjálfstćđisflokknum, sem allt virtist fara úr böndunum. Á 17 mánađa tímabili jukust erlendar skuldir Íslendinga úr sjö ţúsund milljörđum í rúma fjórtán ţúsund milljarđa. Um ţađ bil tvöfölduđust, ţó áđur hafi ţćr ţegar veriđ ornar of miklar. Af ţessu má sjá ađ ţađ er Samfylkingin sem ber mesta ábyrgđ á ţví hve skuldastađa ţjóđfélagsins hefur aukist mikiđ. Á ţessu tilgreinda tímabili í stjórnartíđ hennar, hafđi hún ennfremur ráđuneyti bankamála undir sínum hatti.

Af ţessu má glögglega sjá ađ SJS og VG gengu til liđ viđ mesta "búskussa" síđust áratuga í íslenskri stjórnmálasögu, en leystu hann ekki af hólmi.

Í upphafi talađi ég um hvort stjórnvöld hefu enga "alvöru" efnahagsráđgjafa á sínum snćrum.  Ástćđa ţess er ađ mér ofbýđur skilningsleysi stjórnvalda á ýmsum ummćlum ţeirra svokölluđu "sérfrćđinga" sem ţau virđast helst vilja hlusta á.  Má ţar t. d. nefna svonefnda IFS-greiningu. Eftir ţví sem fram kemur á Eyjunni, er áhćttu mat IFS eftirfarandi:

Áhćttumat IFS byggist á ţví ađ allar gjaldeyristekjur fari í ađ greiđa niđur erlendar skuldbindingar. „Gjaldeyristekjur munu ekki nćgja til ađ greiđa niđur erlend lán fyrstu árin eftir ađ afborganir Icesave-samningsins hefjast og myndi erlend skuldastađa fara vaxandi ţrátt fyrir ađ allar gjaldeyristekjur vćru nýttar til ađ greiđa af erlendum lánum,“ segja sérfrćđingar IFS. Í mati IFS er gert ráđ fyrir 90% endurheimtum á eignum Landsbankans. 

Nú er ţess fyrst ađ geta ađ stjórnvöld hafa ekki forrćđi yfir ÖLLUM gjaldeyristekjum ţjóđarinnar. Einungis hluti tekan álveranna koma inn í íslenskt efnahagslíf, vegna ţess ađ verulegur hluti framleiđslu- og rekstrarkostnađar álveanna fellur til í erlendum gjaldeyri. Sjávarútvegurinn aflar heldur ekki gjaldeyris nema til landsins sé keyptar olíuvörur og ýmis annar rekstrarkostnađur, sem einungis verđur keyptur fyrir gjaldeyri. Ţá eru ýmis hugbúnađar-, sprota- og ferđaţjónustufyrirtćki ađ afla gjaldeyris, sem stjórnvöld hafa ekki forrćđi yfir. Einnig ber ađ geta ţess ađ ÖLL erlend starfsemi utanríkismála okkar er rekin međ erlendum gjaldeyri.

Af ţessu má glöggt sjá, ađ séu 10% líkur á greiđslufalli ţjóđarbúsins, međ ţví ađ ALLAR gjaldeyristekur ţjóđarinnar fari í ađ greiđa skuldir, ćtti flestum ađ vera lsjóst ađ líkurnar á gjaldţroti eru umtalsvert hćrri, líklega nálćgt 50%, eđa ţar yfir. 

Af framansögđu virđist ljóst ađ mestu "búskussum" íslandssögunnar >Samfylkingunni< hefur bćst öflugur liđsauki međ tilkomu VG ađ stjórnarborđinu.                   


mbl.is Tók viđ af „búskussa“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Brjóta Evrópureglur um hvíldartíma ????

Ćtlar forseti Alţingis ađ brjóta Evrópureglur um hvíldartíma?   Vinnulota má ekki standa legnur en 13 tíma á sólahring. Eftir slíka lotu á fólk ađ fá 8 tíma hvíld, áđur en ţađ mćtir aftur til starfa.

Er forseta Alţingis sama um ţessar grundvallarreglur ESB ???????????????????


mbl.is Ţingfundur ţar til mćlendaskrá er tćmd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband