Bloggfćrslur mánađarins, júní 2015

Framkvćmdastjóri ABC á Íslandi í árásarham

Ég hafđi ekki ćtlađ mér ađ láta ţessar upplýsingar koma fram opinberlega, ţví sem fyrrverandi sjálfbođaliđi hjá ABC hefur mér veriđ einkar hlýtt til starfseminnar, enda VAR hugsjónin fögur međan hún snerist fyrst og fremst um ađ hlúa ađ börnum sem ćttu bágt. En stöđugur ósannindaflaumur framkvćmdastjóra ABC um Ţórunni Helgadóttur gerir ţađ ađ verkum ađ héđan af er best ađ allur sannleikurinn komi fram á sjónarsviđiđ.

Áđur en ég vissi nokkuđ um ađ ósamkomulag vćri milli ABC hér á landi og ABC  Children's Aid í Kenya, var ég langt kominn međ skođun á starfsháttum ABC frá síđustu aldamótum til síđasta árs. Á árinu 2006 og 2007 fór ákveđiđ ferli í gang hjá ABC, sem var í raun ađ hćtti útrásarvíkinga, enda var ćtlunin um tíma ađ ţeir tćkju ţátt en af ţví varđ ekki.

Starf ABC hefur í meginatriđum gengiđ út á ađ hafa milligöngu um ađ fólk á Íslandi tćki ađ sér fjármögnun á framfćrslu tilgreinds barns í tilteknu landi og greiddu mánađarlega gjald til barnsins, ţar sem ABC á Íslandi vćri milliliđur. Ég tók snemma eftir ţví í ársreikningum ABC, ađ öll ţessi fjárframlög fólksins til barnanna úti í heimi, voru fćrđ í bókhald ABC sem gjafir fólksins til ABC og fjármagn fólksins til barnanna var ţví bókfćrt sem TEKJUR ABC og ţar međ sem eign ABC, en ekki sem vörslufé til áframsendingar til rétts eiganda.

Á árinu 2006 urđu afgerandi breytingar á starfsemi ABC. Ţađ var stofnađ sem almennt FÉLAG á árinu 1988, af GEORG ÓLAFI TRYGGVASYNI og hét ţá ABC HJÁLPARSTARF. Ţađ virđist hafa veriđ rekiđ sem félag til ársins 2006 en ţá er ţví breytt í Sjálfseignarstofnun í einkaeigu Guđrúnar Margrétar Pásdóttur og eiginmanns hennar, Hannesar Lentz. Hjá Sýslumanninum á Sauđarkróki er stofnunin skráđ sem stóreignastofnun sem deili árlega út styrkjum á grundvelli ávöxtunar eigin sjóđa. Í ársreikningum stofnunarinnar koma hins vegar ekki fram neinar eignir eđa fastafjármunir ađrir en ađ stofnunin eigi kr. 230.000 sem stofnframlag í ABC barnahjálp International, sem einnig er eignalaus Sjálfseingastofnun, en eins og ABC, skráđ sem stóreignastofnun sem árlega deili út styrkjum af ávöxtun eigin sjóđa.

Ég hef reynt á hljóđlegan hátt ađ fá ţessum vanköntum á eđlilegri skráningu breytt og var međ vćntingar um ađ svo gćti orđiđ.  Ţegar mađur hins vegar sér, heyrir og les hinar ósvífnu árásir framkvćmdastjóra ABC á hendur Ţórunni Helgadóttur, er öll framganga stjórnenda ABC eingöngu ANDKRISTIN viđhorf, sem einungis vinna ađ niđurrifi og ađ valda sem mestum skemmdum á ţví starfi sem Ţórunn hefur veriđ ađ byyggja upp, međ samstarfi viđ fleiri lönd en Ísland. Auk ţess sem starf hennar í Kenya fékk frá einstakling gefna lóđina undir starfsađstöđuna sem nú er veriđ ađ byggja.

Ţórunn hefur af djúpum kćrleiksanda tekiđ sér búsetu viđ eitt stćrsta fátćkrakverfi Nairobi í Kenya, lifađ ţar viđ lítil efni en mikiđ vinnuálag, ţar sem hún hlúir af mikilli umhyggju og kćrleika um stóran hóp barna og hugsar einungis um ţađ eitt ađ láta ţeim líđa sem best og mennta ţau til sjálfbćrs lífs í framtíđinni

Vegna hinnar grófu ósvífni framkvćmdastjóra ABC, tók ég ţá ákvörđun ađ birta ţćr greinargerđir sem ég sendi Sýslumanninum á Sauđárkróki og ađra er ég sendi Ríkisendurskođanda, ásamt ţeim fjárhagsúttektum sem ég gerđi á starfsemi ABC barnahjálpar á Íslandi. Ég hef vakiđ athygli ţessara ađila á augljósri svikastarfsemi í sambandi viđ ABC barnahjálp International, ţar sem árlega eru taldar upp hundruđir milljóna í tekjur og útgjöld, ţó í raun hafi aldrei nein slík starfsemi fariđ fram í ţeirri stofnun.

Lítum ađeins á fáein dćmi varđandi söfnun fjár, ađallega frá stuđningsforeldrum barnanna og rekstur ABC barnahjálpar á Íslandi.

Frá árinu 2001 til og međ árslokum 2013 er samtals safnađ hjá ABC  ađ stórum hluta frá stuđningsfjölskylćdum til barnmastarfs í öđrum löndum en Íslandi kr. 2.662.992.090. Af ţessu söfnunarfé er samkvćmt ársreikningum ABC skilađ til starfslandanna, samtals kr. 2.572.022.962. Óútskýrđur mismunum á söfnunarfé og ţví fé sem sent var til starfslandanna er kr. 90.969.128.  Ţegar rekstur ABC starfsins er skođađur, samkvćmt ársreikningum, kemur fram ađ framlög til reksturs starfsins á ţessum 13 árum, hafđi einungis veriđ kr.42.351.028, eđa ađ međaltali kr. 3.257.771 á ári.  Rekstrargjöld voru hins vegar samtals kr. 152.219.048. Útgjöld umfram rekstrartekur voru ţví samtals kr. 109.868.020.

Ţó ţćr kr. 90.969.128 sem eftir voru af söfnunarfénu hefđu veriđ notađar til ađ greiđa hallarekstur upp á tćpar 110 milljónir og fjármagnstekjur tímabilsins einnig veriđ notađar í slíkt, verđur samt eftir óútskýrđur hallarekstur upp á kr. 13.840.831, eđa sem nemur rúmri einni milljón á hvert ţessara 13 ára. 

Hér hefur einungis veriđ drepiđ á fáeina ţćtti úr miklu fleiri atriđum sem dregin voru fram í greinargerđunum til Sýslumanns og Ríkisendurskođanda. Ţeir sem vilja kynna sér ţetta nánar verđa ađ hafa fyrir ţví ađ lesa greinargerđirnar og skođa gögnin. Ţá sér fólk af hve einlćgum Guđs kćrleika starfsemi ABC hefur veriđ rekin undanfarin átta ár.

Sagt er ađ ABC hafi hugleitt ađ kćra Ţórunni til efnahagsbrotadeildar, ţó framkvćmdastjórinn hafi sagt beint viđ mig og í áhreyrn Guđrúmar Margrétar, ađ ekkert vćri út á rekstur Ţórunnar ađ setja.

Ţađ sama var einnig sagt í utanríkisráđuneytinu varđandi skýrslu hennar um notkun ţess opinbera styrks sem veittur var til skólabyggingar  á lóđ ABC Children's Aid í Kenya. Ţar var mjög mikil ánćgja međ ţau störf Ţórunnar sem ađ ţeim lutu.

Ţađ er nokkuđ merkilegt ađ verđa vitni ađ ţví ađ staurblind eignarréttargrćđgi fólks sem telur sig starfa á vegum Guđs kćrleika, skuli ekki einu sinni fást til ađ fara eftir ţeim samstarfssamning sem ţau sjálf útbjuggu varđandi samstarf félaganna ABC á Íslandi og ABC Children's Aid í Kenya. Ţegar sá samningur er lesinn kemur í ljós ađ ţar er samningur á milli tveggja sjálfstćđra félaga međ tvćr óskildar stjórnir. Í ţeim samningi er ţriggja mánađa uppsagnarákvćđi, af beggja hálfu en eftir ţeim samningi er stjórn ABC á Íslandi ófáanleg til ađ fara. Ţau ganga hins vegar fram af ótrúlegum fantaskap gagnvart börnunum í Kenya, sem líta á Ţórunni og Samúle manninn hennar, sem einskonar foreldra sína og öryggisvörn.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Frá Barnahjálpinni ABC Children´s Aid Kenya

Fréttatilkynning.

Frá Barnahjálpinni   ABC Children´s Aid Kenya

Upp er komin sú stađa ađ félögin ABC Barnahjálp og ABC Children´s Aid Kenya eiga ekki lengur samleiđ. Ţó ađ félögin deili nafninu ţá eru ţetta tvö sjálfstćđ félög, annađ skráđ í Kenýa og hitt á Íslandi, međ hvort sína stjórn. Formađur félagsins í Kenýa er ég, Ţórunn Helgadóttir. Síđustu ár hefur veriđ náiđ samstarf á milli félaganna tveggja um uppbyggingu starfsins í Kenía en nú skilja leiđir. ABC Barnahjálp á Íslandi hefur einhliđa hćtt samstarfi viđ ABC í Kenía.  Ţađ ţýđir ađ ABC Barnahjálp sendir ekki lengur neinar greiđslur stuđningsađila barna í Kenýa til félagsins í Kenýa.

Takiđ eftir: Engar greiđslur stuđningsađila barna hjá ABC í Kenýa hafa veriđ sendar út frá ABC Barnahjálp á Íslandi til starfsins í Kenýa í Maí og í Júní.

Á heimasíđum ABC Barnahjálpar hefur einnig veriđ birt tilkynning sem segir ađ Ţórunn Helgadóttir og Samuel Lusiru Gona séu hćtt störfum í Kenýa en viđ stjórn starfsins séu tekin Samúel Ingimarsson og Ástríđur Júlíusdóttir.  

Ţessi tilkynning er röng. Ég, Ţórunn Helgadóttir og Samuel Lusiru eiginmađur minn erum enn viđ störf sem stjórnendur starfsins í Kenía.

Ástćđan fyrir ţessum samstarfs slitum er fyrst og fremst sú ađ ABC á Íslandi hefur tekiđ ţá ákvörđun ađ sameinast sćnskum samtökum sem kallast Children´s Mission. Ţađ ţýđir ađ öll yfirstjórn verkefna og međferđ fjármuna mun fćrast til Svíţjóđar. Stjórn ABC Kenýa óskađi eindregiđ eftir ţví ađ fá ađ standa utan viđ ţessa sameiningu viđ sćnsku samtökin og ţví skilja leiđir.

Hugsjón okkar og hjarta slćr enn heitt fyrir börnin í Kenýa. Viđ höfum helgađ ţessu starfi allt okkar líf síđustu 9 árin og hyggjumst halda ţví ótrauđ áfram. Til ađ starfiđ geti haldiđ áfram hafa veriđ stofnađ önnur samtök á Íslandi sem munu standa viđ bakiđ á starfinu í Kenýa í framtíđinni. Hiđ nýstofnađa félag heitir Íslenska Barnahjálpin og mun héđan af halda utan um allar greiđslur stuđningsađila barna í Kenýa sem og ađra styrki og gjafir.

Viđ viljum beina ţeim tilmćlum til stuđningsađila barna ABC í Kenýa ađ ţiđ setjiđ ykkur í samband viđ Íslensku Barnahjálpina ef ţiđ getiđ hugsađ ykkur ađ halda áfram ađ styrkja börnin ykkar í Kenía. Netfangiđ er: postur@barnahjalpin.is. Vefsíđan er www.barnahjalpin.is.  Eins er hjálp nýrra stuđningsađila vel ţegin eđa einstakar gjafir á ţessum tímamótum. Söfnunar reikningsnúmeriđ okkar er: Banki 0515-14-410660 Kt. 410615-0370

Ţó ađ ţessi viđskilnađur viđ ABC Barnahjálp á Íslandi sé okkur hjá ABC Kenýa mjög sár og ekki samkvćmt okkar óskum, ţá erum viđ mjög ţakklát fyrir ţađ góđa samstarf sem viđ höfum átt viđ samtökin ABC Barnahjálp á Íslandi síđustu ár. Viđ ţökkum ţeim hjartanlega fyrir ţann tíma sem viđ höfum átt saman og óskum ţeim velfarnađar í framtíđinni. Sömuleiđis ţökkum viđ ykkur stuđningsađilum barnanna og öđrum velunnurum fyrir stuđningin undanfarin ţví án ykkar gćtum viđ ekki starfađ.

Virđingarfyllst,

Ţórun Helgadóttir,

Formađur ABC Children´s Aid Kenya


Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband