Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framkvæma réttlæti

Megin skuldavandinn er af tvennum toga. Annars vegar tvöföldunar á upphæð gengistryggðra lána, í krónum talið, vegna þess að bankarnir yfirkeyrðu greiðslugetuna með augljósum kjánaskap, þar sem ekki var gætt að greiðslugetu lántakenda ofurskuldanna. Öll þessi lán voru ólögmæt, en stjórnvöld hafa liðið bönkunum ýmiskonar óraunhæf undanskot undan eðlilegri leiðréttingu höfuðstóls hinna gengistryggðu lána.

Á hinn veginn hafa stjórnvöld, ekki bara þau sem nú eru við völd, heldur stjórnvöld undanfarinna tveggja áratuga, ekki treyst sér til að leiðrétta hinn ranga útreikning verðtryggingar lánsfjár. Mörgum sinnum er búið að senda inn í stjórnkerfið leiðbeiningar um, á hvern hátt verðbótaþáttur er vitlaust reiknaður á lánsfé. Alltaf hafa stjórnvöld stungið höfðinu í sandinn og neitað að horfa á raunveruleikann. Og svo virðist enn vera.

Árið 2000 tók ég húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði. Samhliða greiðslum afborgana, hef ég haldið skrá, í tölvunni minni, þar sem ég hef látið afborganir lánsins reiknast út, samkvæmt eðlilegri verðtryggingu. Eftirstöðvar lánsins telur Íbúðarlánasjóður nú vera að lokinni septemberafborgun, með verðbótum kr. 8.631.944. Afborgun, eins og íbúðalánasjóður reiknar hana fyrir september 2010, er kr. 39.468.

Ef lánið hefði verið reiknað eftir réttum forsendum verðtryggingar, hefði afborgun í september 2010 verið kr. 26.709, og eftirstöðvar lánsins verið kr. 2.808.277.

Eins og fólk getur séð af þessum mismun, er gífurlega miklar óraunhæfar uppsafnanir í verðtryggðu skuldunum. Þessa uppsöfnun hafa stjórnvöld aldrei haft kjark til að takast á við, og því sífellt verið haldið áfram að reikna verðbætur lána vitlaust, og afar óhagstætt fyrir skuldara.

Jafnframt hefur verið afar mikilvægt að koma fólki til að trúa því að ég sé rugludallur, sem ekkert mark sé takandi á. Það hefur tekist ágætlega hingað til, og skilað lánastofnunum og lífeyrissjóðum ágætis arðsemi.                    


mbl.is Niðurfærsla rædd í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert breytist nema breyta lögum um bankastarfsemi

Meðal stjórnmálamanna virðist afsakaplega lítill skilningur á hvað þurfi að gera svo aðgerðir þeirra til hjálpar heimilunum verði að gagni.  Meðan ekki er breytt lögum um starfsemi lánastofnana, og þær skyldaðar til að gera þær aðgerðir sem lög um greiðsluaðlögun o.fl. fjalla um, halda þær bara áfram að kvelja hin skuldugu heimili, í von um að fá meiri greiðslur.

Einfallt mál er t. d. fyrir Alþingi að setja, með afbrigðum flýtimeðferðar, lög sem kveða á um að öllum lánastofnunum sé skylt að virða dóm Hæstaréttar um að gengisviðmið lána í íslenskum krónum, sé ólöglegt. Eigi það skilyrðislaust við um öll lán. Hafi upphæð lánsins verið tilgreind í íslenskum krónum og lánsfjárhæðin greidd út í íslenskum krónum, sé lánið íslenskt. Tilraun til innheimtu lána sem uppreiknuð hafa verið með gengisviðmiði, varði 100 milljóna króna sekt og starfsleyfissviptingu, verði um endurtekið tilfelli að ræða.

Það var ljóst strax í upphafi að lánastofnanir myndu ekki fara, ótilneyddar, að ákvæðum laga um greiðsluaðlögun. Ef þeir gerðu það, yrðu þeir að afskrifa þær fjárhæðir sem eru utan greiðslugetu skuldara.  Slíkar afskriftir myndu ganga nærri eiginfjárstöðu þeirra, því í bókhaldi sínu telja þeir sér trú um að þeir hafi tryggingar fyrir þessum lánum.

Líklega eru lánastofnanir að presssa fram aukin skattafríðindi og tímabundnar lækkanir á lágmarks eiginfjárstöðu, án þess beinlínis að óska eftir því. Þeir munu koma með einhverjar slíkar óskir, verði reynt að semja við þá um að framkvæma lög um greiðsluaðlögun.                       


mbl.is Skuldavandinn ræddur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunið, alfarið á ábyrgð bankanna

Bankamenn geta á engan hátt skotið sér undan fullri ábyrgð á þeim verkum og aðstæðum sem ollu bankahruninu hér.  Þeir viðhöfðu blekkingar, óheiðarleika og alvarlega sniðgöngu laga, í þeim eina tilgangi að auka veltu bankanna sem mest.

Sá óvitaskapur sem felst í því að taka háar fárhæðir á skammtímalánum frá erlendum lánastofnunum, og endurlána þetta fjármagn til innlendra aðila, til langtímafjárfestinga án raunverulegra veðtrygginga, er stærsta og erfiðasta viðfangsefni þessa hruns okkar.

Stærstu mistök stjórnvalda í þessu hruni, voru að yfirtaka bankana,sem heild, í október 2008, þegar hrunið varð. Ef stjórnmálamenn hefðu haft rænu á að leita sér alvöru leiðsagnar, hefði þeim verið bent á að yfirtaka einungis innlánsdeildir og skuldabréf í höfuðbókum 74 og 66. Þannig hefði öll vitleysa og óvitaskapur bankamannanna orðið eftir í gömlu bönkunum og eigendur þeirra og stjórnendur látnir fást við að gera upp vitleysurnar eftir sjáfa sig.

Þetta var ekki gert, því miður. Sömu aðilarnir eru, að mestu, enn að reka og stjórna fjármálakerfi okkar, að frátöldum fáeinum einstaklingum. Sama hugmyndafræðin virðist enn vera í gangi, og var allsráðandi fyrir hrun. Í það minnsta er tilgangslaust að bera á borð fyrir þetta fólk heilbrigða skynsemi, því hún er minna metin en skíturinn undir skóm þeirra.

En hvað er þá hægt að gera?  Bankarnir hafa þegar sýnt að þeir hafa engan áhuga á að koma atvinnulífi þjóðarinnar aftur í gang. Sagt er að þeir safni inneignum hjá Seðlabanka, sem þjóðin þarf svo að borga þeim vexti fyrir. Fyrst áhugi þeirra er enginn, á eðlilegum skyldum sínum gagnvart þjóðinni, á Alþingi að gera, eins og við hrunið, að setja á einum degi lög þar sem öll útlán lánastofnana til heimila og framleiðslufyrirtækja verði fryst, og nauðungasölur íbúða bannaðar, til bráðabyrgða, meðan lánafjárhæðir eru endurreiknaðar til raunvirðis, og áhrif hrunsins þurkuð út.

Ég hef margoft útskýrt vitleysurnar sem eru í verðtryggingu lánsfjár. Þessar vitleysur verða ekki auðveldlega útskýrðar í stuttum texta, en ég hef einnig marg lýst því yfir að ég sé tilbúinn að mæta á fund eða aðra samkomu, til að sýna, með útreikningum á skjávarpa, hvernig vitleysan er, og hvernig hún virkar til hækkunar lána.

Bankamenn eiga að hafa þá skynsemi til að bera, að reyna ekki þann blekkingaleik sem bankastjóri Íslandsbanka reynir í viðkomandi frétt. Ábyrgð hurnsins er HVERGI að finn utan æðstu stjórna bankanna.                  


mbl.is Ómakleg gagnrýni á bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoða málin þar til sök fyrnist

Engum vafa var undirorpið að sök stjórnenda bankana var fyrir hendi í október 2008. Öll framvinda hrunsins bera því afar skýr merki.

Það er ekki hægt að bera virðingu fyrir þeim stjórnmaálmönnum sem slá skjaldborg um glæpastarfsemi sem löngu er orðin opinber, en ráðast að velferðar- og heilbrigðiskerfum til að fjármagna tjónið sem glæpalýðurinn skildi eftir sig.         


mbl.is Skoða áfram skaðabótamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2010
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband