Athyglisverður einhliða áróður

Það kemur ekki á óvart að heyra svona lagað frá Ragnari Árnasyni. Hann virðist ekkert vita um hvernig peningar verða til. Þeir bara koma frá útlöndum þegar við óskum eftir þeim. Því miður eru nánast engir ALVÖRU hagfræðingar til hér á landi, því háksólarnir hér hafa, um langt árabil, einungis kennt krónufræði, en ekki raunverulega hagfræði (þjóðarhag).

Í krónufræði gera menn ekki greinarmun veltuaukningu, tilkominni með erlendu lánsfé, og raunverulegum vexti þjóðarhags, HAGVEXTI. Þessir menn eru líka svo miklir kjánar að þeir halda að þjóðin þurfi ekki að standa ábyrg fyrir værðmæti gjaldmiðils síns, ef hann heitir það sama og gjaldmiðill einhverrar annarrar þjóðar. 

Er nokkur furða þó þjóðin sé sokkin mjög djúpt í óviðráðanlegar skuldir, sem nauðsynlegt verður að afskrifa, því marga áratugi tæki að greiða þær allar. Það er afar merkilegt, og sýnir glögglega mikinn skort á raunveruleikaskyni, að félag viðskpta- og hagfræðinga, skuli fá einn helsta arkitekt hringavitleysunnar sem olli hruninu, til að hafa framsögu á fundi, þar sem framtíðarmöguleikar þjóðarinnar eru skoðaðir.

Ég ætla ekki að lýsa svona óvitaskap frekar.                     


mbl.is Gjaldeyrishöft kosta milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki meiri heildarsýn til að bjarga málunum??

Ég verð að segja að mig undrar stórlega dómgreindarleysi stjórnvalda, hvað þesar tillögur varðar. Ekki síður er ég undrandi á viðhorfum þeirra Suðurnesjamanna, sem tjá sig um sýndarlsunir stjórnvalda.

Allt eru þetta tillögur sem kalla á aukin fjárútlát hjá ríkissjóði. Þeim sama ríkissjóði sem er að skera verulega niður fjárveitingar til heilsugæslunnar á svæðinu, ásamt heilsugæslu á flestum stöðum landsbyggðarinnar.

Einnig eru, vegna fjárskorts ríkissjóðs, skorin niður framlög til sjúkra, öryrkja og aldraðra, auk fjölda þjónustuþátta við þessa aðila. Mig undrar stórlega að forystufólk ríkisstjórnar okkar skuli hafa svona litla og takmarkaða yfirsýn yfir vandamál þjóðarinnar. Og að einu lausnir þeirra gegn vanda á einum staðnum, sé að lofa þeim fjármagni til aukinnar þjónustustarfsemi. Fjármagni sem þeir verða þá að taka af öðrum, því ríkissjóður er meira en tómur. Það vantar marga milljarða þar til raunhæft væri að bæta við nýjum þjónustuþáttum.

Ef hægt væri að segja að heimska ætti sér einhverja skýra birtingarmynd, þá birtist hún svo sannarlega í þessum loforðapakka stjórnvalda, til Suðurnesjafólks.  En það fólk, á svo sannarlega eitthvað betra skilið en innantóma heimsku, sem hlær við flestum sem horfa á heildarmyndina.            


mbl.is Hvað segja Suðurnesjamenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er athyglisverð frétt

Ég sé ekki betur en þarna hafi fjármálaráðherra farið út fyrir lagaheimildir sínar, þar sem hann aflar ekki heimilda á Alþingi fyrir þeim kaupum sem þarna er lýst.

Ljóst er, að samkvæmt stjórnarskrá okkar og fjárreiðulögum, er fjármálaráðherra skylt að leita heimildar hjá Alþingi áður en fjármunum rísksjóðs er ráðstafað, öðrum en þeim er fram koma í fjárlögum ársins.

Ekki verður betur séð en ráðherra haf þarna tekið ýmsar sjálfstæðar ákvarðanir, og það án þess að leita heimilda þar um, eða gera Alþingi grein fyrir gjörðum sínum ótilkvaddur.

Einhvern veginn hélt ég að stjórnmálamenn hefðu heitið þjóðinni því, í framhaldi af skýrslu Rannsóknsrnefndar Alþingis, að snúa gjörsamlega við blaðinu og fara að stjórna eftir stjórnarskrá og lögum, í stað þeirrar einræðisstjórnunar sem viðgengist hafði.

Af þeirri framgöngu fjármálaráðherra sem þarna er lýst, virðist sem hann skilji ekki gildi réttra stjórnarhátta, eða hann skynji ekki hvað er rétt eða rangt. Hvort er, ætla ég ekki að dæma, að þessu sinni.                   


mbl.is Skuldastaða þjóðarbúsins lækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þing og stjórnsýsla föst í spillingunni

Að lesa þessa frétt flytur manni þann kalda veruleika að stjórnmál á Íslandi eru alls ekkert á leið út úr spillingu, ráðaleysi og eigin- og flokkshagsmunapoti. HJá þessum öflum er þjóðfélagið greinilega í aukahlutverki.

Efst á lisa virðist vera að uppfylla atlögu AGS að sjálfbærni þjóðfélags okkar, með því að skerða svo samfélagsþjónustu okkar að fólk tapi tilfinningunni fyrir að þjóðin geti verið sjálfstæð og efnahagslega sjálfbær.  Það er afar hart Þegar stjórnvöld láta AGS ganga svo langt að stöðva innlendar framkvæmdir, sem framkvæma á fyrir innlent fyrirliggjandi fjármagn. Að stöðva slík, í þeim eina tilgangi að skapa aukið atvinnuleysi, samdrátt og óöryggi íbúa landsins.

Alvarlegustu mistökin gerðu ríkisstjórn og þingheimur í fyrstu viðbrögðum sínum, með því að yfirtaka bankana sem heild. Engin þörf var á því. Næg trygging fyrir öllum daglegum viðskiptum, bæði innanlands og við útlönd, hefði verið að yfirtaka innlánsdeildir og skuldabréfadeildir, með höfuðbækur 66 og 74,(viðskiptabankaþátt bankakerfisins). Skilja hefði átt eftir í gömlu bönkunum alla fjárfestingastarfsemina, þ. e. kauphallarverðbréf, hlutabréf og kúlulán, svo eitthvað sé tínt til. Þetta var hægt að gera á einni nóttu, því Reiknistofa bankanna keyrir heildaruppgjör allra reikninga bankakerfisins á hverri nóttu, eftir starfsdag. Með einfaldri skipun um að allir reikningar framangreindar innláns- og skuldabréfadeilda keyrðust inn á nýja kennitölu, hefði daglegt viðkiptaumhverfi verið skilið frá ruglinu á einni nóttu.

Að því búnu hefði ríkisstjórn og Alþingi átt að taka ákvörðun um að gefa út nýja krónu, sem væri 1/10 verðmætari en sú gamla.  Innköllun gömlu myntarinnar væri strax tilkynnt, að gerð yrði á næstu þremur mánuðum eftir að nýja krónan væri tilbúin. Til að koma í veg fyrir magnkaup stóreignaaðila á gömlu krónunni, væri tekið fram að til að fá gömlu krónunni skipt fyrir nýja, þyrfti að sanna að eðlileg gjöld og skattar hefðu verið  greiddir af fjármagninu. Eftir þetta þriggja mánaða tímabil, yrði gamla krónan verðlaus, í höndum þeirra sem ekki hefðu gefið sig fram til myntbreytinga.

Með þessu móti hefðu útráðsarvíkingarnir komið sjálfir með ránsfeng sinn, eða hann orðið verðlaus. Engir bankar hefðu fengist til að kaupa af þeim gömlu krónurnar, eftir að tilkynning um myntbreytingu hefði verið gefin út, og þeir erlendu bankar sem keypt hefðu af þeim krónur fyrir erlenda mynt, hefðu látið kaupin ganga til baka. Þeir sem tæmdu fjármagnið frá þjóðfélaginu, hefðu því einungis átt eina leið, ef þeir hefðu viljað gera sér einhverja eign úr sjóðum sínum.

þessu loknu hefði þurft að gera heildarúttekt á því hve mikið fjármagn þyrfti að vera í umferð, til að halda atvinnulífinu, samfélags- og velferðarkefunum gangandi, og kenna fólki hin eðlilegu gildi sjálfbærni þjóðfélagsins. Slík gildi eru því miður löngu týnd úr dagfarsvitund mikils fjölda þjóðarinnar.

Hefði svona verið brugðist við, væru margir Íslendingar brosmildir í dag.               


mbl.is Á erfiðum stað í viðreisninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband