7.3.2009 | 16:04
Bændasamtökin ákveða ekki verð til neytenda
Ég fæ ekki betur séð en Samkeppniseftirlitið hafi með úrskurði sínum á Bændasamtökin sýnt ótrúlegan dómgreindarskort. Ég veit ekki til þess að nein þeirra fyrirtækja sem selja landbúnaðarvörur, taki við fyrirmælum frá Bændasamtökunum um á hvaða verði þau selja afurðir sínar til neytenda.
Til áréttingar þessu langar mig að benda fólki á það sem ítrekað kom fram í fréttum s.l. haust, rétt fyrir sláturtíð, er greint var frá því að bændur væru ósáttir við að fá engar upplýsingar um hvert skilaverð yrði til þeirra, vegna þess að sláturleyfishafar væru ekki enn búnir að ákveða hvað þeir myndu greiða mikið fyrir kílóið af kjötinu.
Þá má geta þess að einungis einn aðili hefur heimild til að selja mjólk og er sá sami aðili í markaðsráðandi stöðu hvað varðar aðrar mjólkurvörur. Þessi aðili, Mjólkursamsalan, gefur út ákveðið verð sem greitt er til bænda, háð próteingæðum og fituinnihaldi mjólkurinnar sem keypt er af bændunum. Einveldi Mjólkursamsölunnar er meira að segja svo mikið, að þar á bæ er einhliða ákveðið hvað greiða skuli fyrir lítrann af þeirri mjólk sem bændur framleiða umfram sinn kvóta. Umframmjólk hefur ekki verið greidd fullu verði, þó allar afurðir sem unnar eru úr þeirri mjólk, séu seldar neytendum á fullu verði. Þarna skákar Mjólkursamsalan algjörlega í skjóli einveldisstöðu sinnar, þar sem bændur geta ekkert annað en látið hana hafa umframmjólkina, því enginn annar kaupandi er tiltækur.
Þegar horft er á verðlagsmál landbúnaðarvara, ætti flestum skynsömum mönnum að vera ljóst að bændur hafa engin tök á verðlagningu þeirra til neytenda. Af þessu er því ljóst að Samkeppniseftirlitið hefur skilið skynsemina eftir einhvers staðar, því bændur geta ekki haft samráð um þætti sem þeir hafa engin tök á.
![]() |
Ekkert ólöglegt samráð hjá BÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2009 | 18:06
Verða stéttarfélögin kærð næst ? eða er einhver á undan þeim
Líklega fer að koma röðin að stéttarfélögunum að fá á sig kæru fyrir verðsamráð seldra vinnustunda félagsmanna sinna. Það væri alveg rökrétt framhald af því sem þarna er á ferðinni.
Hvort mikilvægara er fyrir neytendur að kæra það sem þarna var gert, eða að uppræta auðsjáanlegt verðsamráð olíufélaganna, svo dæmi sé tekið, skal ekki fullyrt um hér. Hitt er ljóst. Samkeppniseftirlitið sér það sem það vill sjá, en sér ekki það sem allur almenningur sér. Þá er bara spurningin. Fyrir hvern er Samkeppniseftirlitið að vinna. Er það að vinna að þjóðarheill, eða er það að vinna fyrir þau öfl sem vilja endilega flytja inn erlendar matvörur?
![]() |
Bændasamtökin telja að ekki sé um brot að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 11:42
Það eru einmitt svona skrif sem gera menn ótrúverðuga
Með hliðsjón af því sem Jón Sigurðsson skrifar í þessum pistli sínum, má þjóðin greinilega þakka fyrir hve stuttan tíma hann gengdi starfi Seðlabankastjóra. Annað hvort beitir hann í skrifum þessum vísvitandi ósannindum, eða að vit hans á fjármálum þjóðar er ekki boðlegt því starfi sem hann tók að sér, er hann gerðist Seðlabankastjóri.
Jón er greinilega reiður. Líklegasta skýringin á því er að með breytingum á lögum um Seðlabankann var kippt undan valdsþætti Framsóknarflokksins, að velja "sinn" fulltrúa, sem einn af þremur bankastjórum bankans. Þetta er náttúrlega gífurleg skerðing á valdsstjórnun í peningaumhverfi þjóðarinnar, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir ákveðinn hóp "vildarvina".
Það er einmitt svona óheiðarleiki í skrifum og vinnubrögðum sem þjóðin þarf að losa sig frá, til að eðlileg og heiðarleg uppbygging geti hafist, og traust skapist að nýju, til þeirra einstaklinga sem gegna munu mikilvægustu störfum við stjórnun þjóðfélagsins.
Þarna talaði greinilega gamli Framsóknarflokkurinn. Nú er vert að taka eftir viðbrögðum hinnar nýkjörnu forystu þess flokks, hvort hún tekur undir óheiðarleika og ósannindi fyrrverandi formanns flokksins, eða hvort nýja forystan vísar svona vinnubrögðum alfarið á bug.
![]() |
Hvað er faglegt við þetta?" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 166179
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur